Birmingham á morgun í bikarnum

2604105.jpgJæja, eftir að okkar menn hafa fengið HEILAN DAG í hvíld, þá eigum við að spila við Birmingham á morgun í 8 liða úrslitum í FA bikarnum. Þessi umferð spilast hálf skringilega, þar sem það er einn leikur á dag þessa viku. Þessir leiki eru framundan:

Í dag: Man City – West Ham
Þriðjudag: Birmingham – Liverpool
Miðvikudag: Chelsea – Newcastle
Fimmtudag: Charlton – Middlesboro.

Þannig að Man City, Liverpool, West Ham fá 1 dags hvíld, Newcastle, Chelsea, Birmingham – 2 daga hvíld & Charlton – Middlesboro – 4 daga hvíld

Þetta er furðuleg niður-röðun. Ég get til dæmis ekki skilið hvernig Liverpool fær bara 1 dags hvíld á meðan Birmingham fær tvo daga, sérstaklega ef tekið er mið af því að Liverpool hefur lengið langflesta leiki af öllum liðum í enska boltanum og sennilega allri Evrópu á þessu ári.

En það er vonandi að það hafi ekki mikil áhrif á okkar menn á morgun. Robbie Fowler getur ekki spilað og Rafa sagðist hafa stillt upp liðinu gegn Newcastle með Birmingham leikinn í huga, þannig að ég tippa á að hann stilli upp sama kerfi og gegn Newcastle með eftirfarandi breytingum:

Reina

Carragher – Hyypiä – Agger
Finnan                    Warnock
Gerrard – Alonso
Kewell          Cisse
Crouch

Semsagt, Finnan inn fyrir Kromkamp og Alonso inn fyrir Hamann. En ég er samt alls ekki viss. Gæti alveg verið að Didi yrði áfram í liðinu, en hann var verulega sterkur um helgina. Svo fannst mér Kromkamp vera að leika vel í þessari stöðu og vera hættulegri fram á við, þannig að það er aldrei að vita. Tel að Kewell, Crouch og Cisse verði áfram þarna frammi. Gæti líka verið hægt að spila Garcia í stöðunni hans Cisse ef að Rafa vill refsa honum fyrir fíflalætin í gær.

Þetta Birmingham lið *ætti* að vera létt. Liðið er í 18. sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Portsmouth og einungis Sunderland hefur fengið færri stig en Birmingham. Þeir töpuðu fyrir Tottenham um helgina á heimavelli. Þeir hafa tapað 8 af 15 heimaleikjum í deildinni og menn einsog David Dunn og Muzzy Izzet spila ekki með á þessu tímabili. Semsagt, þeir eru í rugli.

Eeeeeeeeeeeen…

Birmingham er eina enska liðið, sem að Rafael Benitez hefur ekki enn tekist að vinna síðan hann tók við Liverpool. Finnst ykkur það ekki magnað?

Við höfum spilað 4 sinnum við liðið, gert tvö jafntefli og tapað tvisvar. Ég hef ekki staðið upp eftir einn Birmingham leik án þess að vera brjálaður í skapinu. Núna [síðast](http://www.kop.is/gamalt/2006/02/01/21.56.09/) þegar að Xabi Alonso gaf þeim eitt stig með því að skora sjálfsmark á síðustu mínútunum á Anfield.

Semsagt, þetta er vandræðalið fyrir Liverpool, en á morgun fáum við kjörið tækifæri til að laga það. Það er vonandi að það takist.

**Mín spá**: Ef að við leikum eðlilega, þá eigum við að vinna þetta lið. Það er ekki nokkur spurning. Ég segi 0-2 sigur

13 Comments

  1. Mér finnst Krompkamp ekki nægjanlega góður til að vera Liverpoolleikmaður, þó hann hafi átt góða stoðsendingu í gær.

  2. mér finnst alveg jafn líklegt að Rafa taki Krompkamp og Warnock út og setji Finnan og Traore inn… og líka að Kewel fái hvíld og Garcia komi inn í staðinn…
    svo er það spurning með Morientes…

    það fengu allavegna nokkrir leikmenn að hvíla alveg á sunnudaginn… og mig grunar að Rafa hafi gert það til að eiga þá ferska á morgun…
    en ég er svosem ekki þekktur fyrir að vera sannspár í svona hlutum 😉

  3. Ég held að allir þeir sem voru hvíldir eða utan hóps í gær verði meira og minna í liðinu á morgun. Til dæmis mun Morientes koma inn fyrir Cissé, García kannski fyrir Kewell, Traoré og Finnan fyrir Kromkamp og Warnock, og Alonso fyrir Hamann eða Gerrard. Gleymum því ekki að Rafa var í gær ekki aðeins að spara leikmenn fyrir bikarleikinn, heldur verður hann í bikarleiknum líka að hugsa um leikinn á laugardag gegn Everton.

    Annars leggst þetta vel í mig. Bara sú staðreynd að við höfum leikið fjórum sinnum gegn Birmingham án þess að vinna þá (tvö jafntefli, tvö töp) síðan Rafa tók við segir mér að það sé kominn tími á sigur hjá okkar mönnum. 0-2 verður málið! 🙂

  4. Er það bara ég, eða er Didi Hamann eins og gott vín…verður bara betri með aldrinum?

  5. Það ert bara þú! :tongue:

    Nei ég held að flestir geti tekið undir með þér þar. Þegar Alonso kom til liðsins, fyrir tæpum tveimur árum, héldu flestir að framtíð Hamann væri ráðin, að Gerrard og Alonso myndu eigna sér miðjuna og sá þýski yrði lítið annað en varaskeifa. Annað hefur þó komið á daginn.

    Hershöfðinginn er búinn að vera frábær fyrir okkur undanfarið, það er alveg á hreinu.

  6. Er það bara ég eða er tími Hyypia og Hamanns endalega búinn hjá Liverpool ?
    Kv. Sigurbergur

  7. Bara þú kallinn minn. Það þarf nokkra gamlingja til að hafa stjórn á hinum, og þeim gamlingjum vildi ég ekki skipta út fyrir neina aðra.

  8. HAha Sigurbergur þetta er bara þú. Þeir 2 hafa verið að spila fantavel þó hyypia hafi átt nokkur mistök en ekki mörg. Hamann þarf varla að tala um en það sést allveg þegar hann er með hversu mikilvægur hann er.. Ótrúlegur

  9. Já, við tökum þennan leik, ekki spurning.

    Var að lesa á The Guardian að Sissoko gæti verið í liðinu í kvöld með sérstök gleraugu sem hann hefur verið að æfa með undanfarið…….
    Þvílík frétt, það er snilld ef hann er að koma aftur þessi dreingur, það myndi bæta liðið verulega að fá hann núna í lokabaráttuna í deildinni og bikar.

    http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,1735493,00.html

  10. Þeir Guardian menn setja Fowler sem líklegan mann í byrjunarliðinu – ekki vönduð vinnubrögð það.

  11. Þessir ensku fjölmiðlar hugsa stundum of mikið um að finna feita slúðurbita til að draga einhverja niður í svaðið en að vanda sín vinnubrögð. þetta er jafn misjafnt og alllsstaðar gengur og gerist og er miður. En gaman væri að sjá Sissoko aftur. Þessi drengur er kominn í uppáhald! 😉

  12. Ég tel þetta líklegt byrjunarlið hjá okkur í kvöld:

    Reina
    Finnan – Hyypia – Carragher – Warnock
    Garcia – Alonso – Hamann – Kewell
    Crouch – Morientes

    Gæti hugsanlega einnig hvílt Hyypia eða Warnock og sett Agger inn í staðinn eða Traore (úff).

    Ennfremur haft Cisse á hægri kantinum og Garcia á vinstri og hvílt Kewell.

    En ég vil vinna þennan leik. Væri ekki verra að taka bikarinn í ár.

Lið helgarinnar!

Cisse á leið til Tottenham?