Lið helgarinnar!

Jæja góður sigur í gær gegn Newcastle og erfiður bikarleikur á morgun gegn Birmingham. Furðulegt að við skulum spila á sunnudegi þegar það er bikarleikur á þriðjudegi og Rafa [er ekki sáttur](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=372729&CPID=8&clid=&lid=2&title=Rafa+unhappy+with+fixture+pile-up) við enska knattspyrnusambandið.

“It’s crazy. You simply cannot play a big competition like the FA Cup within two days with the same players,”

Lið helgarinnar:
[Sky Sports](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=372212&clid=&channel=football_home&title=Team+of+the+Weekend): Þar erum við með einn mann, já Stephen Warnock af öllum. Gott hjá honum enda átti hann fínan leik.
[BBC Sport](http://news.bbc.co.uk/sport1/shared/spl/hi/football/squad_selector/team_of_the_week/html/ss_team.stm): Þar er enginn Liverpool maður.
[ESPNsoccernet](http://soccernet.espn.go.com/columns/story?id=362226&root=england&cc=5739): Þar er Harry Kewell sá eini sem kemst í liðið frá okkur.
[Premierleague.com](http://www.premierleague.com/fapl.rac?command=forwardOnly&nextPage=teamOfTheWeek): Þar er enginn frá okkar liðið.

Alltaf gaman af þessu, sérstaklega hvað það er lítið samræmi á milli blaða hvaða leikmenn eru í liði vikunnar.

12 Comments

 1. úpps… tók ekki eftir því…

  samt enginn í liði vikunnar eftir 5-1 sigur á Fulham!

  Leyfi þessu bara vera inni þangað til þeir uppfæra liðið.

 2. Nei, þetta er lið vikunnar fyrir síðustu helgi. Semsagt, eftir Arsenal leikinn. Ekki furðulegt að enginn hafi verið í liði vikunnar þá.

 3. Sáuð þið viðtalið við Eið í gær…?
  Mestu lætin eru á Anfield að hans mati og svo finnst honum erfiðast að mæta Jamie Carragher.
  Svo er Damien Duff skemmtilegastur og mourinho er leiðinlegastur við carvahlo.

  Vonandi nær Benitez að stilla upp sterku liði á móti Birmingham.

 4. Það verður meira en fróðlegt að sjá liðið á morgun, mín spá: Reina, Finnan, Carragher, Agger, Traore, Cisse, Gerrard, Alonso, Kewell, Crouch og Morientes.

  Með þeim fyrirvara að enginn þeirra sé meiddur.

 5. Ég hugsa að liðið verði svona:

  Reina

  Finnan – Carragher – Hyypiä – Warnock

  García – Alonso – Gerrard – Kewell

  Cissé – Crouch

  Á bekknum: Dudek, Kromkamp, Agger, Morientes og Hamann.

 6. Benitez var eitthvað að ýja að því að hann gæti notað sömu leikaðferð á móti Birmingham því hún gékk svo vel.
  Svo liðið mitt yrði:

  Reina

  Carra-Hyypia-Agger
  Finnan Warnock

  Alonso-Gerrard

  Crouch-Morientes

 7. HAHAHA!!!! Woow maður, jú Snorri það er nú jafnvel betra, gleymdi Kewell þarna inná miðjuni.

Newcastle 1-3 Liverpool

Birmingham á morgun í bikarnum