Góð grein um Sissoko

Hérna er góð grein í Echo um það hvernig Rafa breytti fyrir tilviljun Momo Sissoko úr framherja (!) í miðjumann: [Anfield’s new engine ready to run the derby gauntlet](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16526439%26method=full%26siteid=50061%26headline=anfield%2ds%2dnew%2dengine%2dready%2dto%2drun%2dthe%2dderby%2dgauntlet%2d-name_page.html).

Svo er auðvitað gaman að [rifja það upp](http://www.kop.is/gamalt/2005/07/08/20.05.10/) að Momo valdi Liverpool umfram Everton á sínum tíma. 🙂


**Uppfært (EÖE)**: Hérna er [önnur grein um Momo](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1674365,00.html) í The Guardian. Guardian bendla okkur svo í kaupbæti við Coloccini, sem við höfum verið orðaði við [oft áður](http://www.kop.is/gamalt/2004/07/09/09.48.18/index.php)

5 Comments

  1. Ég verð að segja fyrir sjálfan mig þá finnst mér Sissoko vera einhver bestu kaup okkar manna í langan tíma. Hann vinnur rosalega vel og er með alveg massagóðar tæklingar, vel tímasettar og án þess að brjóta óþarflega. Annars er miðjan hjá liverpool allsvakaleg í dag og eflaust ekkert grín að mæta þessum köllum. :biggrin2:

  2. er kauði ekki líka mjög ungur og nokkur ár í að hann toppi. er mjög góður nú og væri gaman að sjá hann eflast sóknarlega líkt og viera gerði með tímanum.

  3. Svo byrjaði hann líka sem senter áður en Rafa breytti honum í miðjunagla. Verður gaman þegar hann fer að raða inn mörkum líka.

  4. Jú, hann er ekki nema 20 ára, sem er ótrúlegt miðað við hversu gríðarlega sterkur og góður leikmaður sem hann er orðinn. Næstu 10 árin á hann eftir að verða betri og betri með hverju árinu. Þvílík framtíð!!!

Everton á morgun!

Liðið á móti Everton komið