Chelsea 0 – L’pool 0

Jæja, það fór eins og ég spáði. Í kvöld fóru okkar menn til Lundúna og gerðu **markalaust jafntefli** við Englandsmeistara Chelsea, á Stamford Bridge. Þessi úrslit þýða að okkar menn vinna riðilinn í Meistaradeildinni og fara í fyrsta pott, þegar dregið verður í 16-liða úrslitin á næstu dögum. Það eru *frábærar fréttir* !!!

Nú, markaleysið í kvöld þýðir einnig að okkar menn fengu aðeins eitt mark á sig í sex leikjum í riðli Meistaradeildarinnar, og það í fyrsta leik, þannig að við höfum haldið hreinu þar í fimm leikjjum í röð. Þá höfum við núna haldið hreinu í **níu leikjum í röð** í öllum keppnum – það eru **13,5 klukkutímar** án þess að fá á sig mark! Það er vissulega frábær tölfræði, og ég verð að viðurkenna að mér er stórlétt að við skyldum sleppa með jafnteflið úr þessum leik í kvöld – liðið okkar hefur verið á fleygiferð síðastliðnar vikur, og ekkert lát virðist vera þar á.

Rafa hvíldi Xabi Alonso alveg í kvöld, og kaus að láta bæði Fernando Morientes og Djibril Cissé byrja á bekknum. Í þeirra stað fékk Djimi Traoré tækifæri í bakverðinum, og við byrjuðum með aðeins einn mann frammi. Liðið sem hóf leik í kvöl

Liðin komin!

Moooourinho… ssshhhh!