Torres

Athyglisverð þessi ummæli frá [Fernando Torres um að Newcastle](http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=361814&cc=5739) af öllum liðum sé eina liðið, sem hafi boðið í hann. Ég skal hundur heita ef sá frábæri framherji muni enda hjá Newcastle. Auðvitað væri mun nær fyrir hann að enda á Litla Spáni.

Skemmtileg umfjöllun um [þetta í slúðurhorni The Guardian](http://football.guardian.co.uk/rumourmill/index/0,,1732280,00.html)

>Newcastle want Fernando Torres, who claims the club have bid £15m for him. “They’re the only club that’s made an offer,” sobs the Atlético Madrid striker, stopping short of screaming “SOMEONEELSEANYONEELSE” at nails-on-blackboard pitch. Various SOMEONESANYONES also linked: Arsenal, Tottenham, Chelsea.

Væri hann ekki möguleg lausn á þessum frahmerja vandræðum okkar?

5 Comments

 1. Cissé átti nú að bæta þau á sínum tíma, og Morientes, og Crouch, og Fowler. Hversu lengi heldur þetta eiginlega áfram?

  Á meðan eru Man Utd búnir að vera með nákvæmlega sömu framherja núna tvö tímabil í röð, sem virðist vera að skila þeim ágætlega.

  Ég held að það sé bara kominn tími á það að leyfa þessum framherjum sem eru þarna að spila sig saman og detta í gang.

 2. Ég held að hvorki Morientes né Cisse séu eitthvað að fara að detta í gang úr þessu, það hefur ekki gerst ennþá og eru því hverfandi líkur á því.

  Þó að Torres sé vissulega frábær framherji þá er ég ekkert allt of viss um að hann sé svarið við framherjavandamálum okkar. Maður er bara alltaf svo hræddur um þetta dæmi að aðlagast ensku deildinni. Og ég tali nú ekki um spænska framherja að aðlagast, reynslan er ekkert sérstaklega góð í þeim efnum.

  Annað varðandi Torres, þá segi ég nú bara Guð hjálpi honum ef hann fer til Newcastle, þá kysi maður frekar að vera ennþá í Madrid.

 3. Torres er akkurat maðurinn sem við þurfum, hann hefur allt sem frábær framherji þarf að hafa og ég vona að Liverpool leggi allt í sölurnar til að ná honum. Af tveimur afar spennandi kostum myndi ég frekar vilja hann en Owen, en best væri að fá þá báða.

 4. Ef þessi stórkostlegi leikmaður væri falur fyrir litlar 15m (sem ég stórefast um) þá er þetta akkúrat maðurinn sem við þurfum! Ég mundi frekar bjóða 17m í þennan mann en að fá Owen aftur.

Ferðasaga

Rafa: Af hverju ætti ég að vilja fara?