Tölfræði

Smá [tölfræði](http://home.skysports.com/matchreport.asp?fxid=278774&cpid=8) úr leiknum í gær.

Skot: Liverpool: 19, Newcastle: 1
Með boltann: Liverpool: 62%, Newcastle: 38%

Þetta er magnað.


Já, og Gerrard [er fúll yfir púinu á Owen í leiknum í gær](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4561822.stm). Ég hefði persónulega ekki púað á Owen, en ég skil þó ágætlega þá, sem það gerðu. Það er ekki einsog Owen hafi verið alsaklaus í þessu máli öllu, því hann lét samninginn sinn renna út og fór svo til Real til að vinna titla.

Hins vegar er Owen búinn að taka út sína refsingu fyrir þá heimsku. Það er nógu slæmt að hann hafi þurft að horfa á Istanbúl leikinn í sjónvarpinu, heldur þarf hann núna að spila með Newcastle. Maðurinn hefur þurft að þjást nógu mikið.

14 Comments

 1. ekki sammála að owen hafi verið heimskur. frekar óheppinn. það var ekki ýkja gott útlit hjá liverpool og real madríd voða girnilegt. ömurlegt fyrir hann að vera í newcastle nú og fá það svona svart á hvítu að hann hefði átt að vera ögn lengur. milan baros hefði líka átt að vera svolítið spakari á sínum tíma. í hans tilviki var um heinræktaða heimsku að ræða.. owen var nú búinn að vera það mörg ár í vonbrigða-liði houllier þannig að maður skilur nú alveg að hann hafi farið. ekki heimska.

 2. Já svolítið sammála seinasta ræðumanni. Ég persónulega skil hann pínu, sjálfur hefði ég orðið langþreyttur á Houllier fylleríinu.

  Hann hefði samt átt að gefa Rafa séns, framlengja samninginn við Liverpool að minnsta kosti um 1 úr, sjá hvaða leikmenn stjórinn myndi lokka og sjá svo til. Hann gerði samt sem áður stór mistök að fara til RM.

 3. Já, með heimsku þá var ég ekki að tala um hvernig þetta leit á þeim tíma, heldur hvernig þetta hefur reynst. Ekki hefði mér dottið í hug að þetta yrði svona hrikalegt fyrir Owen. Ég hefði aldrei trúað því að Liverpool yrðu Evrópumeistari og Real í þvílíku rugli.

  En hann *átti* að gefa Rafa sjens allavegana eitt tímabil!

  En breytir svo sem engu í dag. Vildi bara benda á að hann er ekki alsaklaus í þessu öllu. 🙂

  Fyrir þá, sem efast eitthvað um aðdáun mína á Owen, þá get ég bara bent á það, sem ég skrifaði í kringum brotthvarf hans.

 4. eru þeir enn á því að skrá markið hans Crouch sem sjálfsmark???

  ekki væri Lampart búinn að skora mörg mörk ef að öll skot sem færu í mótherja og þaðan í netið væru skráð sjálfsmörk…

  skil ekki hvernig hægt er að dæma það sjálfsmark þegar markmaður ver boltan í stöngina og inn… :confused:

 5. ef öll mörk sem koma við markmann á leið inn væru sjálfsmörk þá væru nú fá mörk skoruð nema af markmönnum.

 6. Kom ekki upp svipuð staða með fyrsta markið hans Crouch ?
  Þá skaut hann í fótinn á einhverjum varnarmanni og boltinn sveif yfir markmanninn.
  Þá var einhver nefnd sem skoðaði markið og áleit svo að skrá ætti markið á Crouch, ef að það gerist ekki í þessu tilviki þá er það bara hlægilegt :laugh:

 7. Sko, þetta með markið hans Crouch er svo fáránlegt að ég nennti ekki að skrifa um það.

  Hvernig dettur mönnum í hug að þræta um markið? Ég bara skil það ekki. Það er fáránlegt að ef markvörður nær að hálfverja skot og boltinn fer inn að það sé sjálfsmark! Það er algjörlega útí hött.

  Ég get svo sem skilið að pínku litlu leyti umræðuna um fyrsta mark Crouch, sem var þó að mínu mati *hans mark*. Alveg einsog skotið hans Lampard var að mínu mati markið hans Lampard.

 8. fyrir að skora mörk eiga menn skilið að fá launin sín, fyrir að sýna tryggð og hollustu eiga menn skilið virðingu. Owen átti skilið að fá launin sín…

 9. Ég held að þetta mark sé skráð sjálsmark út af því að þeir vilja meina að boltinn hafi farið í stöngina og þaðan í bakið á Given og síðan inn, þeir vilja samkvæmt því meina að boltinn hafi ekki verið á leiðinni inn í markið af stönginni heldur að varnarmaðurinn hefði náð að hreinsa boltanum.

  Þetta er allavega eina skýringin sem hægt er að hlusta á án þess að fara að hlægja, markið er að sjálfsögðu Péturs og ekkert annað, væri gaman að sjá hvort markið væri skráð á Pepe eða Shearer ef við værum hinum megin á vellinum …

 10. Sammála Kidda þarna og Einari varðandi Owen.

  Þetta “pú” var nú svosem ekkert til að gera mikið veður útaf, mjög hóflegt allt saman. Þegar Owen fór átti ég erfitt að vera mjög sár, menn hafa rétt til að fara og allt það. Ég var hins vegar sárastur yfir þeirri samningsaðstöðu sem hann setti klúbbinn “sinn” í.

 11. “Are people trying to take all my goals away from me?” responded Crouch. “There’s no way it wasn’t my goal,” added the England striker.

  Skiljanlega er kallinn svekktur !

 12. Ég minnist þess nú að Wayne Rooney fékk skráð á sig mark á EM 2004, í leik gegn Svisslendingum, þar sem hann þrumaði boltanum í stöng og þaðan fór boltinn í bakið á markverðinum og inn. Í því tilviki var boltinn aldrei á leiðinni í markið og stefnubreytingin sem boltinn tók við snertinguna við markmanninn var afgerandi.

  Mér sýndist í leiknum í gær að Given hafi varið boltann upphaflega í stöng, bolta sem var á leiðinni í markið.

  Því spyr ég: Hvernig getur verið að markið hjá Crouch hafi verið sjálfsmark á meðan Rooney fékk hitt markið skráð á sig?

  http://soccernet.espn.go.com/match?id=150283&cc=5739

 13. Já, Gummi, það er varla hægt að rökræða um þetta mál því þetta er svo algjörlega fáránleg umræða. 🙂

  Ef þetta væri ekki Peter Crouch, þá hefði þetta aldrei nokkurn tímann komið upp í umræðuna.

Liverpool 2 – Newcastle 0

Everton á morgun!