Hvernig varð HM félagsliða til?

fifa_wcc_120.jpg
Hugmyndin um að spila um besta félagslið heims kom fram um lok sjötta áratug síðust aldar. Eftir hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar voru íþróttir það sem sameinaði þjóðirnar. Einnig voru liðin í Evrópu og Suður Ameríku að verða þau bestu í heiminu og vinsældir knattspyrnu miklar.

HM í knattspyrnu sem Brasilía vann í fyrsta og eina skiptið í Evrópu í Svíþjóð árið 1958 var mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuna og kom þá berlega í ljós munurinn á áherslu og leikstíl hjá liðum frá Evrópu annars vegar og Suður Ameríku hinsvegar. Síðan þegar Evrópubikarinn hóf göngu sína hjá félagsliðum í Evrópu tímabilið 1955/56 og Copa Libertadores 1960 var rökrétt framhald að Intercontinental Cup skyldi vera leikur milli þessara tveggja heimsálfa til að skera úr um haða félagslið væri best í heimi.

Raunar var það forseti Real Madrid, Santiago Bernabeu, sem stakk uppá því að tvö bestu félagslið heims myndu skera út um hvaða lið væri BESTA FÉLAGSLIÐ HEIMS og upp frá því myndi var óumdeilanlegt hvaða félagslið væri best.

Á upphafsárum keppninnar voru spilaðir tveir leiki, heima og heiman. Mikill áhugi var þá fyrir leikjunum og m.a. mættu 120.000 manns að horfa á Puskas skora í 5-1 sigri á Penarol (Úrúgvæ) árið 1960. Penarol vann síðan ári síðar fyrir Suður Ameríku og síðan var komið að Santos með Pele innanborðs. Þeir unnu Benfica með Eusebio og ári síðar AC Milan. Inter vann síðan næstu tvö árin, 1964 og 65 og ljóst var að mótið var vinsælt og mikilvægt í upphafi.

Áhuginn, hitinn og spennan var orðin mikil fyrir leikina. Það var byrjað að missa marks, bæði innan sem utan vallar. Svo mikill var stemmingin. Liðin frá Suður Ameríku litu á þessa keppni sem STÓRA BIKARINN á meðan liðin frá Evrópu voru byrjuð að missa áhugann. Þessi leikir voru meira byrði en heiður. Lið eins og Ajax, Bayern Munich, Liverpool og Nott. Forest mættu ekki á áttunda áratugnum og í raunar fór keppnin ekki fram árin 1975 og 1978.
Þar sem þessi fallega hugmynd um að sameina heiminn og keppa um besta félagslið veraldar var að deyja út kom Japan til bjargar og bauðst til að halda keppnina en núna með breyttu fyrirkomulagi. Einn leikur og yrði kallaður Toyota Cup. Þetta dró að sér aðallega hlutlausa en áhugasama áhorfendur sem og leiknum var sjónvarpað um gervalla heimsbyggðina. Keppnin sem næstum var gleymd átti aftur möguleika.

Nacional frá Úrúgvæ vann Nott. Forest í fyrsta leiknum um Toyoto Cup. Þrátt fyrir að það tæki liðin frá Evrópu nokkurn tíma að gera sér grein fyrir þeim kostum sem þessi leikur hafði í för með sér. Eignast fleiri aðdáendur um alla heimsbyggðina og fá stærri og fjársterkari samstarfsaðila. Með tíð og tíma vann Toyoto Cup tilbaka þá virðingu sem Intercontinental Cup hafði áður tapað. Þegar þessi háttur á keppninni var lagður niður árið 2004 litu liðin frá bæði Evrópu og Suður Ameríku á keppnina með sömu virðingu.

Eitt vantaði þó ? til að geta kallað þessa keppni með réttu Heimsmeistarakeppni Félagsliða þá urðu lið frá öllum heimsálfum að taka þátt.

Keppni félagsliða innbyrðis hjá hinum heimsálfunum hafði fyrir löngu byrjað. Fyrst var það Norður Ameríka, Mið Ameríka og Caribbean (CONCACAF) árið 1962, síðan Afríka (CAF) árið 1965, Asía (AFC) hóf sína keppni árið 1967 á meðan Oceania (OFC) hélt ekki mót fyrr en 1999. Heimþekktir leikmenn komu fram á sjónarsviðið meira og meira frá þessum heimsálfum en ólíkt Pele 1962 þá var þessum leikmönnum meinað að spila gegn liðum frá Evrópu og Suður Ameríku vegna þess að aðeins lið frá Evrópu og Suður-Ameríku fengu að spila á mótinu.

Hugmyndin um að halda eina keppni og láta bestu liðin frá öllum heimsálfunum mætast var góð og vel tekið í hana en erfið í framkvæmd. Fyrsta keppnin fór fram í Brasilíu þar sem 8 lið mættust. Keppni fór ekki fram ári síðar með sama hætti því erfitt reyndist að koma á móts við alla um tímasetningar í nú þegar fullbókuðu knattspyrnudagatali.

Samkomulag náðist árið 2004 og ákveðið var að FIFA Club World Championship myndi byggja á grunninum sem Toyota Cup hafði áður byggt þar sem meistara heimsálfana sex myndu keppa í útsláttarfyrirkomulagi. Nýju 4 heimsálfurnar myndu keppa um réttin til að spila gegn liðunum frá Suður Ameríku og Evrópu í undan úrslitum keppninar. Árið 2005 fer FIFA Heimsmeistarakeppni Félagsliða fram í Japan 11 til 18 desember.

(heimild: [FIFA Club World Championship)](http://access.fifa.com/en/comp/index/0,2442,CWC2005,00.html)

Sigurvegarar
Intercontinental Cup
1960 Real Madrid
1961 Peñarol
1962 Santos
1963 Santos
1964 Internazionale
1965 Internazionale
1966 Peñarol
1967 Racing Club
1968 Estudiantes
1969 AC Milan
1970 Feyenoord
1971 Nacional
1972 Ajax Amsterdam
1973 Independiente
1974 Atlético Madrid
1975 No competition
1976 Bayern Munich
1977 Boca Juniors
1978 No competition
1979 Olimpia

Toyota Cup
1980 Nacional
1981 Flamengo
1982 Peñarol
1983 Grêmio
1984 Independiente
1985 Juventus
1986 River Plate
1987 Porto
1988 Nacional
1989 AC Milan
1990 AC Milan
1991 Red Star Belgrade
1992 São Paulo
1993 São Paulo
1994 Vélez Sarsfield
1995 Ajax Amsterdam
1996 Juventus
1997 Borussia Dortmund
1998 Real Madrid
1999 Manchester United
2000 Boca Juniors
2001 Bayern Munich
2002 Real Madrid
2003 Boca Juniors
2004 Porto
2005 ? Liverpool

Ein athugasemd

  1. Fínn pistill, nú er bara að koma titlinum til Anfield og halda honum þar 🙂

Hvað segja Liverpool menn sjálfir um HM félagsliða?

Takk Everton!