Gerrard vill verða stjóri

Steven Gerrard segir í viðtali við Mirror [að hann vilji verða knattspyrnustjóri Liverpool](http://www.mirror.co.uk/sport/football/tm_objectid=16481755%26method=full%26siteid=94762%26headline=exclusive%2d%2dgerrard%2dwants%2dto%2dbe%2dkop%2dboss-name_page.html):

>”I would love to be manager of Liverpool. I have been thinking about it a lot lately. I’ve got a few years left playing but I’m thinking ‘What then?’ All I know is that I would love to stay in the game in some capacity, maybe coaching, maybe management.”

7 Comments

 1. Mér finnst hann jafn líklegur til að verða stjóri og Lee Bowyer…semsagt never! En það er allt hægt í dag. Bryan Robson varð framkvæmdastjóri og því ætti Gerrard ekki að geta það.

 2. mér finnst hann aðeins of ungur til að vera sífellt að minnast á þetta! voðalegar áhyggjur hefur maðurinn af framtíðinni. Njóttu lífsins núna maður og baðaðu þig í öllum titlunum sem þú ætlar að vinna.

 3. Ætli sé ekki líklegt að hann fari fljótlega að sækja þjálfaranámskeið…? ég veit ekki hvað tekur langan tíma að öðlast öll réttindi frá UEFA eða FIFA, eflaust nokkur ár… væri gaman að sjá Gerrard stýra liðinu með Carragher sér við hlið 🙂

 4. Ég er sammála því að ég furða mig því hvað hann talar mikið um þetta. Ferillinn er rétt að byrja hjá manninum og hann er strax farinn að tala um það sem hann ætlar að gera þegar ferillinn endar. “I’ve got a few years left of playing”. Hvað meinar maðurinn, ég myndi halda að hann ætti eftir að spila í allt að því áratug í viðbót ef allt gengur vel. Eða ætlar hann að hætta 28 ára eða eitthvað eins og Cantona (hvað var hann gamall þegar hann hætti?).

  En já ég hefði ekkert á móti því að sjá hann stýri Liverpool framtíðarinnar til sigurs einn daginn.

 5. Cantona var þrítugur þegar hann hætti… fór að snúa sér að strandbolta! við skulum vona að Gerrard fari ekki alveg sömu leið :tongue:

 6. Við skulum allavega vona að hann verði ekki leiklistargyðjunni að bráð líkt og Cantona :laugh:

  Það er svolítið skrítið að heyra 25 ára gamlan mann tala eins og Gerrard gerir. En kannski sýnir þetta bara þroska? Ef til vill gerir þessi framtíðarsýn Gerrard hann að betri leikmanni?

 7. Að sjálfsögðu gerir þessi framtíðarsýn hans hann betri, vill hann ekki vera með liðið þar sem það á heima, á toppnum?

  Ef svo er, þá verður hann náttúrulega að halda áfram að bæta sig og liðið.

Inter Milan aðdáendur

Sao Paulo komnir í úrslit!