Fulham á morgun!

Nú er lag. Við hreinlega verðum að rétta skútuna við eftir hörmungar síðustu leikja. Fulham kemur í heimsókn á morgun með mann í broddi fylkingar sem ég hefði á stundum alveg viljað sjá í sóknarlínu Liverpool, Dalvíkinginn knáa Heiðar Helguson.

Heiðar hefur staðið sig að mínu mati mjög vel í vetur og ótrúlegt er að sjá hvernig hann og Brian McBride, sem eru ekki bara alveg eins leikmenn, heldur alveg eins leikmenn (í útliti og í spilamennsku), en þeir hafa valdið usla í hverjum vörnunum á fætur annarri.

Fulham er að berjast í bökkum þessa dagana þrátt fyrir að vera með fína leikmenn innanborðs. Þar horfi ég helst til Paba Boupa Diop sem mér finnst vera frábær leikmaður sem og Steed Malbranque sem var sterklega orðaður við Liverpool síðasta sumar. Diop er sterkur og Malbranque leikinn að ógleymdum Luis Boa Morte sem getur valið bestu mönnum skráveifu. Hann skoraði einmitt seinna markið í 2-0 tapi í fyrri leiknum á leiktíðinni, skelfilegur leikur þar á ferð.

Fulham hefur verið að spila afleitlega undanfarið og því ætti þessi leikur að vera formsatriði á heimavelli. En neinei, eins og svo oft er maður bara drullu stressaður fyrir leikinn enda er sjálfstraustið í Liverpoolliðinu lítið eftir magra daga.

Það er ómögulegt að segja til um hvað Rafa gerir á morgun, en ég ætla nú samt að reyna.

Reina

Finnan – Hyypiä – Carragher – Traore

Luis Garcia – Gerrard – Hamann – Kewell

Crouch – Fowler

Xabi er í banni, Sissoko er meiddur og því augljóst að miðjan verður svona. Kewell var ekki í byrjunarliðinu gegn Arsenal og Garcia skoraði, þrátt fyrir að hafa átt afleitann dag að því að ég hef heyrt en ég sá ekki leikinn. Crouch virðist eiga sætið sitt í fremstu víglínu víst og Fowler þarf að fara að losa markastífluna ef hann á að fá nýjan samning í sumar.

Cisse virðist vera í kuldanum sem fyrr. Það er alveg hægt að sjá það að Cisse verður seldur í sumar, það bendir bara allt til þess. Gott ef Morientes fer ekki sömu leið og við fáum tvo sóknarmenn, Owen og einhvern annan. Allavega fer Cisse!

Fyrirliði vor, Steven Gerrard, sagði meðal anars þetta um leikinn:

“It’s not all doom and gloom, but I need to pick myself and the team up.”

Hárrétt, rífðu sjálfan þig og liðið upp og koma svo!!!!!!!

Mín spá: Við vinnum þennan leik, og það 3-0. Í gamni mínu giska ég á að Kewell skori eitt, Crouch eitt og Morientes innsiglar þetta á lokamínútunum. Ég trúi bara ekki öðru en að menn séu nógu hungraðir til að vilja vinna þennan leik og aðeins sigla frá Tottenham sem er ekki langt frá okkur í fjórða sætinu. Athugið að það er ekki víst að fjórða sætið gefi þáttökurétt í Meistaradeildinni, þ.e ef Arsenal vinnur hana. Það gæti nú alveg gerst…

Ég held að ef við stjórnum miðjuspilinu þá nái Fulham aldrei að komast almenilega inn í leikinn. En framherjarnir okkar verða hreinlega að fara að skora. Ef það gerist ekki í þessum leik, þá kemur reiðipistill frá mér í vikunni!

En ég hef trú á að stíflan muni mölvast og þetta fari að komast í gang!

YNWA

24 Comments

 1. Bíddu aðeins, ertu að segja mér að 4. sætið dugi ekki sem sæti í undankeppni CL?

  Er búið að kveða alveg úr um þetta? Hefur siguvegari CL forgang á liðið í 4. sæti? Og ef svo er, hvenær var það gert? Ef það var gert fyrir tímabilið verður svo bara að vera og menn verða að fara eftir reglunum þó ósanngjarnar séu, annars eigum við á hættu á einhverju svipuðu og gerðist í fyrra.

  Held þó að þessi ótti sé óþarfur, lokastaðan hjá efstu 4 í deildinni er nokkuð augljós, Chelsea, Man.Utd, Liverpool og Arsenal. Þetta er elítan og mun verða um ókomin ár.

 2. Ef framherjarnir okkar skora ekki í þessum leik þá er ég algjörlega búinn að missa traustið á þessum framherjum. Þegar við fengum Morientes þá hélt að hann mundi skora og skora og skora en raunin var önnur. Hann er ekki ennþá búinn að finna sig í herbúðum Liverpool. Ég segi að ef Cisse og Morientes fara ekki að skora mörk þá vona ég sannarlega að Benítez seljí þá tvö í sumar og kaupir einn svaðalegan sriker 🙂
  Kv. Sigurbergur

 3. Ég las það allavegana í einhverju blaði (Guardian að ég held) að menn voru að velta upp þeim möguleika að Tottenham myndi lenda í 4. sæti, Arsenal neðar og svo yrði Arsenal Evrópumeistari.

  Þar héldu menn því fram að það myndi þýða að Tottenham yrði fellt útúr Meistaradeildinni.

 4. Já þetta er staðfest. Liðið sem lendir í fjórða sæti, ef það verður ekki Arsenal, fer í UEFA keppnina. Þ.e England verður einungis með fjögur sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili en ekki fimm eins og var núna…

  Þannig að martröð Tottenham-manna gæti orðið verri en martröð Everton-manna í fyrra, að erkifjendurnir verða Evrópumeistararnir og núna gæti Arsenal orðið þess valdandi að Tottenham fer ekki í CL heldur bara UEFA cup, annað en var hjá Everton sem skeit reyndar upp á bak eins og endranær…

 5. Jahú!

  Hvað er betra en leikur í miðri viku þegar maður vill jafna sig á hryllingsviku? Eftir leikinn á sunnudag gegn Arsenal tók ég viljandi þá ákvörðun að hvíla mig á öllu Liverpool-tengdu dundi í sólarhring eða svo, þar á meðal þessari síðu, en nú er ég að verða til í slaginn aftur. 🙂

  Ég held að markastíflan bresti í þessum leik og alveg eins og ég hafði á tilfinningunni að við myndum tapa 3-1 (varð reyndar 2-1) fyrir Arsenal og að Henry myndi sýna okkur í tvo heimana ætla ég að spá okkur svona 4-0 sigri á morgun. Þetta verður stórsigur … *EF* við náum að skora snemma. Ef við skorum snemma á morgun brestur stíflan og við kaffærum Fulham í sóknarbylgjum. Ef við hins vegar skorum ekkert í fyrri hálfleik gæti þetta orðið enn einn 0-0 eða 1-0 leikurinn, en ég á ekki von á því. Einhvern tímann hlýtur eitthvað að gefa sig!

  Líst vel á þetta á morgun … 🙂

 6. Frétt úr Guardian – Er eflaust einhversstaðar annarsstaðar líka:

  Spurs may pay price if Arsenal conquer Europe

  Matt Scott
  Friday March 10, 2006
  The Guardian

  Arsenal were told last night that they will go directly into next season’s
  Champions League group stage if they win the European Cup in May, a Uefa
  move which may have an impact on the ambitions of their north London rivals
  Tottenham Hotspur.
  A Uefa spokesman confirmed that should Arsenal win the final in Paris they,
  like Liverpool this season, would be permitted to defend the title, but next
  season the Gunners would not have to start in the qualifying rounds.

  Such a move would be at the expense of the team finishing fourth in the
  Premiership, who would go directly into the Uefa Cup. Spurs currently occupy
  fourth place, five points clear of Arsenal with 10 games left. Last season
  Liverpool entered the qualifying stages in addition to Everton, who had
  finished fourth.
  A Uefa spokesman said: “We changed the rules last summer after Liverpool won
  the Champions League. So if Arsenal won the Champions League they would go
  directly into the group stages next season. The fourth-placed English team
  would, instead, go into the Uefa Cup.”

  Arsène Wenger believes better protection from referees has been the key
  factor in Arsenal’s success in the Champions League in contrast with their
  indifferent domestic form.

  The Arsenal manager feels that in the Premiership his team have been bullied
  out of matches by inferior opposition. Having beaten Real Madrid with a
  committed display which he said had shown “style and dignity”, he now hopes
  officials will help encourage those qualities in English football.

  “We haven’t always been able to stand up to the physical approach that
  people have imposed on us,” said Wenger. “In Europe there are things that
  referees will not allow that are let go in the Premiership.”

 7. Þyrftir ekki heimildir kæri Nonni ef þú fylgdist eitthvað með boltanum. Þetta var ákveðið þegar Liverpool var sett í CL fyrir þetta tímabil. Það giltu aðrar reglur hjá FA þegar þitt ástkæra lið var í svipaðri stöðu, en UEFA ákvað sem betur fer að skýra reglurnar og hafa þetta á hreinu.

  Að sjálfsögðu á Arsenal að fá sitt sæti ef þeir gera hið ótrúlega og fara að gera einhverja hluti í Evrópu í fyrsta skipti. Evrópukeppni er ekkert án Evrópumeistaranna.

 8. Ég greinilega fylgist ekki nógu mikið með þessu 🙂

  Reglurnar eru auðvitað þvæla, ef lið kemst ekki í gegnum ‘undankeppnina’ (deildina í sínu heimalandi), þá á það lið ekkert skilið að komast í keppnina að ári, sama hvort þeir vinni hana eður ei.

  Liverpool-mönnum tókst það þó með því að væla og reglunum hefur greinilega verið breytt núna, þökk sé þeim. Það kom svo bersýnilega í raun að þeir áttu ekkert erindi í þessa keppni og duttu sannfærandi úr leik í 16-liða úrslitum, riðillinn sem Chelsea og Liverpool voru í var auðvitað djók.

  Þið eigið eflaust eftir að kvarta eitthvað yfir þessum ummælum mínum, en það er nú bara svo að EF þessi staða kemur upp, þá er liðinu í 4. sæti refsað fyrir árangur annars liðs. Það er engin sanngirni. En maður verður víst að beygja sig undir þetta.

 9. Þú vilt sem sagt meina að Everton hafi átt meira erindi í keppnina þetta árið? Plís, þvílíkt bull að liðið í fjórða sæti eigi meira skilið að taka þátt í meistaradeildinni heldur en liðið sem vinnur hana. Hvort ætli sé erfiðara? Þér finnst svo væntanlega riðillinn sem Liverpool og Chelsea var í vera djók af því að hinn Guðlegi réttur Chelsea til að vinna allt sem hægt er að vinna var ekki virtur? :rolleyes:

 10. Everton átti náttúrulega erfiðan leik gegn Villareal og voru mjög óheppnir með að fá þá.

  En þeir áttu það skilið að komast í CL vegna þess að þeir náðu 4. sæti í deildinni. Flóknara er það bara ekki. Hvort þeir hafi síðan átt erindi er síðan allt annað mál. Villareal er allavega komið í 8-liða úrslit núna svo eitthvað geta þeir.

  Riðillinn hjá Chelsea og Liverpool var djók. Anderlecht? Hlægilegt. Betis? Ekki jafn hlægilegt, en næstum því. Fallbarátta á Spáni? Chelsea vann ekki riðilinn, 2 hundleiðinlegir leikir gegn Liverpool að vanda, tap gegn Betis var auðvitað ömurleg frammistaða (viðurkenni það fúslega) en þeir komust samt auðveldlega upp, og það er það sem telur.

 11. Og Everton héldu síðan áfram og brilleruðu í UEFA keppninni eftir óheppnina með Villareal? :laugh: Sorrý, en það varst þú sem fórst að tala um hvaða lið “ættu erindi” í keppnina og fannst augljóslega að Liverpool hefðu ekkert erindi átt eftir að hafa fallið út í 16 liða úrslitum.

 12. Eins og hefur komið fram svo oft áður þá var það bara slys að Everton skuli hafa lent í 4. sæti á síðasta tímabili.

 13. Eru menn ekki komir út fyrir efnið í ummæunum, hvort að Everton hafi átt skilið að vera í evrópukeppninni. Það er leikur í kvöld og ég tel að hann skipti meira máli. Og ég er sammála Hjalta stíflan brestur í kvöld. En bara ekko rétta stíflan, einhvern veginn gæti ég trúað að Fulham vinni sinn fyrsta og eina sigur á útivelli í vetur. Einhver svona Wimbeldon fílingur í mér fyrir þenna leik.

 14. Það er nákvæmlega ekkert sem segir mér að við munum vinna þennan leik í kvöld. Þetta er steindautt 0-0 jafntefli þar sem Heiðar verður okkur massa erfiður.

  Crouch klikkar á skallafæri, Fowler skorar mark sem dæmt er af vegna rangstöðu og Warnock fær rautt spjald fyrir að sparka tennurnar út úr Brian McBride.

  Málið er dautt… DJÖFULSINS.

  Vona að þetta sé allt rugl.

 15. Hvaða hvaða Aggi..ekki þessa súper svartsýni! :tongue:

  Þetta fer 4-1. Fowler með tvö, Crouch eitt, Carragher eitt og Heiðar eitt! 😉

  Hvað ætli ég fengi peninginn minn margfalt til baka ef ég myndi veðja á þetta og þetta yrði niðurstaðan? 🙂

 16. Um hvað ertu að tala Kiddi?

  Ég sagði að Everton hefði átt skilið að komast í CL einfaldlega vegna þess að þeir náðu 4. sæti í deildinni. Hitt má svo alltaf deila um.

 17. “Það kom svo bersýnilega í raun að þeir áttu ekkert erindi í þessa keppni og duttu sannfærandi úr leik í 16-liða úrslitum, riðillinn sem Chelsea og Liverpool voru í var auðvitað djók.”

  Þarna ertu að segja að Liverpool hafi ekki átt erindi í CL vegna frammistöðu sinnar í keppninni. Ekki satt?

 18. Ég var að segja að Liverpool átti ekki skilið að vera í CL einfaldlega vegna þess að þeir náðu ekki top 4 í sinni deild. Með þessu kommenti var ég bara að segja að réttlætinu hefði verið fullnægt.

 19. En Nonni. Það stendur í reglunum hjá UEFA að liðið sem vinnur CL fær fast sæti í keppninni að ári þannig að þetta var bara rétt ákvörðun 🙂

 20. Liðið komið…

  Nando og Fowler leiða sóknina…

  Reina.
  Finnan, Carra, Agger, Traoré
  Garcia, Gerrard, Hamann, Kewell
  Morientes, Fowler.

  Líst ágætlega á þetta, Fowler skorar löglegt mark, alveg á hreinu, hvort það verði dæmt löglegt eða ekki er svo annað mál. Hef sammt sterka tilfinningu um að það telji í kvöld.

Lýsingin á Enska Boltanum

Aurelio á leiðinni í sumar?