Rafa tjáir sig um Kromkamp og Josemi

Rafa hefur staðfest [skiptidílinn á milli Villareal og Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150984051230-1056.htm).

Hann segir m.a.

>”Josemi is a right full-back who has had problems speaking English, Kromkamp is a right full-back whose had problems with Spanish.”

>”He is an offensive full-back who likes to get forward and is very strong in attack. He can operate as a full-back in a line of four or as a wing-back in a line of five. He’s a good player but I’d rather not talk too much about him until the deal is finalised.

>”As both players have discovered, it is difficult to play in an other country. Josemi has tried to learn English and he’s improved a lot but for him and his family it has been hard. Kromkamp has suffered the same in Spain. He speaks English but at Villarreal almost everyone speaks Spanish so it was not an ideal situation for him.

>”I have been talking with Josemi and we think it is a good idea for him to return to Spain. Sevilla were interested but now Villarreal have come in for him and this dealseems right for all parties.”

Semsagt, við erum að skipta á leikmönnum útaf tungumálaerfiðleikum(!)

Við hérna á Liverpool blogginu höfum varið Josemi gegn ansi óvæginni gagnrýni, sem hann fékk á sig á tímabili. Við héldum því aldrei fram að hann væri að leika vel fyrir Liverpool, en gagnrýnin sem Josemi fékk var samt komin út fyrir öll eðlileg mörk.

Það var alveg ljóst að honum gekk ekki að aðlaga sig að Englandi og enska boltanum, en ég er sannfærður um að hann eigi eftir að standa sig vel á Spáni og við vonum svo sannarlega að hann nái sér á strik þar.

Það verður hins vegar spennandi að sjá hvort að Kromkamp (hvað ætliði að gera í þessu nafni?) nái sér á strik hjá okkur.


Já, og því miður þá mun Fernando Morientes missa af leikjunum um áramótin, þar sem [hann er meiddur](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150983051230-1015.htm). Þannig að Crouch og Cisse fá að spreyta sig áfram og einnig væri gaman að sjá Sinama Pongolle fá að spreyta sig, t.d. í leiknum á morgun gegn W.B.A.


Einnig er athyglisvert að Benitez tjáir sig opinberlega í Echo [um tvo leikmenn](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16532874%26method=full%26siteid=50061%26headline=ruthless%2dbenitez%2ds%2dthirst%2dfor%2dgoals-name_page.html), Coloccini og Cesar. Hann segir:

>”We’ve looked at Coloccini and Cesar from Deportivo and we’re close to making something happen. We will have to wait and see.

>”There are 24 games minimum left, and hopefully around 34. We still need a lot of players for this and still need more balance in the squad.”

Fróðlegt. Hann tjáir sig samt ekkert um hægri kantinn. Það er spurning hvort eitthvað verði gert í þeim málum víst að Simao er ekki líklegur til að koma (að mínu mati) og Gerrard hefur verið að leika frábærlega á kantinum. Og svo erum við náttúrulega með manninn, sem sló Joaquin útúr spænska landsliðinu, Luis Garcia.

7 Comments

  1. >Kromkamp has played in the Champions League this season, and will be remembered in Manchester for the incident when United defender Gabriel Heinze was injured playing in a group match earlier this season.

    Ég er strax orðinn hrifinn af kauða… 🙂 Gríningur.

  2. Ég vill fyrir mitt leyti vona að Josemi fái að koma inná á morgun gegn W.B.A. á Anfield. Hann var fyrstu kaup Rafa og um tíma leit út fyrir að hann væri kominn til að vera í hægri bakverði. Það gerðist þó aldrei og meiðsli komu í veg fyrir að hann gæti þrýst almennilega á Steve Finnan í baráttunni um þá stöðu.

    Finnst alltaf gott að sjá leikmenn fá góða kveðju frá The Kop, og þótt Josemi sé nú kannski ekki dáðasti leikmaður liðsins í dag efast ég ekki um að hann myndi fá gott klapp ef hann kæmi inná á morgun.

    Annars veit ég ekki með hægri kantstöðuna. Við vitum að Rafa ætlar að taka Christian Bolanos, hægri kantmann Deportivo Saprissa, til reynslu í janúar (hann er 21s árs) og svo vitum við að Simao kemur væntanlega fyrr en síðar, og þá líklegast í sumar. Er ekki spurning hvort Rafa bíður með kaup á vængmanni í ljósi þess hve vel Gerrard gengur að spila þar, og svo eigum við jú líka Luis García í stöðuna? Ég er allavega ekki jafn desperate lengur að fá hægri kantmann og ég var.

    Kromkamp verður hægri bakvörður janúargluggans og svo er bara spurning hvaða miðvörð við fáum. Er það ekki fínt?

  3. Jú, Kristján og svo bætist Kromkamp við sem möguleiki á hægri kantinn, en hann lék mestallan tímann í Hollandi sem hægri kantmaður.

  4. (Biðst fyrirfram afsökunar ef svona málvöndunarpóstar fara fyrir brjóstið á einhverjum)

    “… í þeim málum víst að Simao er ekki …” fyrst en ekki víst. Ekki í vísta skipti sem ég sé þessa villu :biggrin:


    Annars merkilegt að sjá Rafa tjá sig um leikmenn sem eru ekki orðnir Liverpool menn, hann hefur verið harður á því að segja ekkert fyrr en allir samningar eru frágengnir (eða málið löngu dautt eins og með Owen).

    Vont að Kromkamp (þurfti bara að scrolla upp tvisvar til að gá hvort ég væri að skrifa nafnið rétt) hefur spilað í meistaradeildinni í ár, ætli það sé þá ekki annar mögulegur hægri bak að koma í hópinn?

  5. Það er ekkert að biðjast afsökunar. Ég er einnig búinn að rekast á þetta alloft og þ.á.m. á fleiri bloggsíðum.

    Þrátt fyrir einstaka stafsetningarvillur hér og þar, þá er ég á því að þeir sem tjá sig á þessari síðu, stjórnendur og lesendur, eru almennt betri í stafsetningu miðað við aðrar bloggsíður.

    Gras.is er t.d. síða sem ekki er hægt að lesa, vegna bæði stafsetningu og sérstaks málþroska þeirra sem kjósa að tjá sig þar.

    Takk fyrir góða síðu!!! (vona að það sé ekki of mikið af villum í mínum teksta) 🙂

  6. Við skulum bara kalla þennan Hollending Jan. Það er mun þægilegra en Krumpfrump eða hvað hann nú heitir eiginlega :laugh:

Hvað fáum við fyrir Josemi? (uppfært: Við fáum Kromkamp)

W.B.A. á morgun!