Þetta er hafið!

[SkySports eru að linka okkur við Luisao](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=369914&CPID=8&clid=&lid=2&title=Reds+ponder+Luisao+move), varnarmann Benfica, sem stóð sig stórvel gegn okkur í báðum leikjunum. Rick Parry segir að miðvörður sé ekki lengur vandamál með tilkomu Agger og Paletta. Hins vegar neitar hann að útiloka tilboð aftur í Simao.

“The goal was ironic for us because the player was close to signing for us and now he knocked us out with his goal. It is not discarded to speak with Benfica at the end of the season.”

Nákvæmlega það sem ég hugsaði þegar Simao skoraði markið.

Þegar Rafa er spurður út í hvor nokkrir leikmenn félagsins séu að [spila fyrir framtíð sinni](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=369799&CPID=8&clid=&lid=2&title=Rafa:+No+pressure+on+players) segir hann einfaldlega:

“The players want to finish second and win the FA Cup. If it’s possible, it’s not a problem. If you finish your career here or not, you’re trying to do your best for the club and the best for the supporters.”

Ég held að þetta verði svona þangað til næsta tímabil hefst þ.e. hvaða leikmenn koma og hvaða leikmenn fara. Við verðum linkaðir við alla leikmenn í heiminum og Rafa er annað hvort áfram eða ekki. Getur verið skemmtilegur tími en líka pirrandi ef engir leikmenn koma (sbr. síðasta sumar). Ég vona að Real M. semji við þjálfara hið fyrsta og þá er sú hugmynd út úr myndinni að Rafa fari þangað.

Ein athugasemd

  1. Já, það er vissulega hafið. Ég myndi ekki búast við því að við kaupum Luisao í sumar, einfaldlega af því að eins og Parry segir höfum við nýlega keypt tvo miðverði, þá Agger og Palletta, og Luisao verður ekki ódýr eftir frammistöðuna gegn okkur. Peningunum er hreinlega betur varið í aðrar stöður í sumar, þótt það væri vissulega gaman að fá svona gæðamann til okkar.

    Simao Sabrosa hins vegar væri ég ekki hissa á að sjá koma til okkar. Hann sýndi okkur á miðvikudag nákvæmlega hvað við værum að kaupa, og ég efa það ekki að Rafa er að íhuga alvarlega að reyna einu sinni enn eftir þennan leik.

    Svo las ég á reyndar óáreiðanlegum miðli að við séum að fara að fá brasilíska bakvörðinn **Fabio Aurelio** frá Valencia í sumar, frítt, þar sem hann sé samningslaus í júlí. Kannski við heyrum frekari fréttir af því á næstunni.

    En þetta er vissulega *byrjað* eins og ég spáði í gær …

Rafa “heimtar” pening til leikmannakaupa!

Momo æfir, Carson lánaður & annað …