Le Cisse

cisse43.jpgÉg nennti ekki að fjalla um það í morgun, en á einhverjum spjallborðum, t.d. YNWA er verið að vitna í grein í einu slúðurblaðanna í morgun, þar sem sagt er frá því að bróðir Djibril Cisse segi að það séu 90% líkur á að hann fari til Marseille í janúar.

Eitthvað eru þeir bræður þó ósammála um þetta því að Djibril lætur birta við sig einkaviðtal á LFC.tv þar sem hann tilkynnir:

[This is my Club and I’m here to stay](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150987051230-1420.htm).

Djibril (eða Lord of the Manor of Frodsham einsog ég kýs að kalla hann) segist ekki einu sinni tala við þennan bróður sinn!

Ef þetta er ekki nógu skýrt fyrir slúðurblöðin, þá er ekki úr vegi að vitna í annað vitað á LFC.tv þar sem að Rafa Benitez segir:

[Cisse is not for sale](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150986051230-1134.htm).

Getum við þá hætt þessu rugli og leyft Djibril að sanna sig. Hann á enn eftir að sannfæra mig almennilega, en núna hefur hann gott tækifæri þar sem Morientes er meiddur.

En allavegana, gefum Djibril orðið:

>”There is no truth whatsoever in this story and I am really annoyed with my brother, who I have no contact with, for this. I cannot emphasise strongly enough how happy I am here at Liverpool.

>”This is my club. I waited a long time to come here and I’m here to stay. The fans are amazing, my team-mates and manager are amazing, and it’s just a fantastic club.

>”I have had no contact with Marseille and the ongoing speculation about my future is boring. It has caused me a lot of problems but I won’t let if affect me. My mind is focused only on doing my best for Liverpool. We have some tough games coming up and I am fully concentrated on them.

>”To score in the derby was a special moment for me and one I will never forget. My confidence is high and I just want to continue playing well and scoring goals for this club. There is so much to look forward to here. We have a great team and we have a lot to play for in the second half of the season.”

Rafa segir um málið:

>”They (Marseille) are always talking but they don’t talk with us. There is no news and we don’t want to sell Djib.

>”He is a very important player for us who has shown the kind of attitude I like in players. He’s a good finisher and against Everton I knew his pace would give us options.”

Athyglisverð seinni tilvitnunin þar sem að Rafa hrósar viðhorfi Djibril sérstaklega. Spurning hvort eitthvað hafi breyst eftir ruglið í kringum Man City leikinn. Það er vonandi.

En Djibril er allavegana ekki að fara neitt. Við verðum því að gera okkur að góðu miðvarðaslúður í janúar en Rafa segist hafa [4-5 nöfn í huga](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=349031&cpid=8&CLID=&lid=3&title=Benitez+has+names+on+hit-list&channel=premiership). 🙂

2 Comments

 1. Kemur mér ekki mikið að óvart að Rafa tali núna jáhvætt um viðhorf Cisse, hann var allt annar í Everton leiknum heldur enn maður hefur séð hann. Hann var að reyna að loka svæðum og vinna smá varnarvinnu, tók sérstaklega eftir þessu þar sem þetta er eitthvað sem Rafa er að reyna að koma inn í sóknarlínu okkar og Nando og Crouch hafa verið að gera þetta mjög vel enn því miður hefur Cisse ekki alveg verið inn á þessari línu. Svo vonandi er það eitthvað að breytast hjá honum og hann er betur farinn að átta sig á sínu hlutverki innan liðsins og þeirri hugmyndarfræði sem Rafa hefur innleitt í okkar sóknarleik. Gott mál ef hann er að bæta sig og aðlagast leikskipulagi liðsinns.

 2. Sko, þessi umræða er orðin svolítið fáránleg. Ef Cissé á slæman leik, eins og t.d. gegn Man City, þá er hann pottþétt á förum, en ef hann á góðan leik og/eða skorar eins og gegn Everton, þá verður hann hér að eilífu.

  Sögðum við ekki alltaf það sama um Milan Baros fyrir ári síðan? Stundum var hann ómissandi, og stundum sá maður af hverju hann varð að fara helst strax í gær. Á endanum er það Rafa sem tekur ákvarðanirnar og enginn annar. Ef hann ákveður að láta Cissé fara í janúar, þá verður það bara svo, en það er mjög ólíklegt á þessum tímapunkti. Veit samt ekkert með næsta sumar.

  Hitt skal hins vegar tekið fram að þessi drulluklúbbur þarna, Marseille, og trúðurinn sem er forseti þess félags, **Pape Diouf**, þetta eru hálfvitar ársins. Þeir eru bókstaflega að reyna að gera leikmanninn órólegan með því að vera sífellt að blaðra í blöðunum og tala um hann:

  “Við vonum að Cissé skori ekkert og missi sæti sitt í liði Liverpool. Þá munu þeir vilja selja hann til okkar.”

  “Cissé elskar Marseille og vill koma hingað.” (hann játaði það í fjölmiðlum sem ungur maður að hann hefði haldið með Marseille í æsku)

  “Við bíðum eftir að fá Cissé *heim*”

  Þetta er náttúrulega óþolandi. Óþolandi! Sem betur fer virðist Cissé vera nógu skynsamur til að sjá hvað er í gangi, og það gleður mig mjög að hann er meira að segja til í að skamma bróður sinn fyrir að taka þátt í slúðrinu.

  Vonandi skorar hann þrennu í dag gegn W.B.A. og málið er dautt.

W.B.A. á morgun!

Kromkamp búinn semja