BBC: Ronaldinho mun vinna gullboltann

Samkvæmt BBC þá mun Ronaldinho í dag [vinna Ballon D’Or](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/4475808.stm) fyrir besta knattspyrnumann í Evrópu, sömu verðlaun og Michael Owen vann árið 2001.

Ég ætla þá að leyfa mér að spá því að Steven Gerrard lendi í öðru sæti. Hafði reyndar spáð honum efsta sætinu, þar sem að menn úr Evrópumeistaraliðum fá oft verðlaunin, en það er svosem lítil skömm í því að tapa fyrir Ronaldinho, þar sem fáir myndu þræta fyrir það að hann sé besti leikmaður heims þessa stundina.

10 Comments

 1. Gerrard á að vinna þetta og enginn annar.
  Kannski ekki með jafn mikla tækni og Ronaldinho, en er miklu meiri barráttukall , duglegur, og vinnur miklu meira fyrir liðið heldur en Ronaldinho
  :biggrin:

 2. Ég er Liverpool aðdáandi fyrst og fremst, en ég held með Barcelona á Spáni og Juventus á Ítalíu. Þegar þessi lið mætast er röðin alltaf 1. Liverpool, 2. Barcelona, 3. Juventus.

  Ég er hins vegar aðdáandi knattspyrnunnar líka og í henni birtast frábærir einstaklingar. Fyrir mér er Ronaldinho hiklaust knattspyrnumaður ársins, ég bara man ekki eftir jafn skemmtilegum og góðum knattspyrnumanni í langan tíma. Og það er engin skömm fyrir Gerrard að vera á eftir honum.

 3. Auðvitað á Ronaldinho að vinna þetta. Held að enginn geti disdað það eitthvað ef hann verður valinn. Þegar aðdáendur Real Madrid standa upp og klappa fyrir leikmanni Barcelona þá segir það meira en mörg orð.

  Annars á Gerrard silfrið skilið.

 4. >Hafði reyndar spáð honum efsta sætinu, þar sem að menn úr Evrópumeistaraliðum fá oft verðlaunin

  E = Evrópumeistarar, B = Ballon D’Or

  2004 – E: Porto, B: Shevchenko (Milan)
  2003 – E: AC Milan, B: Nedved (Juventus)
  2002 – E: Real Madrid, B: Ronaldo (kom til Real eftir að þeir urðu Evrópumeistarar)
  2001 – E: Bayern München, B: Michael Owen
  2000 – E: Real Madrid, B: Luis Figo (kemur til þeirra eftir að þeir verða Evrópumeistarar)
  1999 – E: Man Utd, B: Rivaldo
  1998 – E: Real Madrid, Ballon D’Or: Zidane(Juventus)
  1997 – E: Dortmund, B: Ronaldo (Inter)
  1996 – E: Juventus, B: Sammer (Dortmund)
  1995 – E: Ajax, B: Weah (Milan)
  1994 – E: AC Milan, B: Stoitchkov (Barcelona)
  1993 – E: Marseille, B: R. Baggio (Juventus)
  1992 – E: Barcelona, B: Van Basten (Milan)
  1991 – E: Rauða stjarnan, B: Papin (Marseille)
  1990 – E: AC Milan, B: Matthäus (Inter)

  Nennti ekki að fara lengra aftur, en semsagt… síðastliðin 15 ár hefur leikmaður sem hefur orðið Evrópumeistari hlotið Ballon D’Or 🙂

 5. Ákvað að skella listanum upp á hentugri máta

  2004 – E: Porto, B: Shevchenko (Milan)

  2003 – E: AC Milan, B: Nedved (Juventus)
  2002 – E: Real Madrid, B: Ronaldo (kom til Real eftir að þeir urðu Evrópumeistarar)

  2001 – E: Bayern München, B: Michael Owen
  2000 – E: Real Madrid, B: Luis Figo (kemur til þeirra eftir að þeir verða Evrópumeistarar)
  1999 – E: Man Utd, B: Rivaldo
  1998 – E: Real Madrid, Ballon D’Or: Zidane(Juventus)
  1997 – E: Dortmund, B: Ronaldo (Inter)
  1996 – E: Juventus, B: Sammer (Dortmund)
  1995 – E: Ajax, B: Weah (Milan)
  1994 – E: AC Milan, B: Stoitchkov (Barcelona)
  1993 – E: Marseille, B: R. Baggio (Juventus)
  1992 – E: Barcelona, B: Van Basten (Milan)
  1991 – E: Rauða stjarnan, B: Papin (Marseille)
  1990 – E: AC Milan, B: Matthäus (Inter)

 6. Þetta er án efna málefnalegasta “þú hefur rangt fyrir þér, Einar” svar, sem ég hef séð á þessari síðu.

  I stand corrected, Sverrir 🙂

 7. Ái! Ósmurt …

  Þakka þér fyrir þetta, Sverrir. Ég hafði mikið gaman af því að sjá Einar éta orð sín. Það gerist ekki á hverjum degi … :laugh:

 8. Það var lítið 🙂

  Annars skemmtilegt að Carragher skuli hafa komist á listann þarna. Hefði samt sem áður viljað sjá Luis Garcia þarna líka, þar sem hann er búinn að vera frábær þetta árið.

Módelið Luis Garcia

Liverpool að nálgast Simao