Rafa á eftir argentísku ungstirni

paletta-messi.JPGUngir Argentínumenn virðast vera í tísku hjá fótboltaliðum í Evrópu þessa dagana.

Rafa vill auðvitað ekki vera eftirbátur annarra þjálfara í þeim málum og því er hann á eftir Gabriel Paletta, 19 ára varnarmanni frá Argentínu, sem hefur slegið í gegn með ungmennalandsliði Argentínu.

Paletta leikur með argentíska liðinu Banfield.

[Samkvæmt Sky](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=331740&CPID=8&clid=&lid=2&title=Rafa+eyes+up+Argentine) þá vill Rafa fá hann í janúar og er talið að hann þurfi að borga um 3 milljónir punda fyrir varnarmanninn.

Á myndinni við þessa færslu má sjá Paletta við hliðiná argentíska snillingnum Lionel Messi hjá Barcelona (Paletta er þessi til hægri, fyrir þá sem ekki þekkja Messi).

4 Comments

 1. Tja… það eru ekki margir Argentínumenn sem hafa slegið í gegn í Englandi (Ardiles og Crespo) og það er “debateble” um þann síðarnefnda.

  Veit ekkert um hann og það má vel vera að hann sé “one for there future” en okkur vantar leikmann sem getur spilað með aðalliðinu strax í janúar.

 2. Myndi nú bæta Ricky Villa við þetta. Eins myndi ég segja að Baunadósin hjá ManUSA hafi staðið sig alveg ágætlega.

 3. Já, ég legg ekki mikið í svona að leikmenn frá einhverjum ákveðnum löndum geti ekki spjarað sig í ensku deildinni.

  Einsog SSTeinn, þá er Heinze argentískur varnarmaður og hann var frábær í enska boltanum. Ég er líka fullviss um að Messi myndi t.d. brillera í enska boltanum.

  Sé enga ástæðu fyrir því að þessi strákur geti ekki spjarað sig. Án þess að ég hafi þó hugmynd um getu hans, en ég vil ekki útiloka hann vegna þjóðarinnar 🙂

 4. Ég er ekki að útiloka einn né neinn en 19 ára leikmaður að koma beint frá Argentínu og spila með aðalliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni… ég hef mínar efasemdir. Tel t.d. mun meiri líkur á að Daniel Agger myndi spjara sig strax vel með Liverpool og það komandi úr dönsku deildinni.

  en eins og frægur maður orðaði það einu sinni:
  Þetta er bara mín skoðun!

Kýldu, Rein, kýldu!

Rafael Benitez!