Gleðileg Jól!

christmas_istanbul.jpg

Við hér á Liverpool Blogginu óskum lesendum síðunnar (og hver öðrum) hér með **GLEÐILEGRA JÓLA!** Vonandi hafið þið það sem best um hátíðarnar, og ef ykkur líður eitthvað illa getið þið alltaf komið hér inn og litið á myndina hér að ofan. Guaranteed to make you smile! 🙂

Upphitun fyrir næsta leik kemur hér inn á morgun, jóladag, og svo gerum við árið ærlega upp fyrir áramótin. En þangað til … **GLEÐILEG JÓL!** 😀

21 Comments

 1. Gleðileg jól félagar og takk fyrir skemmtilegt spjall á árinu.

  p.s. Ég trúi ekk enn að ég hafi hætt að horfa í hálfleik. :confused:

 2. Kristinn J – þú hefur allavega sögu að segja barnabörnunum … 🙂

  Og hafðu engar áhyggjur, þú kemur bara með til Parísar næsta vor á *næsta úrslitaleik* Liverpool og Milan :biggrin:

 3. Gleðileg jólin kæru Liverpool áhangendur! Frábær síða hjá frábærum mönnum sem halda með frábæru liði sem frábærir áhangendur þess skrifa hér inn á.

 4. sælir félagar..
  Gleðileg jól…
  áfram liverpool..

  ps. er staddur í New York veit einhver hvar hægt er að horfa á leikinn á mánudaginn….? nú eru góð ráð dýr…ho ho ho
  egill rauði og frilli bleiki

 5. Gleðileg jól stjórnendur og lesendur. Vonandi heldur þessi síða áfram að dafna á nýju ári. Takk fyrir mig. 🙂

 6. Sællir félagar.. gæsahúð bara við að horfa á þessa mynd:)

  Ég óska ykkur þrem sem og poolurum öllum um alla jörð gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og mega titlar koma í höfn.. Mæli með að þið Haldið áfram á sömu braut með þessa síðu því ´hún er allveg frábær

  takk fyrir mig :biggrin:

Rafa og Owen

Newcastle á morgun!