Liðið gegn Arsenal komið

Jæja. Ég veit eiginlega ekkert hvernig ég á að stilla þessum 11 mönnum upp. Ætli þetta sé ekki svona:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Warnock

Kromkamp – Hamann – Alonso – Gerrard

Garcia – Crouch

Gæti líka verið 5 manna miðja með Garcia á vinstri kantinum. Þetta er allavegana ekki sóknaruppstilling, en þessir sóknarmenn okkar eru ekki beinlínis líklegir til afreka, þannig að það er alveg jafgott að hafa bara einn þeirra þarna inná.

Á bekknum: Dudek, Kewell, Fowler, Morientes, Traore.

Cisse er ekki einu sinni á bekknum! Vill einhver veðja við mig 30.000 krónum að hann verði ekki seldur í sumar?

3 Comments

  1. Sælir skrifa þetta í hálfleik þannig að endilega takið þessu með fyrirvara. Charlton var að leggja M´boro Darren Bent fékk 2 færi og setti 2. Eins og margoft hefur komið fram þá þarf l´pool á svona manni að halda. 😡

Gerrard vill fá Owen tilbaka.

Arsenal – Liverpool 2-1