Beattie betri en Morientes?

Stundum er hlátur bara besta meðalið, og með það í huga finnst mér eðlilegt að við Púllararnir látum okkur líða betur í þessu skítaveðri sem blæs yfir landið núna með ótrúlega fyndinni hugleiðingu: Er James Beattie ekki bara betri framherji en Fernando Morientes???

Téð grein er frá Everton-vefsíðu, þar sem einn dyggur stuðningsmaður blárra veltir þessu fyrir sér. Og hann kemst að eftirfarandi niðurstöðu:

>- Beattie requires around 40 fewer minutes to score, a gap which could have been even wider had his perfectly legal goal stood against Liverpool last week.

>- Beattie has managed to play 369 more minutes this season.

>- Beattie is playing for a side that is unable to provide him with as many scoring opportunities at this point in time. This would, in theory, lead us to assume that Beattie has scored more from fewer chances. Speculative, I know, but not beyond the realms of logic.

>- Beattie is nearly 2 years younger than Morientes.

>So in conclusion, we have a younger player who is scoring more frequently than Morientes.

Virkar augljóst, ekki satt? James Beattie bara *hlýtur* að vera betri framherji en Fernando Morientes. Ekki satt? Eigum við kannski að skoða dæmið aðeins nánar, og fara yfir hluti sem þessi blessaði Everton-aðdáandi **gleymdi** bara að minnast á?

1. Fernando Morientes hefur skorað **3 mörk í 9 leikjum** fyrir Liverpool í Meistaradeild Evrópu í vetur, og **1 mark í einum leik** fyrir spænska landsliðið. Á sama tíma og þessir leikir hafa verið spilaðir hefur James Beattie, ásamt Everton-liðinu öllu og restinni af þeim leikmönnum botnliðanna sem ekki komast í landsliðin sín, grillað u.þ.b. átta hamborgara og sautján pylsur.

2. Fernando Morientes hefur alls skorað **17 mörk** í Evrópukeppnum á sínum ferli, þar af níu mörk með Mónakó í Meistaradeildinni tímabilið 2003/04, þar sem hann varð *markakóngur* keppninnar. James Beattie hefur ekki skorað eitt einasta mark í Evrópukeppni.

3. James Beattie hefur aldrei unnið Meistaradeild Evrópu, né nokkurn annan bikar. Fernando Morientes hefur unnið Meistaradeildina þrisvar, árin 1998, 2000 og 2002, auk þess að hafa unnið meira og minna allt annað sem hægt er að hugsa sér með Real Madríd og Liverpool.

4. Á ferli sínum hefur … Fernando Morientes: 399 leikir alls, 150 mörk alls … James Beattie: 272 leikir alls, 83 mörk alls.

5. Liðin sem Fernando Morientes hefur leikið með: Real Zaragoza, Real Madríd, Mónakó, Liverpool. Liðin sem James Beattie hefur leikið með: Blackburn, Southampton, Everton.

6. Núverandi staða: Beattie er eini alvöru framherji Everton-liðsins sem er í fallbaráttu, dottið út úr Evrópu eins og hún leggur sig og í stökustu vandræðum með að skora mörk og halda hreinu. Þeir treysta algjörlega á hann til að skora mörkin, þannig að þessi fimm mörk sem hann hefur skorað duga skammt. Morientes er einn þriggja framherja Liverpool, sem eru ríkjandi Evrópumeistarar, European Super-Cup sigurvegarar, í þriðja sæti í deildinni með tvo leiki til góða og komnir í 16-liða úrslit Evrópu. Morientes hefur skorað sjö mörk, **tveimur fleiri en Beattie**, í öllum keppnum í vetur, og alls hafa framherjarnir þrír hjá Liverpool skorað 26 mörk í vetur. Þar að auki hafa tveir miðjumenn hjá Liverpool skorað jafnmikið og/eða meira en James Beattie í vetur; þeir Luis García og Steven Gerrard.

nando_wipe.jpgÞannig að það þarf ekkert að koma mönnum á óvart þótt ég komist að niðurstöðu ólíkri þeirri sem Everton-aðdáandinn komst að. Hér er mín niðurstaða:

Fernando Morientes er leikmaður sem hefur leikið í fremstu röð í áratug, leikið og skorað haug af mörkum fyrir sitt landslið og verið fastamaður þar, unnið alla titla sem hægt er að vinna og er núna búinn að skora sjö mörk á yfirstandandi tímabili. James Beattie hefur aldrei unnið neitt, tvisvar verið í liði sem hefur fallið úr Úrvalsdeildinni, aldrei náð að spila neitt af viti fyrir landsliðið sitt og spilar sem stendur í liði sem er tæpum tuttugu stigum fyrir neðan lið Morientes í deildinni. Hann hefur skorað fimm mörk, tveimur færri en Morientes.

Niðurstaða: MORIENTES er miklu, miklu, *miklu* betri leikmaður!

Og hugsið ykkur, við erum að bera saman Nando, sem hefur ekki enn náð að sanna sig fyllilega fyrir Liverpool, og besta framherja Everton. Eigum við að bera saman Peter Crouch og James Beattie í vetur? Eigum við að bera saman Djibril Cissé og James Beattie í vetur? Segir það ekki allt sem segja þarf um Everton-aðdáendur þessa dagana að þeir þurfa að velja þann framherja hjá okkur sem hefur skorað minnst, átt fæstar stoðsendingar og vakið minnsta hrifningu, til að bera saman við hetjuna sína … og að okkar “lakasti” framherji er *samt* betri en þeirra mesta hetja?

Í næstu viku: **Er David Weir betri en Jamie Carragher?**
Í þar-næstu viku: **Er Tim Cahill betri en Steven Gerrard? Er Mikel Arteta betri en Xabi Alonso?**
Í þar-þar-næstu viku: **Er David Moyes betri en Rafael Benítez?** 😀

Segið svo að Everton-menn geti ekki glatt okkur … 😉

14 Comments

  1. hehe..góður!

    Maður skynjar biturleika og öfundsýki í þessum punktum en eitthvað verða þeir að gera, ekki eru þeir (ljós)bláu að “meika það” þessa dagana :biggrin:

  2. Þetta kallar maður gúrkustund…… Að nenna að eyða púðri í svona vitleysu er mér óskiljanlegt, samanburður á þessum liðum á ekki að eiga sér stað enda EKKERT til að bera saman.

  3. Tilhvers að velta sér uppúr svona tilgnangslausri umfjöllun bitra Everton áhangenda? Það er nú ekki mikið sem að þeir geta borið saman, so why take away their reason to live?

  4. Það þurfti í rauninni ekki að skrifa ofangreinda grein, því hver sá sem hefur vit á knattspyrnu veit staðreynd málsins. En það er ágætt að fá blóðið aðeins af stað áður en Benitez kaupir í janúar 🙂

  5. Talandi um kaup þá hefur Laurent Robert gengið til liðs við Benfica og er það talið ýta undir að Simao komi :biggrin: EN Man.Utd er komið í barráttunna líka og Mourinho gaf það út líka að Benfica gæti slegið Liverpool út, ég segi bara eins og Gummi Steingríms, það er allt að gerast 🙂

  6. Auðvitað er algjör óþarfi að ræða þetta hér í einhverri grein. Auðvitað vita allir heilvita knattspyrnuáhugamenn hvor þeirra er betri. Auðvitað stenst James Beattie engan samanburð við Fernando Morientes.

    **Hins vegar …** þá fannst mér þetta bara of gott tækifæri til að jarða Everton-mann að ég gat ekki sleppt því. Hann gaf höggstað á sér með þessari grein (sem er, þótt skringilegt virðist, skrifuð í skjóli nafnleysis) og ég bara varð að svara. Uppá grínið. :laugh:

  7. Ég skil ekki þessa umræðu og sannar það enn betur hversu Everton aðdáendur eru virkilega heimskir. Ég mundi aldrei líkja saman Porsche og Trabant og reyna að finna kosti við Trabantinn.

  8. Á maður eitthvað að lesa í það að Lauren Robert sé farinn til Benfica? Gæti það eitthvað haft með það að gera að Simao sé á leiðinni til okkar :rolleyes:

  9. Bendi í ganni á þetta sem hinn frábæri Paul Tomkins skrifaði á official síðuna:

    “Unless you are on the staff, it’s also impossible to assess the influence such players have on the training ground, and in the dressing room. Are you telling me that Crouch, Cisse and Sinama-Pongolle are not learning from Morientes on a daily basis? Crouch certainly has a better mentor in Morientes than he did in James Beattie at Southampton.”

    Góður punktur frá tveim hliðum, Morientes er miklu betri en Beattie, og við þekkjum ekki leikmennina og áhrif þeirra innan sem utan vallar, það skiptir líka máli þegar kemur að liðsvalið og öðru….

  10. snilld. Bíð spenntur í næstu og þar-næstu og þar-þar næstu viku..

Paul Anderson semur við Liverpool

Benfica