Hvað fáum við fyrir Josemi? (uppfært: Við fáum Kromkamp)

**Uppfært (EÖE)** BBC hafa [tilkynnt að Liverpool og Villareal](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4568024.stm) hafi komist að samkomulagi um skipti á Josemi og hollenska landsliðsmanninum Jan Kromkamp.

Villareal hafa gefið út yfirlýsingu:

>”We have reached an agreement with Liverpool for the transfer of Jan Kromkamp and the arrival of Josemi.

>”The agreement is between the clubs and must be agreed by both players.”

Án þess að ég viti mikið um Kromkamp þá virðist þetta meika FULLKOMIÐ sense fyrir bæði lið. Villareal fá Josemi, bakvörð sem spilaði virkilega vel í spænsku deildinni en náði sér aldrei á strik fyrir Liverpool. Við fáum í staðinn hollenskan landsliðsbakvörð, sem er eflaust líklegri til að ná árangri hjá Liverpool en Josemi vinur okkar. Samkvæmt BBC hefur Kromkamp leikið 8 landsleiki fyrir Holland. Gott mál!

Ég held þó örugglega að Kromkamp hafi spilað með Villareal í Meistaradeildinni og geti því ekki spilað með okkur þar.

En það er oft magnað hvað hlutirnir gerast hratt. Við lifum í mánuði með slúður um suma leikmenn, en svo ná sum kaup að ganga nær algjörlega í gegn án þess að fjölmiðlar hafi nokkra hugmynd um. Hvað ætli sé meira í gangi? 🙂


_41167070_kromkamp_203x152.jpg*Upphaflega færslan*: Það er ansi erfitt að gera sér grein fyrir því hvað er að gerast í kringum mál Josemi hjá Liverpool.

Einsog flestir vita, þá hefur Josemi verið orðaður sterklega við Sevilla á Spáni. Það er allt gott og vel. Josemi er fínn leikmaður, sem hefur ekki fundið sig nógu vel hjá Liverpool og því eðlilegt að hann fari aftur til Spánar. En Rafa Benitez er ekki fábjáni og því fer hann ekki inní janúarmánuð með bara einn hægri bakvörð.

Það er þá spurning ef að Josemi fer, hver kemur í staðinn. Um þetta virðast menn ekki vera sammála.

Sky hafa [eftir spænskum fjölmiðlum](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=348836&CPID=8&clid=&channel=skysports_home_page) að Liverpool séu að íhuga að skipta á Villareal um bakverði. Villareal fái Josemi, en við á móti hollenska bakvörðinn Jan Kromkamp. Hann er 25 ára og hefur leikið 2 landsleiki fyrir Holland, en hefur ekki átt fast sæti í liði Villareal.

Hins vegar hafa aðrir miðlar orðað Josemi sterklega [við Sevilla](http://www.goal.com/NewsDetail.aspx?idNews=111869&progr=09) en að sögn misfróðra manna, þá er það óskastaður Josemi. Hjá Sevilla er það fyrst og fremst Daniel Alves sem gæti vakið áhuga Rafa Benitez, en Sevilla á [víst að hafa hafnað okkar tilboði í brassann síðasta sumar](http://www.kop.is/gamalt/2005/07/21/10.30.26/). Echo greindu m.a. frá því í sumar [að skiptidíll](http://www.kop.is/gamalt/2005/07/28/11.03.13/) með Josemi og pening til Sevilla og Alves tilbaka, hefði verið ræddur.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu áfram.

8 Comments

 1. Ja hérna.

  Hvað vita menn um þennan dreng. Hollenskur landsliðsmaður lofar góðu en ég hef aldrei heyrt þetta nafn áður.

  Upplýsingar óskast. 😯

 2. Já, nákvæmlega – ég hefði mikinn áhuga á að heyra meira um hann ef einhverjir þekka til hollenska boltans betur en ég. 🙂

 3. Ég hafði ekki einu sinni heyrt þetta nafn fyrr en þessar fréttir bárust í dag, verð ég að viðurkenna. Þar sem við Einar erum báðir miklir áhugamenn um hollenska landsliðið er ljóst að þetta verður kannað – og við gleðjumst náttúrulega báðir yfir þessu.

  Mér finnst athyglisvert að á BBC er tekið fram að hann geti spilað hægra megin, bæði á miðjunni og í bakverði. Þannig að kannski hann geti tekið einhverja leiki sem hægri kantmaður líka, til að minnka álagið þar?

  Allavega, spennandi ef af þessu verður. Þökkum Josemi fyrir misjafna en ágæta þjónustu við klúbbinn og tökum áhugasamir á móti nýjum manni. 🙂

 4. hann er bara búinn að spila 6 leiki fyrir kafbátana í vetur, en þar af eru 3 í meistaradeildinni – svo það verður ekki meira um landvinninga þar fyrir þennan gæja

 5. Einnig fróðlegt að sjá Rafa skipta út sínum eigin kaupum. Sýnir merki um sjálftraust og skýra stefnu.

 6. Kromkamp stóð sig ágætlega gegn man utd í Meistaradeildinni. Hann virtist vera traustur og með ágæta boltameðferð.

 7. Skemmtilegt að Josemi skilaði (átti þátt í :smile:) Titlinum á sínu eina ári með Liverpool – frábær frammistaða það :laugh:

  Hans verður samt helst minnst fyrir frábæra frammistöðu í USA ferðinni 2004 – og síðan ekki söguna meir.

 8. Ah já.. USA ferðin 2004.

  Þegar undirritaður hitti allt liverpool liðið uppi í leifsstöð og lét mynda sig með þeim flestum…

  Ekki það að ég sé eitthvað að monta mig :biggrin:

Árangur Liverpool og Chelsea

Rafa tjáir sig um Kromkamp og Josemi