Byrjunarliðið er komið!

Haldið ykkur fast, því byrjunarliðið í kvöld er vægast sagt athyglisvert. Og með athyglisvert, þá meina ég annað hvort stórleikur hjá Rafa eða ótrúleg mistök. Fyrst, þá er Sami Hyypiä ekki búinn að ná sér að fullu af meiðslum helgarinnar og verður því á bekknum. Við því er ekkert að gera, en svo eru Robbie Fowler og Didi Hamann settir á bekkinn. Þá er Johnny Riise greinilega meiddur því hann er ekki einu sinni í hópnum.

Liðið er svona skipað:

Reina

Finnan – Carragher – Traoré – Warnock

García – Gerrard – Alonso – Kewell

Morientes – Crouch

**BEKKUR:** Dudek, Hyypiä, Barragan, Hamann, Anderson, Cisse og Fowler.

Já þið lásuð rétt … unglingarnir Antonio Barragan og Paul Anderson eru á bekknum, ásamt þeim Djibril Cissé og Robbie Fowler sem víkja fyrir Fernando Morientes. Það er eins gott að sá spænski spili nú almennilega og réttlæti veru sína í liðinu!

Annars leggst kvöldið vel í mig, sama hverjir eru að spila fyrir okkur þá býst ég við hröðum og skemmtilegum leik. Þetta verður r-r-r-r-rrrosaaleggt!!!!!

**ÁFRAM LIVERPOOL! YNWA!!!**

9 Comments

 1. Varnarlega séð þá er þetta það besta sem við getum teflt fram. Miðjan er góð en spurningamerkið er framlínan.

  Andersson & Barragan eru þarna á bekknum vegna þess einfaldlega að við höfum ekki neina aðra til þess (nema aðra unga stráka).

 2. Shitt traoré í miðverðinum.. held að það verði okkur að falli….. en við vonum og vonum… ég er sáttur með miðjuna og jú sóknina baralíka…

  Afram Liverpool… 3-1 fyrir okkur er spáin mín… lendum 1núll undir eftir 15 mín en jöfnum á svona 42 mín það verður engin annar er Luis García… síðan verður Fovler og Cisse skipt inn á á 56 og 63 mín fyrir Morientes og Crouch og Fowler skorar efitr sendingu frá Cisse…. á 70 mín… og svo á 84 mín skorar Harry nokkur kewell 🙂

 3. Ég segi nú bara tilbaka að það er eins gott að Crouch standi sig 🙂 og ég hef fulla trú á að þeir nái að gera góða hluti, ef ekki í kvöld á svona kveldi að þá gerist það einfaldlega ekki 🙁

 4. andskotans.. nú er hálf-leikur…… og ekki alveg eins og ég spáði…. en vona að þetta endi samt eins og ég spáði…. en hvað á maður að gera við mann eins og croch..´má bara ekki gefa veiðileifi á hann… maður á að nýta svona færi…

  ég er ekki sáttur… út með hann og inn með cisse núna.. strax

 5. Úff, 0-1 undir í hálfleik. Þessi fyrri hálfleikur minnir mig í rauninni alveg skuggalega mikið á fyrri hálfleikinn gegn Olympiakos, fyrir 15 mánuðum síðan. Vonandi mun seinni hálfleikurinn minna mig jafn mikið á Olympiakos-leikinn.

  Það veltur rosalega mikið á því núna að við skorum mark strax á fyrstu 10-15 mínútum seinni hálfleiks. Rosalega mikið.

  Ég er með hnút í maganum …

 6. jæja nú er ég hættur að horfa á þennan leik.. þetta lið ætti að hætta að spila fótbolta…. þeir einfatlega geta bara ekki neitt….

 7. jæja nú er ég hættur að horfa á þennan leik.. þetta lið ætti að hætta að spila fótbolta…. þeir einfatlega geta bara ekki neitt….

  og svo má real madrit taka þenna framkvæmda sjóra til sín í sumar… að skipta manni útaf sem er búinn að vera ógnandi og setja þennan helvítis trúð í staðin (cisse)

 8. 😡 Því miður er nú allt sem ég hefi sagt um liðið “okkar” stjórann, leikmannakaup og getu framherja Rafa Benites komið fram. Nú er maður bara farinn að vona að liðið og stjórinn verði manni ekki meira til skammar í vetur. Er hér með hættur að horfa á fótbolta þar til HM byrjar í sumar. Þetta er ekki mönnum bjóðandi það er á hreinu. 😡 😡 😡 😡

Leikdagur og spennan magnast …

L’pool 0 – Benfica 2