Benitez fær 10 milljónir punda í janúar (uppfært)

Samkvæmt The Guardina, þá [fær Rafa Bentiez 10 milljónir punda](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1671036,00.html) til að fjárfesta í nýjum leikmönnum í janúar.

Það er alveg ljóst að enn sem áður er það hægri kantmaður og varnarmaður, sem eru aðalforgangsmálin og einnig er ekki ómögulegt að Benitez leiti sér að framherja. Frétt Guardian fjallar aðallega um Simao Sabrosa, sem Liverpool vilja kaupa og Simao vill koma til Liverpool, þannig að spurningin er bara hvort að Benfica vilji núna selja.

Einnig er talið líklegt að Dudek fari frá Liverpool í janúar, enda fer Benitez ekki að taka útúr liðinu markmann, sem er nýbúinn að halda hreinu 11 leiki í röð. Þar sem Dudek vill leika á HM verður hann að fá að spila með einvherju liði. Benfica eru einmitt þeir, sem eru helst orðaði við hann. En það má búast við að næstu 2-3 vikur verði fjörugar. Einsog Rafa segir:

>”We want to be busy next month and, always, signings are important. But now we are in a good position it will be even more so. It won’t just be about the money, either. I always say it’s like having a table with three legs and you need to get one more which will fit properly. You want a certain size, the right size, but people may be saying: ‘Have this one, it’s cheaper and it’s better at this or that.’ But what use is that if it doesn’t fit? You have to make sure you get the right one. It is the same in football – if you want to build a team, you have got to bring players who fit in.

Semsagt, engar stórstjörnur *nema* að þær passi inní leik Liverpool. Rafa kaupir ekki kaupanna vegna. Semsagt engin Shaun-Wright Phillips-ar

**Uppfært (EÖE)**: Einsog SSteinn bendir á, þá heldur [Echo því fram](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16503995%26method=full%26siteid=50061%26headline=new%2dyear%2dkey%2dto%2dliverpool%2dprogress-name_page.html) að upphæðin sé 15 milljónir punda.

4 Comments

  1. Reyndar talar local pressan á Merseyside um að hann hafi um 15 millur punda úr að moða, og yfirleitt reyna staðarblöðin að hafa upphæðina lægri en raunin er, til að hleypa ekki verðinu upp á mönnum, a la Chelsea.

    Mér finnst líka afar hæpið að við séum “aðeins” með 10 millur úr að moða, sér í lagi ef horft er til 31. ágúst. Þar var Liverpool klárt með 10 millur í Simao, menn voru tilbúnir með 12 í Owen, og svo var verið að bjóða hægri vinstri í miðverði (talað um í kringum 5 millur þar). Þannig að mér finnst það hæpið að hann hafi aðeins 10 núna, og við búnir að fara til Japan og komnir áfram í CL (vorum þá í undankeppninni).

  2. Maður verður bara að taka það inní dæmið að við erum að fjármagna Leikvang.. Allaveganna þá held ég að það sé ástæðan.

  3. Efast um að við séum eitthvað meira að fjármagna hann núna heldur en í ágúst. Það mál er á nákvæmlega sama stiginu og var þá.

  4. Ég ætlaði einmitt að segja að mér fyndist 10 millur svona heldur í minni kantinum. Ég meina Alonso einn og sér kostaði einhverjar 10 millur. Við bara hljótum að vera að tala um hærri fjárhæðir hérna.

Rafa kvartar

Stóra jólakortamálið