Nýr búningur: ADIDAS?

(smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur)

Sú saga gengur nú fjöllunum hærra að Liverpool muni einhverra hluta vegna skipta um skyrtuframleiðendur næsta sumar. Sagt er að klúbburinn muni rifta samningum við Reebok – að beiðni þeirra sjálfra – og hefja í staðinn samstarf fyrir Adidas. Nú hafa þessar sögusagnir gengið aðeins lengra, því á netinu í gær birtust myndir af því sem **gæti** mögulega verið nýji Liverpool-búningurinn. Um er að ræða tvær myndir, tvær keimlíkar útgáfur af sömu rauðu Adidas-hönnuninni, en þó með örlitlum áherslum.

Svo er bara spurningin, er eitthvað til í þessum fréttum? Erum við að fara að versla Adidas-treyjur næsta sumar? Og ef svo er, kemur annar þessara tveggja búninga sterklega til greina? Enn sem komið er er þetta allt **óstaðfest** … og myndirnar hér að ofan eru *líklega* bara eftir einhverja áhugasama aðdáendur sem vildu reyna að sjá þetta fyrir sér. En þær líta déskoti opinberlega út, að mínu mati.

Hvora þeirra eru menn svo að fíla betur? Gætuð þið hugsað ykkur að ganga í þessum tötrum næstu tvö árin?

16 Comments

  1. Einhver staðar las ég að Adidas hefði keypt Reebok, en ég veit ekki meir :confused:

  2. Ég þekki mann sem vinnur fyrir Adidas, hann var í London um síðustu helgi og þar var honum sýndir þessir búningar á einhverjum fundi.

    Spennandi.

    Mér finnst persónulega alveg ótrúlega flott að hafa fuglinn svona yfir allan búninginn.

  3. Já ég held að Adidas sé búið að kaupa Reebok til að ná að sigrast á Nike. En mér finnst báðir búningarnir mjög flottir og seinni flottari. Myndi pottþétt ganga í þessu

  4. Þetta er búið að standa til frá því að Adidas keypti Reebok í sumar og ég mun pottþétt kaupa mér treyju strax og hún kemur út! 🙂

  5. Búningurinn til vinstri með Liverpool fuglinn yfir öllum búningngnum fynnst mér persónulega vera flottari. Annars 2 flottir búningar, enn mér fynnst nú reyndar þeir sem við erum í núna gríðarlega flottir. Sérstaklega meistaradeildarbúningurinn, hann er geðveikur!

  6. Þessi til vinstri er klárlega flottari, en ég væri nu mest til í að geta notað meistaradeildarbúninginn í deildinni 🙂

  7. Ég held að það sé nokkuð augljóst að myndirnar eru feikaðar (báðir bolirnir eru nákvæmlega eins “brotnir”) en það þarf svosem ekki að þýða að þetta geti ekki verið hugmynd um lokaútlit.

  8. Neeeeeeeeeeeei! Sem sjálfskipaður tískuráðgjafi þessarar síðu, þá lýsi ég því yfir að búningurinn til vinstri er algjör hryllingur. Það að hafa fuglinn yfir öllum búningnum er hræðilegt. Ég get varla ímyndað mér að Adidas myndi láta slíkt frá sér árið 2006.

    Þannig að sá til hægri er skárri, en samt finnst mér logo-in vera mun skemmtilegri á búningnum til vinstri en þeim til hægri. En samt finnst mér Meistaradaeildarbúningurinn í dag vera flottari.

  9. Addidas voru einmitt búningahönnuðir fyrir klúbbinn hér áður fyrr og ég man eftir að varabúningarnir voru oft skrautlegir. Man vel eftir grænum búning sem þótti ótrúlega svalur þá en minnti meira á trúðabúning í dag. Er sammála með að vel tókst til hjá Reebok með búningana í ár þó að mér hafi þótt sumar af fyrri útgáfum lakari.

  10. Hehe..Sammála Einari..Mér finnst ekki flott að klessa fuglinum yfir allan búninginn…Einfaldleiki er það sem ræður ríkjum í dag! :biggrin:

  11. Ég er hrikalega sáttur maður ef ADIDAS er að fara að klæða okkur næstu árin!! 🙂 Þótt ég sé LFC aðdáandi að þá finnst mér samt búningarnir hjá LFC hafa verið með þeim flottari í boltanum á hverju ári og ekki mun það versna með tilkomu ADIDAS! Ég vil sjá vinstri búninginn af þeim tveimur sem þarna eru uppgefnir. NIKE er ekki minn tebolli og því er ég ánægður að NIKE sé ekki að koma inn heldur ADIDAS! :biggrin: Greinilega byrjunin á einhverju æðislegu! 🙂

  12. Þessi til vinstri er mikið mun fallegri, að mínu mati. Ég er að fíla Adidas miklu betur, maður er kominn með hálf leið á þessu Reebok.

    Annars finnst mér ýkt töff að hafa fuglinn yfir öllum búningnum! 🙂

  13. Adidas er búið að kaupa Reebok. Aftur á móti er ekki búið að samþykkja samrunan í Evrópu (búið í US) svo Adidas má ekki gefa neinar slíkar myndir né staðfesta nýja búninga fyrr en 7 febrúar í fyrsta lagi ef allt fer vel fyrir lið sem eru með samning við Reebok innan evrópska efnahagssvæðisins.

    Búningurinn til vinstri með fuglinum lítur út eins og slys.

  14. Heyo out der, im new in http://www.eoe.is …. well, i didnt know i should’ve come first over here n introduce myself to u ppl:) but here i am, a 21 years old Female, committed:) hehe, oh shoot u all gonna avoid me now hehe, nah I know u ppl aint gonna trash me right from da beginning:) im into makin fun, playin basketball, travellin, movies n music.. a chatterbox??? well…… maybe:) hehehe, nah aint dat much:)

    I hope I’d be able to drag many funny things for ya’ll !!
    keep it real n thx for welcomin me in yr house as a long-lasting member:)
    Peace ya’ll

    _________________
    earrings diamond

Benfica í Meistaradeildinni!!

Sao Paulo á morgun