Byrjar Carson í kvöld?

Chris Bascombe [telur líklegt að Scott Carson](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16453270&method=full&siteid=50061&headline=carson-poised-for-euro-chance-name_page.html) verði í markinu á móti Chelsea í kvöld. Hann segir að aðeins veikindi hjá Jerzy Dudek hafi gert það að verkum að Reina fór með til London, því upphaflega planið hafi verið að skilja hann eftir í Liverpool með Xabi Alonso.

En semsagt, allar líkur eru á að Carson verði í byrjunarliðinu í kvöld og að fleiri varamenn fái að spreyta sig líka.

Já, og Didier Drogba af öllum mönnum er fyrstur til að viðurkenna að Liverpool hafi átt það [skilið að vinna Chelsea í Meistaradeildinni í vor](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16453279%26method=full%26siteid=50061%26headline=reds%2ddeserved%2deuro%2dtriumph%2d%2d%2ddrogba-name_page.html).

2 Comments

  1. Er Rafa semsagt ekki að fara að selja Dudek ?
    Ef hann hefði spilað honum í kvöld myndum við fá mun minna fyrir hann ef við kynnum að selja hann t.d. til Benfica komist þeir áfram á morgun…

  2. Mér finnst líklegt að þetta sé bara afsökun til að þurfa ekki að nota Dudek. Ef hann yrði áfram myndi Rafa vissulega velja hann fram yfir Carson í liðið í kvöld, þar sem þeir eru ólíkt reyndir.

    Annars verður spennandi að sjá liðið í kvöld, úr því ljóst er að Rafa ætlar að hvíla menn og slíkt. Ætli Pongolle, Cissé, Josemi, Traoré og/eða Kewell fái að spreyta sig í kvöld, í stað leikmann sem eru vanir að byrja inná?

    Það gæti orðið áhugavert, þótt ekki sé annað.

Rafael Benitez!

Liðin komin!