Vidic og Shepherd í jólaskapi

Jæja, menn voru ekki fyrr búnir að kyngja jólasteikinni að þeir hentu af sér rauðu húfunum og silkihönskunum og hófust handa við að gera Liverpool lífið leitt. Eða reyna það, allavega. Freddy Shepherd er t.d. brjálaður út í Rafa Benítez, sem *vogaði* sér að segja í síðustu viku að hann vildi ekki útiloka það að Michael Owen kæmi aftur til Anfield í framtíðinni.

Shepherd er ekki sáttur við þessi ummæli og finnst þau bera vott um virðingarleysi og eitthvað slíkt. En hann veit sannleikann jafn vel og við: Rafa gaf bara pólitískt svar við oft spurðri spurningu. Hann var spurður út í Owen og hann sagði einfaldlega, “anything is possible.” Eða eitthvað á þá leið, en þetta var allavega pólitískt svar. Hann sagði ekki, “nei hann kemur ekki til okkar,” og hann sagði heldur ekki “við viljum fá Michael Owen.” Bara að allt væri opið, sem er pólitískt svar við erfiðri spurningu.

Shepherd veit hins vegar vel sem er að þótt hann útvegi Owen 68 nýjum hreinum meyjum í hverri viku og gefi honum jagúar í morgunmat alla daga ársins, þá mun sá knái ekki hika við það í framtíðinni að ganga til liðs við Liverpool, gefist honum færi á því. Með fullri virðingu fyrir Newcastle og Freddy Shepherd, þá er Liverpool einfaldlega betra lið í dag og Owen veit það. Og með rétt tæplega hálfri virðingu fyrir Graeme Souness, þá á hann ekki einu sinni skilið að vera nefndur í sömu andrá og Rafa Benítez.

Shepherd og Owen munu fá vísbendingu #1 um það hvar framtíð Owen liggur síðdegis í dag.

Æjá, og við getum gleymt Nemanja Vidic, miðverðinum hjá Spartak Moskvu. Þrátt fyrir að vera orðaður við alvöru klúbb eins og Liverpool sýndi hann fram á skort sinn á heilastarfsemi og gekk til liðs við Man U … sem þýðir að hann er ekki nógu gáfaður til að spila við hlið Sami og Carra. Þannig að gangi honum vel að berjast við Rio “show me the money!” Ferdinand um sæti.

Jæja, leikur framundan … verður spennandi að sjá.

4 Comments

 1. Ég tippa á að þessi Vidic sé flughræddur. Hefði hann nefnilega komið til Liverpool þá þyrfti hann að spila í Evrópukeppninni og því að fljúga til annarra landa.

  Ef hann fer til Man U, þá þarf hann hins vegar bara að spila á Englandi og sleppur við að spila í Evrópu. 🙂

  Annars er Sheperd bjáni, Graeme Souness líka og þeir vita það vel að Owen myndi stökkva á fyrsta tækifæri til að koma aftur. En ég vona samt að honum verði vel tekið í dag.

  Annars varðandi þennan Vidic, þá veit maður ekkert hvort að Liverpool höfðu áhuga á honum, því ekkert kom frá Rafa.

  Hvernig í andskotanum er Rio Ferdinand valinn fram fyrir Jamie Carragher í enska landsliðinu? Ég hef heyrt hörðustu Man U stuðningsmenn viðurkenna að Carragher sé betri, en samt virðist SGE ekki sjá það enn.

 2. Hehe.. frábærar greinar hjá ykkur eins og vanalega

  Auðvitað verður vel tekið á móti Michael Owen í dag, Anfield er ekki heimavöllur tottenham eða manshitty. Owen er án efa með heimþrá og sú tilfinningin mun tvöfaldast í dag. Þori að veðja uppá 100kall að Owen sé í Liverpool treyju undir þeirri röndóttu!

  Varðandi Vidic, þá er það nú með ólíkindum að maðurinn skuli velja manjú framyfir Liverpool en gleymum því ekki að leikmenn frá júgóslavíu eða nærliggjandi svæðum hafa aldrei gert neinar rósir í enska boltanum. Held að þetta hafi eitthvað með skapgerðina að gera frekar en knattspyrnulega hæfileika.

  Greinilegt að BBC er ekki með áramótaskaup eins og við hérna heima fyrst stærsti brandarinn á árinu er kominn út, að velja rio í staðinn fyrir Carragher er náttúrulega bara brandari. Ég er samt hálf feginn því ég þoli ekki ekki enska landsliðið fyrir utan mína menn þar innanborðs.

  Vinnum í dag 3-0, Nando, Cisse og Carragher með mörkin í seinni hálfleik.

 3. Heyrðu og eitt sem ég gleymdi að nefna áðan.

  Er það bara ég eða skín ekki móðursýkin og hræðslan útúr viðtalinu við shepard um að missa Owen? :biggrin:

 4. Þetta er alveg rétt hjá Vidic að velja Man Utd 😉 og með þetta Rio mál þá sjá allir að Rio er betri en Carrager en ég vona(ég er Liverpool aðdáandi ef þið vissu það ekki) að Pool vinni Spurs

Newcastle á morgun!

Liðið gegn Newcastle