Rafa: Af hverju ætti ég að vilja fara?

benitez_mash.jpgRafa Benitez hefur tekið af allan vafa um framtíð sína hjá Liverpool. Hann staðfestir við opinberu síðuna: [Why would I want to leave?](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N151774060317-0818.htm) Nákvæmlega! Við höfum ekkert svar við spurningunni og Rafa ekki heldur, þannig að hann mun vera áfram hjá Liverpool og skrifa undir samning til ársins 2010.

Chris Bascombe hélt því fram í grein í [Echo í gær](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16821155%26method=full%26siteid=50061%26headline=benitez%2djoy%2dat%2dcash%2dvow-name_page.html) að ein af ástæðunum fyrir því að Rafa hafi sannfærst er að stjórnin hafi lofað honum umtalsverðum pening til leikmannakaupa í sumar og við það hafi hann sannfærst um að þeir væru jafn metnaðarfullir og hann. Eða einsog [Rafa segir](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16824489%26method=full%26siteid=50061%26headline=benitez%2d%2di%2dm%2dstaying%2don%2dto%2dtopple%2dchelsea-name_page.html):

>”I’ve spoken with the board and Rick Parry and they’ve told me they have the same idea as myself,” said Benitez. “They want to progress and keep the club going forward. They want to win trophies and they are working hard to improve. For me, that is enough.

>”I’ve never talked about demands. Sure, I want to improve and I want to see the club progressing, but I think we are working in the right way. I will be here next season, for sure.”

>If you are at a club where everything is right, the atmosphere is good, then there is no need to change.

>”As a manager, when people start saying that big clubs are interested in you, you have to be proud. In this case, Real Madrid and Inter Milan are fantastic clubs, but so is Liverpool.

Verkefnið núna: Að fella Chelsea af stalli.

Þetta eru auðvitað frábærar fréttir. Þetta slúður var auðvitað ekki Rafa að kenna, en það hafði án efa verulega truflandi áhrif á leiki liðsins. Núna þegar hann er búinn að taka allan vafa af getur hann einbeitt sér að því að klára þetta tímabil vel og byggja enn betra lið fyrir næsta tímabil.

3 Comments

  1. Góðar fréttir. Næsta verkefni er að vinna FA Cup og ná 2. sætinu í deildinni.

  2. Held að við ættum að halda áfram uppbyggingu á okkar liði og hætta að hugsa um Chelsea svona mikið. Ef við vinnum okkar leiki verðum við væntanlega efstir ekki satt? Chelsea eru ekkert ósnertanlegir þótt venjulegur stigafjöldi liðanna í 2-3.sæti er voðalega venjulegur ef mið er tekið af góðu tímabili. Chelsea hækkar stuðulinn vegna frjálsu fjármálastefnu eiganda þess en peningar segja ekki allt þótt þeir segi mikið (sbr. LFC og sigurinn á sl ári)

  3. Fínt að hafa Rafa áfram, stöðugleikann þarf í liðið og við erum að ná betri árangri í deildinni en í fyrra, lendum örugglega í einum af efstu fjórum sætunum. Breytir því ekki að ég myndi persónulega vilja fá frábæran framherja í liðið, sama hversu vel þeir sem núna eru í liðinu stóðu sig á móti Fulham. Newcastle leikurinn mun sýna hversu stöðugir leikmennirnir eru og hvort stíflurnar séu sannarlega brostnar í markaþurrðinni.

Torres

Newcastle á morgun!