Momo æfir, Carson lánaður & annað …

Jæja, nokkrar fréttir af liðinu okkar í dag og tvær greinar sem er vert að líta á:

Momo Sissoko er byrjaður að æfa á Melwood á nýjan leik og Rafa segist jafnvel vonast til að hann geti spilað aftur áður en marsmánuður er úti. Það yrði frábært ef af því yrði. Í sömu frétt segist Rafa einnig vonast til að Sami Hyypiä komi inní liðið fyrir leikinn á sunnudag gegn Arsenal, en að John Arne Riise sé meiddur og verði frá í 2-3 vikur. Þannig að þeir ykkar sem hafið ofnæmi fyrir Traoré og/eða Warnock skuluð bólusetja ykkur fyrir leikinn á sunnudaginn.

Þá hefur markvörðurinn ungi, Scott Carson farið á láni til Sheffield Wednesday í einn mánuð. Þeir eru í vandræðum með meiðsli hjá markvörðum sínum og því gæti Carson fengið að spila 3-5 leiki fyrir þá á þessu tímabili, sem væri ekki slæmt.

Að lokum þá las ég tvær góðar greinar í dag sem mig langar til að mæla með:
**Paul Tomkins:** Champions League Exit – The Inquest. Tomkins er besti pistlahöfundurinn á netinu í dag og þessi grein, sem fjallar m.a. um framherjana, er greinargóð og vel ígrunduð.
**Arsenal.com:** Emanuel Adebayor vs. Peter Crouch. Greinin sjálf er ekkert spes, fjallar bara um það hvernig báðir leikmennirnir hafa gengið til liðs við liðin sín á undanförnum misserum, en *þið verðið að skoða tölfræðina á botninum*. Til dæmis, þá hefur Crouch skorað 4 mörk í 24 leikjum í deildinni fyrir Liverpool, en Adebayor hefur þegar skorað 2 mörk í 5 leikjum síðan hann gekk til liðs við Arsenal í janúar. Þá er Adebayor ekki með neinar stoðsendingar ennþá en það kom mér á óvart að sjá að Crouch er bara með tvær sér til tekna. Tvær stoðsendingar?!?!? Þessi tölfræði lítur ekki vel út fyrir Crouch, hann *verður* að bæta sig ef hann ætlar að vera framtíðarmaður í liði Liverpool.

Jæja, nóg í bili.

4 Comments

  1. Mér þætti nú reyndar fróðlegt að sjá hversu mörg prósent af mörkum Liverpool þessar 2 stoðsendingar og 4 mörk telja hjá Crouch … og síðan sjá samanburð við Adebayor. Fróðlegast væri reyndar að bera þá saman í lok leiktíðar. Mín skoðun.

  2. OK, eg skil ekki af hverju liverpool tarf ad hafa framherja sem “leggur upp fyrir felaga sina” tegar Xabi Alonso, Steven Gerrard, Luis Garcia og Harry Kewell gaetu allir verid inni a vellinum i einu til tess ad leggja upp fyrir tessa “felaga”.

    Ta tarf framherja sem skorar, med tessa frabaeru leikmenn a midjunni.

    Siggi

  3. Ég held að við ættum að festa kaup á Lua Lua.
    Hvernig hljómar það í ykkar eyrum? Fáum hann fyrir lítinn pening.

Þetta er hafið!

Arsenal á morgun!