ZENDEN FRÁ ÚT TÍMABILIÐ

Liverpool hafa tilkynnt það að Bolo Zenden þurfi að [fara í hné-aðgerð](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150795051209-1511.htm) í Bandaríkjunum og að hann muni líklega ekki spila meira það sem eftir lifir af þessu tímabili.

Þetta eru virkilega slæmar fréttir fyrir Liverpool. Zenden var farinn að finna sig hjá liðinu og þrátt fyrir að hann væri kannski ekki alltaf í byrjunarliðinu, þá bauð hann uppá ýmsa kosti, þar sem hann getur spilað á köntunum og hann væri sennilega fimmti miðjumaðurinn hjá okkur á eftir Xabi, Stevie, Momo og Didi.

En allavegana, við vonum öll að aðgerðin gangi vel og að Zenden nái sér aftur sem fyrst. YNWA

8 Comments

 1. Mjög slæmt… veit annars einhver hvernig þetta er með Speedy? Er ekki Benz að hann fái atvinnuleyfi fyrr en í sumar? Og hvernig er hann af meiðslunum? Væri flott að fá hann á vinstri kantinn……

 2. I hate to say “I told you so” but…..I told you so. Ég spáði þessu hér á síðunni þegar Zenden var keyptur. 🙂
  Djöfull kemur þetta manni lítið á óvart.

 3. djöfull er þetta illa gert hjá þér Gunnar að gleðjast yfir meiðslum mannsins 😡

 4. Í alvöru!?!?

  Einmitt þegar Zenden var að byrja að finna sig hjá liðinu. Núna bara **verðum** við að fá Mark Gonzalez inn spilandi í janúar!

  Þetta hlýtur að vera svekkjandi fyrir Zenden sjálfan, sem var að koma æ sterkari inn og að finna sig hjá liðinu. Djöfuls vesen.

  Og Gunnar – ef þú gleðst yfir alvarlegum meiðslum Liverpool-leikmanns, sama hver sá leikmaður er, ertu ekki alvöru stuðningsaður. Þannig að sýndu smá háttvísi.

 5. Hvaða líkur ætli veðmangarar setji á að Kewel meiðist út tímabilið líka og við endum sem svo oft áður með Riise/Traore/Warnock vinstri væng 😡 🙁

 6. Ég var ekki að gleðjast yfir þessu. Mér fannst hins vegar skondið að ágiskun mín var rétt. Verið ekki að leggja skoðanir eða orð í minn munn. Svarið mér þessu: “Hvernig kemur það fram að ég gleðjist yfir meiðslum hans?”

 7. Gunnar, það kemur kannski ekki beint fram, en það hefði mátt lesa það úr orðunum. En annars lítil ástæða til að vera að rífast yfir þessu – efa það ekki að við erum öll svekkt yfir þessum meiðslum.

 8. Menn verða bara að átta sig á því að ritað mál kemur öðruvísi út en talað. Mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því áður en það kemur með sleggjudóma.

Rafa þjálfari mánaðarins (uppfært)

Vinsamleg ábending til Sýnar