Rafael Benitez!

Rafa og Jose skiptast á að tala um hversu litla þýðingu leikur kvöldsins hefur fyrir liðin og að næstu leikir í deildinni séu mun mikilvægari. Rafa [vill fara með sigur í farteskinu](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150762051206-0848.htm) gegn Middlesboro til Japan og það sé aðalmálið sem og José [vill frekar ná 3 stigum gegn Wigan](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4498916.stm) um helgina en vinna leik kvöldsins.
Ég er sammála því, hvort við lendum í fyrsta eða öðru sæti í riðlakeppninni skiptir nákvæmlega engu máli. Við munum fá mótherja í næstu umferð sem eru góðir og við erum ekki vanir að fara auðveldari leiðina að hlutunum. Hins vegar tel ég jafnljóst að bæði Rafa og José vilja EKKI tapa leiknum í kvöld og spilar þar margt inní. T.d. stolt, móralskur sigur, andlegir yfirburðir o.s.frv. Allt þetta segir mér að við séum eftir að horfa á jafnvel varkáran leik, lítið um færi og Hamann besti maður vallarins ásamt Carragher? 0-0 er ekki ólíklegt!

Paco Lloret, skrifaði ævisögu Rafa, [tjáir sig við BBC Sport um Rafa](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/4486000.stm) m.a. hvernig karakter hann er, af hverju hann hefur aðallega keypt spænska leikmenn og hvort hann muni hugsanlega taka við Real Madrid.

>”Rafa knows the Spanish market well and that is why he has mainly signed Spanish players.
But he knows that the team needs English players – it is important for the club’s personality. He likes to discover young players, who have a good level he can improve.”

>”I cannot imagine Rafa working with all the stars at Real Madrid, where Ronaldo goes to Brazil for a month to recover for a month from injury, or David Beckham travels to London for a publicity event. “

>”He likes England and the city of Liverpool. At Melwood he has everything and most importantly freedom.”
>”He likes living in a country with a long tradition of the game, and to be with a great club like Liverpool.”

…. í lokinn ræðir Rafa [um Carragher og að hann geti ennþá bætt sig sem leikmaður](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150763051206-0918.htm) (hvar endar hann þá?). Carragher er Liverpool í gegn og hann fari aldrei neitt. Hann var besti varnarmaðurinn á Englandi í fyrra og það sem einkennir Carra sé stöðugleiki, hann stendur ávallt ÁVALLT sína vakt. SAMMÁLA!

Rafa á eftir argentísku ungstirni

Byrjar Carson í kvöld?