Moooourinho… ssshhhh!

Jose [tjáir sig](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4498916.stm) um tæklingar í leiknum:

>”I didn’t see Michael’s tackle so I cannot give my version.

>”I did see Mohamed Sissoko’s tackle on Eidur Gudjohnsen and that was a bad one, a very high challenge.”

>”I was telling the Liverpool bench that they were crying all the game. They needed to sit down a little bit and relax.

Athyglisvert að þetta viðtal er tekið eftir að Rafa var búinn að sjá tæklingarnar á vídeói. Það er greinilegt að Chelsea bjóða ekki sínum mönnum uppá slíka hátækni, víst að Mourinho hefur ekki séð tæklinguna.

Í fyrsta lagi, þá var Sissoko tæklingin greinilega óvart. Sissoko setur löppina ofaná boltann, hann rennur til á boltanum og tæklar Eið Smára. Essien tæklingin var hins vegar **hrein árás** og með ólíkindum að Hamann skuli vera heill. Didi segir:

>”It was the worst tackle I’ve ever been on the receiving end of,” said Hamann. “I really feared I had broken my leg.”

23 Comments

 1. Ég sá ekki betur en að Traore hefði orðið fyrir álíka tæklingu og Eiður … er ekkert fjallað um það? Mjög svipaðar tæklingar.

  En Essien má heita heppinn að hafa ekki fokið út af. Mikið rosalega leit þetta illa út!

  En í þessari grein er ótrúlega ljúft að sjá samt nöldrið í Mourinho en sjálfan Didi sterkan og ekki vælandi – heldur bara þannig að hann hugsar um liðið og leikinn og að halda áfram að stjórna leiknum. Liðsheildin virkar frábær hjá Liverpool núna.

 2. Chelsea eru svo miklir vælukjóar. Sissoko steig óvart á Eið að þá má hann brjóta gróflega á Finnan 1 mín síðar – þeim finnst það bara allt í lagi.

  Chelsea gegn Barca í 16 liða og þeir detta út. Magnað.

 3. Þessi tækling frá Essien var hrein líkamsárás og ekkert annað. Ég hef aldrei verið svona reiður eftir tæklingu sem einhver annar varð fyrir.

  Það að bera saman þessa tæklingu og atvikið með Sissoko og Eið er algjörlega fáránlegt.

  Ég lýsi yfir andstyggð minni á Essien. Djöfull er mér illa við manninn. Hann var heppinn að enda ekki ferilinn hjá Hamann. Svo vona ég að FIFA taki á þessu og dæmi leikmanninn í bann. Ég sé engan mun á þessu og þegar slegið er til annars leikmanns. Mér finnst þetta mun alvarlegra.

  Svo lýsi ég frati á ummæli Jose Morinho. Nú á greinileg að bera saman tæklinguna hjá Essien og atvikið hjá Sissoko. Við munum heyra vælt um hana í hvert einasta skipti sem við heyrum um Essien. Mér fannst atvikið með Sissoko sambærilegt og þegar Gallast steig yfir boltann og traðkaði á Kewell. Bæði óvart.

  Svo vil ég hrósa Eiði fyrir góðan leik. Mikið svakalega er hann góður leikmaður. Í einu skiptin sem maður óttaðist Chelsea var þegar hann var með boltann.

 4. That’s it. Ég er endanlega kominn með ógeð af Moron stjóra Chelsea. Í fyrstu bar maður vissa virðingu fyrir honum, hún hefur jafnt og þétt verið að falla og er kominn á botninn núna og bara spurning um að taka tappann úr niðurfallinu og skola þessu endanlega út. Þvílíkur fáráður (afsakið orðbragðið). Hann er að gera það að verkum framar öllu öðru að maður er að fá algjört ógeð af þessu Chelsea liði.

  Þessi árás hjá Essien jaðrar við það að vera lögreglumál. Ásetningurinn algjör hjá þessum bjána. Hvað haldið þið að Roy Keane myndi gera ef hann hefði orðið fyrir barðinu á þessu? Hann myndi úrbeina Essien í næsta leik, hvort sem hann myndi spila eða ekki. Það á að dæma þennan bjána í bann og ekkert múður. Hef sjaldan orðið jafn hrikalega bálreiður yfir tæklingu. Hann er búinn að gera þetta tvisvar í vetur, slapp í fyrra skiptið, en vonandi ekki núna. Hann er bara hundheppinn að hafa ekki endað ferilinn hjá þessum tveim leikmönnum.

  Nú vil ég ekki mæta Chelsea aftur í bráð. Ég vil ekki einu sinni horfa á leik með þeim í bráð aftur. Kominn með algjört ógeð af þessu liði. Ég ætla mér að reyna að forðast það sem heitan eldinn að lesa eitt einasta orð sem kemur frá vitleysingnum sem þar er við stjórnvölinn. Mér hefur aldrei verið vel við Alex Ferguson, en hann er kórdrengur við hliðina á þessum sora, og maður hefur alltaf borið virðingu fyrir Alex. Virðing og José Mourinho er eitthvað sem fer ekki saman og mun ekki fara saman í framtíðinni.

  Úff, þá er ég búinn að létta all verulega af mér 😯

 5. alveg sammála mönnum um að þetta var fáranleg tækling. hef samt séð þær margar svona áður. en látið nú mourinho vera. Auðvitað stendur hann með sínum manni. og eina leiðin til þess er að sjá ekki atvikið. búist þið við því að sjá hann eftir leik mæla með því að maðurinn verði dæmdur í langt bann. Ef rafa myndi gera það eftir leik með okkur þá myndi ég nú telja hann hálfvita. Wenger t.d. tekur aldrei eftir brotum sinna manna. þetta eru bara eðlileg ummæli eftir leik.

 6. Come on, margir stjórar hafa nú komið fram og sagt eftir leiki að það hafi verið rétt, tæklingin hafi verið ljót, en þeir telji samt ekki að hann hefði átt að fjúka útaf. Það er ekki hægt að verja þennan vitleysing lengur, bara ekki hægt.

 7. en margir þeirra nota hins vegar ég sá þetta ekki vörnina og ekkert að því!
  hugsið um dæmi.
  well mister benitez what do you think of that tackle hamann made? Well it was very bad. I think he should have been sent off. Im gonna send the tape to the FA myself and tell them to ban him for six games.
  hvernig helduru að yrði tekið á móti honum á næstu æfingu?

 8. SAMMÁLA SSteinn!!

  mar er búinn að fá uppí kok á þessum egoista dauðans! Sem betur unnum við þennan riðil og sýndum þeim að við erum betri og verðskuldaðir CLmeistarar.

  Rétt Einar, þýska stálið brotnar ekki auðveldlega, ég er nú ansi hræddur um að ms.drogba hefði kveinkað sér meira ef hann hefði fengið svipað högg á hnéð! 🙂

 9. http://www.anfieldred.co.uk/2005/12/07/essiens-foul Hérna er mynd af brotinu! Líklega er Essien eins blindur og stjórinn, því hann er stjarnfræðilega langt frá boltanum. Svona brot eiga einfaldlega ekki að sjást, og mikið yrði ég fljótur að taka hattinn ofan fyrir þeim stjóra sem sektaði sinn eigin leikmann fyrir svona árás!, 5cm ofar og þá er ferilinn jafnvel búinn! En ég veit að það verður seint, en þetta á ekkert skylt við fótbolta, veit reyndar ekki hverju þetta er skylt Og rosalega þoli ég ekki þetta Chelsea hyski og allt sem þeim viðkemur 😡

 10. Án þess að tjá mig eitthvað um þessa tæklingu hans Essien þá vil ég nú benda á að
  stórhættulegar tæklingar (eins og þessi) sem steven gerrard hefur átt í gegnum tíðina skipta tugum ef ekki hundruðum. Hann hefur nú fengið allt of fá rauð spjöld fyrir þessar tæklingar.

 11. Alveg hreint magnað að þegar verið er að ræða einn ákveðinn atburð sem gerðist í leik í núinu, þá eru menn að draga hitt og þetta inn í það. Það er bara enginn að réttlæta tæklingar sem Steven Gerrard framkvæmdi fyrir löngu síðan. Hann fékk sinn dóm fyrir þetta og það réttilega. Hvað er málið? Af hverju getur þú ekki tjáð þig um þessa tæklingu Essien. Er ekki verið að ræða akkúrat þá tæklingu? Getur þú ekki rætt atvik líðandi stundar? Spurningin og umræðan er um Essien brotið, ásetninginn í því og refsingu sem hann hefði átt að fá og á að fá. Hvernig væri að tala um það en ekki eitthvað sem Steven Gerrard gerði í denn, fékk dóm fyrir og greinilega lærði sitthvað af. Sorglegt svo ekki sé meira sagt.

 12. voðalega eru menn eitthvað pirraðir hérna SSteinn. Ef menn nota svona orð eins og aldrei séð annað eins og þvíumlíkt sem menn eru að nota hér þá er ekki verið að ræða einstakan atburð. Og þá má alveg setja þá í samhengi. T.d. fyrsti leikur Frakka á HM síðast þegar Henry, sem seint verður talinn grófur leikmaður, setti takkana í hnéð á einhverjum. Essien var með mjög ljóta tæklingu en dómarinn sá þetta ekki því hann var að dæma á fyrra atvikið. Mourinho veit að það er ekki hægt að verja þetta svo hann þóttist ekki hafa séð það og reyndi að snúa útúr.það hefði nú verið verra ef Mourinho hefði reynt að segja að þetta væri allt í lagi.

 13. Þetta var ljót tækling og ef dómarinn hefði séð hana þá hefði Essien fokið út af. Sérstaklega þar sem Essien gat alveg dregið út henni þegar hann sá að hann ætti ekki breik í boltann… bara gert til að meiða.

  Þótt 2 aðrir tæklingar í leiknum hafi ekki verið jafngrófar þá voru þær viljandi t.d. Eiður á Finnan og Traore á Shaun Wright-Phillips.

  Mourinho kann ekki að vera “humble” og gefa öðrum credit. Hann er of upptekinn af sjálfum sér og sínum “spilafíklum”.

  Ég var ótrúlega ánægður með agann í liðinu okkar í gær, sama hvað á dundi þá hélt liðið í þá taktík sem lagt var upp með í leikinn. Það var mikið um pústra í leiknum og auðveldlega hefði leikurinn getað endað í vitleysu… en það gerðist ekki. Við komum til að tapa ekki og jafnvel setja eitt mark. Það tókst og við unnum riðill. Málið er látið. Við erum í mikilli framför sem lið og ég er afar bjartsýnn á framhaldið.

  Núna er bara Man U gegn Benfica í kvöld og ég held með Ronald Koeman í kvöld 🙂

 14. Getur vel verið að ég sé haldinn einhverri blindu, en ég sé hvergi neinn nota eitthvað á þá leið að menn hafi aldrei séð annað eins. Fyrst og fremst verið að tala um þetta einstaka brot, og refsingu sem ætti að verða við því. Þú getur kannski bent mér á þetta?

 15. Ég sá þetta atvik með Essien ekki og get því ekki tjáð mig um það en það er greinilegt af umræðunni hérna að hún hefur verið alsvakaleg því mönnum er heitt í hamsi en mér langar að vita hvort að einhver geti ekki frætt mig um það hvenær dregið verður í 16 liða úrslitin, er það á föstudaginn?

 16. Þetta var nú ekki eina tveggja fóta tæklingin sem gerrard hefur tekið á ferlinum, það var það sem ég var að meina. Hann hefur sloppið allt of oft með þessar tæklingar sínar, sem sumir hrósa honum m.a.s. fyrir, þykja tæklingar bera vott um hörku og eitthvað slíkt… en gleyma heimskunni á bak við þær.

  Essien brotið var klárt rautt spjald, en dómarar gera nú stundum mistök eins og allir aðrir. Held að flestir geti nú verið sammála því að liverpool eru nú vel í plús hvað dómaramistök varðar, þannig að þeir eiga langt í land ef það á að jafna hlutina út 🙂

 17. Sverrir, þetta er bara afskaplega slappt argument hjá þér. Það er enginn að segja að Gerrard hafi ekki tæklað svona, en það hefur ekki gerst lengi og hefur ekkert með Essien tæklinguna að gera.

  Og þetta komment er náttúrulega bara djók:

  >Held að flestir geti nú verið sammála því að liverpool eru nú vel í plús hvað dómaramistök varðar.

  Bjóstu í helli allt síðasta tímabil?

  Ef þú ætlar að nefna Garcia markið, slepptu því. Dómarinn hefur margoft sagt að hann hafi verið við það að dæma vítaspyrnu og gefa Cech rauða spjaldið. Hvort heldurðu að Chelsesa menn hefðu valið? Mark, eða víti og Cech útaf?

  Utan þessa atviks væri hægt að telja upp tugi atvika, sem voru Liverpool í óhag á því tímabili.

  Ég man ekki eftir því að dómari hafi haft afgerandi áhrif á leiki Liverpool á þessu tímabili.

 18. Frekar sorglegt Sverrir. Viltu nefna nokkur krjúsíal atriði sem hafa sett okkur í plús, sérstaklega þegar búið er að taka allar vítaspyrnurnar sem voru ekki dæmdar bara í leikjum gegn Chelsea?

  Sammála Einar hérna, afar slappt argument hjá þér með Essien og Gerrard.

 19. Ég man nú mjög vel eftir tilviki (já ég veit mjög langt síðan) í leik gegn Roma þar sem að Babble handlék knöttinn inni í teig… dómarinn dæmir víti en breytir síðan dóminum á ótrúlegan hátt í hornspyrnu.

  En já, talaði kannski aðeins af mér hvað varðar miklum plús… en minnist þó samt þess á þessu tímabili þegar Andrew Welsh var rekinn af velli. Hérna á síðunni var því haldið fram að hann hefði sagt við línuvörðinn “Fuck off”, en samt sem áður var spjaldið fellt niður og bann tekið af honum. Þó svo að liverpool hafi verið yfir 1-0 þá, og einhver lægð hafi verið í leiknum, þá er alveg ljóst að það allar vonir Sunderland manna um að ná jafntefli voru farnar þegar þeir misstu Welsh út af. Einnig þóttu vítin sem liverpool (zenden) fengu gegn portsmouth og Villa (crouch) umdeild að mati bresku pressunnar, en bæði vítin komu liverpool í 1-0 stöðu. Þetta er svona bara það sem manni dettur í hug, getur verið að það séu fleiri tilvik, en getur líka verið að þetta séu einu tilvikin.

  En málið virðist samt aðallega vera það að menn virðast líka bara tala um það þegar dómarar gera mistök hinu liðinu í vil, en annars er ekkert sagt. Maður heyrir ekki Argentínumenn vera að kvarta yfir því að Maradona hafi skorað með hendi 1986 gegn englendingum, né englendinga kvarta yfir því hvort boltinnn hafi farið inn eða ekki í hinu fræga marki á 1966.

  Þess vegna væri ekki úr lagi að koma þessari instant-replay reglu sem er í NFL yfir í efstu deildirnar í Evrópu, þar sem menn geta véfengt 2 dóma í hvorum hálfleik þar til að 2 mínútur eru eftir (reglunni þyrfti þá að breyta þannig að það hentaði knattspyrnuleiknum). Þá þyrfti fólk aldrei að vera rífast um þessi mál 🙂

 20. Frábært!!!! – UEFA búið að kæra Essien fyrir brotið!!! Réttlætinu er fullnægt! (http://www.mbl.is/mm/enski/frett.html?nid=1172752)

  Hvað segir Sverrir við þessum fréttum frá UEFA?

  Einnig langar mig að ítreka það sem ég sagði hér fyrst, að brotið á Eiði jafnast ekki út við árásina á Didi, heldur jafnast það á við brotið á Traore sem gerðist litlu seinna í leiknum!!!!!

  Og varðandi þessar röksemdir með að telja upp vafasama vítaspyrnudóma á tímabilinu … hvar er svar þitt við t.d. þeim ábendingum um að Liverpool hefði átt að fá 2-3 vítaspyrnur á móti Chelsea í fyrri CL-leiknum? Það hefur margoft verið rætt um það í fjölmiðlum. Og hvað hefurðu fyrir þér í því að Liverpool hafi grætt á dómum umfram það að hafa tapað á mistökum dómara?

  Manstu hvaða Chelsea-maður fótbraut hvaða Liverpool-leikmann á síðasta tímabili?

  Ég get líka talið upp atvik…

  Fyrirgefðu að ég spyr (hefur kannski komið fram annars staðar), en með hverjum heldurðu í ensku deildinni í fótbolta?

  Varðandi Essien þá gerir dómarinn mistök, en þú telur upp Gerrard eins og hann sé eitthvað heilagur hjá dómurum, eins og hann fái að sleppa eitthvað meira en aðrir … hafa ekki tæklingar Gerrards bara verið mistök dómara líka? Jafnast það þá út? Eða? Bíddu … hver var aftur punkturinn með að koma með Gerrard inn í umræðuna varðandi árás Essiens á Didi??

  Alla vega, UEFA kærir Essien, vonandi tekur aganefndin rétta ákvörðun!

 21. Ég er alveg 100% sammála þeim fréttum, enda á hann að fá þriggja leikja bann.

  Ég veit ekki alveg hvort menn hafi náð pointinu mínu hérna eða ekki (dálítið óraunhæf pæling í rauninni).

  Málið er að maður heyrir ekki menn segja kannski eftir 1-0 leiki þar sem menn hafa fengið óréttláta vítaspyrnu og skorað úr: “Jæja… hefði átt að fara 0-0… en svo fengum við þessa vítaspyrnu” heldur frekar “Jæja… enn einn sigurinn í höfn… glæsilegur leikur”.

  Ég nefndi gerrard og hans glæfralegu tæklingar… því að þegar hann tekur þessar tæklingar sínar þá eru eflaust margir liverpool menn sem hugsa “jáh… þetta er nú bara harka” “karlmannssport” “helvíti svalur kallinn”, en ekki “æ æ… þetta var nú helvíti ljót tækling” eða “hann á nú skilið að fá bann fyrir þetta”

  Hehehe… og já… Doddi… ég held með besta liðinu í dag… Owen lætur ekki bjóða sér annað (ath: lesist með kaldhæðni). Þetta er nú m.a.s. gamla liðið hans Hamann (og ég held m.a.s. með Þýskalandi líka) þannig að ég er alveg Hamann fan, og finnst það í rauninni ekki vera neitt vafamál hvort að Essien eigi að fá bann eða ekki, heldur einungis hversu langt bann hann eigi að fá.

  P.S. Ég hef aldrei tekið afstöðu með Essien, þar sem ég hef alls engar mætur á honum (sem Íslendingur getur maður ekki stutt manninn sem heldur Eiði á bekknum, og sem hinn venjulegi knattspyrnuaðdáandi þá er það skylda mín að hata Chelsea :smile:)

Chelsea 0 – L’pool 0

Tomkins um Chelsea og Mourinho