Chelsea á morgun!

EINU SINNI ENN …

Þekkja ekki allir þetta Chelsea-lið? Erum við ekki búnir að fjalla nóg um þá? Þeir eru á toppnum í deildinni, þeir eru með Eið Smára, þeir eru yndislegir og Roman Abramovitch er sonur Guðs, þeir eru meistarar, þeir voru *rændir* gegn okkur í Meistaradeildinni í vor, þeir unnu okkur 4-1 síðast, þannig að þessi leikur á morgun er bara formsatriði. Svo skiptir hann ekki neinu máli, þannig að *VIÐ* megum við því að tapa honum (ekki það að Chelsea fari að tapa, no way José) …

Ekki satt?

Dokum aðeins við. Af hverju þarf það að þessi leikur sé “merkingarlaus” endilega að þýða að Liverpool megi við því að tapa honum? Af hverju sér maður ekkert talað um það að Chelsea megi líka alveg leyfa sér að tapa? Ég meina, *hvort liðið er heitara um þessar mundir* ???

Rafa er reyndar búinn að gefa það út að Xabi Alonso verði hvíldur annað kvöld, og mig grunar sterklega að Didi Hamann fái það hlutverk að binda saman svæðið milli varnar og miðju annað kvöld. En það er samt eitthvað sem segir mér að, þótt Rafa sé praktískur og hvíli Xabi Alonso, þá leggi hann mikla áherslu á að vinna þennan leik á morgun.

Af því að þeir unnu okkur 4-1 síðast, á Anfield. Og af því að við erum í raun allt annað lið í dag heldur en við vorum þá, þegar sá leikur tapaðist, og okkar menn vilja örugglega sýna það. Og af því að Rafa vill halda því andlega forskoti sem við höfum enn á Chelsea í Meistaradeildinni. Og bara af því að þetta er Chelsea, og hver vill ekki sigra þá?

Líklegt Byrjunarlið:

Reina

Finnan – Hyypiä – Carragher – Riise

Gerrard – Sissoko – Hamann – García
Kewell
Crouch

Já, það er eitthvað sem segir mér að Rafa fari aftur í 4-5-1 kerfið á morgun, skilji Hamann eftir fyrir framan vörnina og segi Sissoko að hamast í Lampard og félögum. Þá gætu Gerrard, García og Kewell sótt fram og skipst á stöðum innbyrðis allan leikinn. Crouchie verður að sjálfsögðu frammi.

MÍN SPÁ: Æji ég veit það ekki. Það er einhver mórall í mér gagnvart þessum leik, mig langar helst til að sleppa honum. Ég er orðinn svo þreyttur á þessu Chelsea-liði, og svo er ég líka drulluhræddur um að þeir vinni okkur með yfirburðum á morgun og allt hrynji hjá okkur og gamla, góða óöryggið og óstöðugleikinn komi aftur.

En ég ætla hins vegar að spá **0-0 jafntefli** á morgun, sem verður að teljast ansi líklegt þar sem hvorugt liðið þarf að vinna, en hvorugt liðið vill samt tapa þessum leik. Finnst það einhvern veginn líklegt, kæmi mér ekki á óvart, ég býst við þessu. Aldrei þessu vant er ég bara ekkert spenntur fyrir Liverpool-leik, langar helst til að sleppa honum …

Væri samt gaman að sjá John Terry gráta … aftur. 🙂 **ÁFRAM LIVERPOOL!!!**

14 Comments

 1. 🙂 Góður inngangur, Kristján.

  En já, þetta Chelsea lið fer að verða hálf þreytt. Og einsog þú þá hefði ég alveg verið til í að sleppa þessum leik og ég hef einhvern veginn ekki góða tilfinningu fyrir honum.

  En það mikilvægasta er að ef að leikurinn á morgun fer illa, ef við fáum á okkur mark og hugsanlega töpum, að menn láti það ekki á sig fá og halda áfram sínu striki í deildinni og á HM.

  Veit eiginlega ekki hverju ég á að spá. Hef einhverja slæma tilfinningu og finnst það ekki beint upplífgandi að Xabi skuli vera hvíldur. En við lékum nú við Chelsea í vor án Xabi, en unnum samt. Auðvitað var Didi Hamann búinn til fyrir svona leiki.

  En ég er líka sannfærður um að við getum vel unnið þetta Chelsea lið og að það yrði risa móralskur sigur. Eigum við því ekki bara að vera bjarstýnir og segja að við tökum þetta 0-1. Og *auðvitað* skorar Crouchy. Annð er ekki hægt. 🙂

 2. Gengi liverpool batnaði nú gríðarlega einmitt eftir að hann skipti yfir í 4-4-2, þannig að maður myndi nú halda að hann myndi spila áfram á því kerfi. Síðan efast ég nú um að harry kewell byrji þennan leik…

  reina
  finnan – carragher – hyypia – warnock
  gerrard – hamann – sissoko – riise
  crouch – cisse

  Ætli hann leyfi ekki cissé að byrja einu sinni, þar sem að hann fær þá tækifæri í byrjunarliði, og svo jafnframt með þessa kanta þar sem að riise og gerrard yrðu betri í því að verjast þessum köntum þeirra, sem fóru illa með þá í 1-4 á anfield. Síðan yrði Luis Garcia fyrsti varamaður svona til að hrista aðeins upp í þessu ef illa gengur.

  En já… aldrei að vita… kannski kemur benitez öllum í opna skjöldu og spilar bara 4-2-4 🙂

 3. Alltaf gaman þegar maður gleymir br kóðanum…

  reina

  finnan – carragher – hyypia – warnock

  gerrard – hamann – sissoko – riise

  crouch – cisse

  Mín spá 🙂

 4. Maður hefur það svona á tilfinningunni að Morinho muni finna jákvæða hlið á úrslitunum hvað Chelsea varðar hvernig sem þau verða. Ég vona bara að þetta verði góður(lesist: “grófur”) leikur.

 5. Ég er eitthvað voðalega lítið spenntur fyrir þessum leik á morgun. Með einhverja tap tilfinningu á mér núna, voðalega skrýtið.

  Annars sá ég fyrri hálfleikinn hjá okkar mönnum í varaliðinu á móti United. Ótrúlega gaman að fylgjast með varaliðinu, þetta er jú bara eins og 2.flokkur hérna heima svona þannig séð og gaman að geta fylgst með hverjir eru að koma upp og svona. Þess má geta að leikurinn fór 2-0 fyrir okkar menn

  Lítur virkilega vel út þessi Paul Willis markmaður sem er á trial (held ég), var rosalega hrifinn af 11, Danny Guthrie, flotta boltameðferð og svo er Ramon Calliste helvíti efnilegur, vill sjá hann fara að þokast nær aðal liðinu, og svo Mannix sem er hörku spilari.

  Er ekki málið að byrja aðeins að fjalla um varaliðið og svona, hvað er að gerast þar og þess háttar? Ég myndi allavega fagna því. Er ég nokkuð einn á þeirri skoðun?

 6. Þetta verður 7. leikur okkar við Chelasea á árinu!

  01. jan 0-1 tap á Anfield í deildinni
  27. feb 2-3 tap í Cardiff í deildarbikarnum
  27. apr 0-0 á SB í CL
  03. maí 1-0 sigur á Anfieild í CL 🙂
  28. sep 0-0 á Anfield í CL
  02. okt 1-4 tap á Anfield í deildinni

  1 sigur, 2 jafntefli og 3 töp. Unnum þó mikilvægasta leikinn af þeim öllum!

 7. Við vinnum.
  Reina
  Finnan – Carragher – Traore – Riise
  Garcia – Hamann – Sissoko – Kewell
  Gerrard
  Cisse

  Cisse setur þrennu og kyssir Liverpool merkið ítrekað. Hann fer ekki neitt.

  Gefum ensku pressunni stórt FUCK MERKI!

 8. Mér finnst persónulega fáránlegt að sýna Chelsea-Liverpool sem aðalleikinn, þegar að hann skiptir svona litlu máli. Glasgow Rangers-Internazionale væri heitari biti að mínu mati.

 9. Hinrik, hvað heldurðu að margir horfi á Inter-Rangers?

  Berðu það svo við þann fjölda, sem vill sjá Chelsea-Liverpool.

  Ég er alvega sammála um að Rangers-Inter er kannski merkilegri og ég er fúll útí Sýn að sýna ekkert nema ensku liðin, en ég skil hins vegar ákvörðun þeirra varðandi leikinn í kvöld. Þetta er nú einu sinni Chelsea-Liverpool.

 10. Jæja nú reynir á liðið. Var þetta run okkar bara bóla sem springur eða erum við ennþá skrefinu á eftir Chelsea? Þetta kemur í ljós í kvöld.

  Ég myndi vilja leggja allt kapp á að vinna Chelsea á útivelli. Það eru nánast allir heilir, menn með mígandi sjálfstraust og sigurtilfinningin komin í liðið.

  Svo er líka að hefna ófaranna á Anfield. Við látum ekkert lið komast upp með að rúlla okkur upp á eigin heimavelli. Ekkert.

  Vona að menn mæti dýrvitlausir og láti finna vel fyrir sér.

  Svo megum við ekki gleyma því að leikurinn er mjög mikilvægur. Það skiptir öllu finnst mér að lenda í fyrsta eða öðru sæti í riðlinum. Það eru svo miklu léttari lið í öðru sæti. Ef Liver. kemst í átta liða úrslit CL þá getur allt gerst eins og í fyrra.

  Ég hef svo nokkuð góða tilfinningu fyrir leiknum í kvöld. Við vinnum hann 2-0.

  Áfram Liverpool!

 11. Hössi, þú segir: “Var þetta run okkar bara bóla sem springur eða erum við ennþá skrefinu á eftir Chelsea?”

  Mér finnst nú bara einfaldlega við hafa verið skrefinu á UNDAN Chelsea undanfarinn mánuðinn eða svo, ekki skrefinu á eftir.

  En það er kannski bara ég sem er á þeirri skoðun, hver veit.

  En að leiknum í kvöld, ég er ekkert spenntur og vill eins og margir sleppa honum. Spái steindauðu 0-0 jafntefli.

 12. Já, það er náttúrulega meiri markaður á Íslandi fyrir ensku liðin, en ég held að það myndi nú ekki drepa neinn að víkka aðeins sjóndeildarhringinn.

Cisse og Marseille

Kýldu, Rein, kýldu!