Hamann framlengir samninginn

Didi Hamann hefur [framlengt samninginn sinn við Liverpool um eitt ár](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4551732.stm), en hann var bara með samning fram á næsta sumar.

Þetta eru frábærar fréttir og ánægjulegt að Didi skuli vera sáttur, þrátt fyrir að tækifæri hans fyrir liðið hafi eitthvað minnkað. Það eru fá lið, sem hafa jafngóða miðjumenn á bekknum einsog við.

3 Comments

  1. Góðar fréttir og sýnia að Hamann hefur rétta hugarfarið.
    Margur hefði farið að væla yfir því að fá ekki lengri samning en “Manni” eins og við vinir hans köllum hann er klár kall 🙂

  2. Þetta eru frábærar fréttir. Hamann gerir sér ljóst að hann er partur af liðsheild. Það er frábært að svona reynslumikill maður eins og hann geri sér ljóst sitt mikilvæga hlutverk í liðinu.

Nice með áhuga á Flo-Po?

Istanbúl