Galletti og Vidic?

Samkvæmt netmiðlum hafa Liverpool áhuga á Luciano Galletti, hægri kantmanni hjá Atletico Madrid. [Liverpool Echo greina svo frá þessum áhuga í morgun](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16515649%26method=full%26siteid=50061%26headline=benitez%2dpondering%2dgalletti%2dloan%2dswoop-name_page.html).

Echo segja reyndar að Liverpool hafi bara áhuga á að fá hann að láni. Galletti er 25 ára Argentínumaður.


Einnig, þá heldur [Guardian því fram](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1673132,00.html) að Rafa sé enn á eftir Nemanja Vidic, serbneska varnarmanninum hjá Spartak Moskvu, sem hefur verið sterklega orðaður við Manchester United. Að sögn blaðsins eru bæði Man U og Liverpool að reyna að semja um verð við Spartak.

Ein athugasemd

  1. Mér finnst ótrúlegt ef að Galletti kemur til okkar, þar sem hann er bara búinn að vera hjá Atletico í fjóra mánuði. Og síðast þegar ég sá leik með þeim, í nóvember, var hann í byrjunarliðinu og átti flottan leik. Þannig að ég stórefa þetta, nema þá að hann standi í einhverju veseni hjá Atletico.

    Þessi Vidic hins vegar … maður veit ekkert um hann, en er orðinn frekar forvitinn. Hann hlýtur að geta *eitthvað* fyrst öll stóru liðin hafa áhuga. En samt, þau höfðu líka öll áhuga á Igor Biscan …

Istanbúl

Rafa og Owen