Liðin komin!

Jæja, byrjunarlið kvöldsins eru komin og þau eru sem hér segir. Fyrst, lið Liverpool:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Traoré

Gerrard – Hamann – Sissoko – Riise
García
Crouch

BEKKUR: Carson, Josemi, Warnock, Pongolle, Kewell, Cissé, Morientes.

Cech

Ferreira – Terry – Carvalho – Gallas

Essien – Lampard – Eiður Smári

Robben – Drogba – Duff

BEKKUR: Cudicini, Del Horno, C. Cole, Diarra, Geremi, Wright-Phillips, Huth.

Sem sagt … allt umtalið um að þessi leikur skipti engu máli er farið út um þúfur, að mínu mati. Bæði lið stilla upp nánast sínum sterkustu liðum – Alonso er hvíldur hjá okkur og Morientes fer á bekkinn, og hjá þeim virðist Hernan Crespo fá frí og Del Horno vera settur á bekkinn, en að öðru leyti eru þetta sterkustu liðin sem hægt er að stilla upp í dag, held ég.

Verður gaman að sjá hversu mikla áherslu menn leggja á sigur í kvöld. **Áfram Liverpool!!!**

3 Comments

  1. úff, ég er spenntur en samt drullukvíðinn,,… þetta er svona einsog að bíða eftir einkunn úr prófi sem maður lærði ekkert sértaklega vel fyrir … Mér er nokk sama um jafntefli verð ógeðslega ánægður ef ég næ en er drullukvíðinn fyrir að falla … manni hlakkar bara til þess að svona stundir séu búnar…

  2. Er það gott Einar? Þýðir það þá ekki að við séum með verri menn inná en þeir? :confused: Þætti þér við vera með sterkari bekk en þeir ef Hamann, Riise og Crouch væru á honum í stað Kewell, Morientes og Cissé? (ég held reyndar að Hamann verði maður leiksins!) 🙂

Byrjar Carson í kvöld?

Chelsea 0 – L’pool 0