Man City á morgun!

mancityfowler.jpgJæja, næsti leikur, en á morgun fara okkar menn í stuttan bíltúr yfir til helvítis, og mæta þar Manchester City á útivelli. Þetta verður nánast örugglega hörkuleikur, en leikir þessara liða síðustu ár hafa jafnan verið spennandi og skemmtilegir. Fyrir tveimur árum gerðum við jafntefli við þá á útivelli, og í fyrra unnu þeir okkur 1-0 með marki frá Kiki Musampa. Þá er City-liðið tveimur sætum ofar en við í deildinni, með tveimur stigum meira, en hafa spilað tvo aukaleiki á okkur. Þannig að það er alveg ljóst að við getum hæglega tapað á morgun.

CITY-liðið hefur verið sterkt í vetur, þótt þeir hafi aðeins dalað í síðustu örfáu leikjum. Þeir Andy Cole og Darius Vassell hafa farið á kostum í framlínunni, og fyrir aftan þá hefur Stuart Pearce byggt á duglegri og öflugri miðju og vel skipulagðri vörn. Fyrir aftan þá vörn hefur David James síðan verið í banastuði í haust og fyrir vikið endurheimt sæti sitt í enska landsliðshópnum.

Þá er aldrei að vita nema að Robbie nokkur Fowler komi við sögu á morgun, en hann er víst byrjaður að æfa aftur og spila með varaliði City eftir meiðsli.

LIVERPOOL-liðið spilaði mjög vel gegn Real Betís á þriðjudaginn og voru hreinlega óheppnir og/eða klaufar að uppskera ekki sigur, auk þess sem liðið hefur leikið reglulega vel í síðustu fimm leikjum og ekki fengið á sig mark í þeim. Þannig að ég tel nokkuð líklegt að Rafa Benítez stilli upp óbreyttu liði á morgun, en gæti þó gert eina breytingu. Ég held að Luis García komi inn í liðið fyrir Dietmar Hamann og fari þá á hægri kantinn, en Stevie Gerrard fari þá niður á miðjuna. Liðið myndi þá líta svona út:

Reina

Finnan – Hyypiä – Carragher – Riise

García – Gerrard – Sissoko – Zenden

Crouch – Morientes

Ef við ímyndum okkur þetta lið, þá sjáum við að fyrir utan liðið standa leikmenn eins og Carson, Dudek, Traoré, Warnock, Josemi, Hamann, Potter, Kewell, Cissé og Sinama-Pongolle, þannig að það er ljóst að við erum með hörku samkeppni um stöður í liðinu í dag. Sem er gott. 🙂

MÍN SPÁ: Ég hef sterklega á tilfinningunni að við gerum jafntefli á morgun, annað hvort 0-0 eða 1-1, í skemmtilegum og spennandi leik. Væri persónulega ekkert ósáttur við að gera jafntefli í Manchester á morgun, þótt maður vilji náttúrulega alltaf vinna. En við megum ekki tapa, alls alls alls ekki.

Áfram Liverpool!!!

13 Comments

  1. ekki sáttur við svona megum ekki tapa spá! við bara höldum áfram að vinna. en ég vil fá Cisse inn fyrir Crouch. fókusinn á það hvort Crouch muni skora er orðinn truflandi fyrir liðið. svo kemur Crouch inná í stöðunni 0-2 á 65 mín og setur þriðja og klárar leikinn. góður útisigur og við færumst upp töfluna. up where we belong.

  2. Ég vill og VONA að Kewell byrji inná, hann er kominn í leikform og er alltaf flugbeitur þegar hann kemur inná. Einsog í leiknum á móti Betis gerði hann stórhættulega stungusendingu á Gerrard sem átti nátturulega að vera mark 😡 Kewell inn ! Zenden á bekkinn ! mín spá: 1-0, Cisse með markið.

  3. Ég spái því að við náum í MESTA lagi jafntefli þar sem Stuart Pearce ætlar að beita enskum stíl á okkur. Hann hentar ekki pussycat dolls liðinu okkar þar sem þeir fá aðeins borgað fyrir að spila í evrópukeppninni. Steindautt 0-0 jafntefli.

  4. þarf ekki alltaf að breyta á milli leikja.Sérstaklega þegar liðið spilar ágætlega eins og í síðasta leik.Zenden var líka að spila vel þá. :blush:

  5. er ekk bara alonso meiddur ennþa? :rolleyes: varla hefuru gleymt honum? 😡

  6. Jú Alonso er enn meiddur og líklegt að hann spili ekki samhvæmt greyn á liverpool.is.

    Annas held ég að Cisse muni koma aftur inn í liðið og jafnvel Kewell fyrir Zenden.

    Ég trúi því að okkar menn haldi áfram frábæru formi og vinni þennan leik 2-0. staðan verður 0-0 í hálfleik og svo kemur eitt tilturlega snemma í fyrrihálfleik frá Morientes og svo Crouch setji hann loksins þegar hann kemur inná og klári þetta. Hef trú á því núna að það komi, hef aldrei áður spáð því að hann skori en ég hef einhvernveginn trú á því að það komi núna sjáiði bara til…

    Svo er þetta flott, núna þurfum við ekki að bíða lengi á milli leikja hjá okkur. Sunderland á Miðvikudaginn, Wigan á Laugardaginn næsta og svo Chelsea í meistaradeildinni á Miðvikudaginn 3.des og Middlesboroug strax helgina eftir… Mikið fjör. Sem sagt 5 leikir á næstu tveimur vikum. Vonandi við komum út úr þessu taplaust og verðum komnir upp fyrir Arsenal og Man U í deildinni…:)

    Svo hvað haldiði að Rafa geri á móti Chelsea? Ætli hann leifi mörgum að hvíla eða vilji svo heitt taka Chelsea og jafnframt 1.sæti riðilsinns að hann stilli upp okkar besta liði þrátt fyrir gríðarlegt prógramm á næstuni. Ég held að það sé ómögulegt að sega hvað hann gerir enda sagði hann það sjáfur eftir leikin á móti Betis að hann vissi ekki hvernig hann myndi stilla liði sínu upp í lokaleik riðilsins.

    Spennandi tímar frammundan….

  7. Ætla ekki að segja að það sé pottþétt… en mér þykir líklegra að hann taki Zenden úr liðinu, þar sem hann var hvað slakastur í þessum Betis leik að mínu mati, annað en Hamann sem var einn besti maður liðsins í leiknum, eins og hann er jafnan.

  8. Kewell og Cisse inn fyrir Zenden og Moro. og við vinnum þetta 7-0. David James fer í 4 heimskuleg úthlaup, sem öll kosta mörk. Crouchy með þrennu.

    Þið lásuð það fyrst hér.

  9. Við tökum þennann leik í dag, eftir góða leiki undanfarið kemur ekki annað til greina. Vinnum þetta með einu eða tveimur.

    Já við skulum endilega byrja leikinn með Morientes og Crouch inná, það hefur sýnt sig að þeir klára leikina fyrir okkur, það er nefnilega nóg að þeir skapi sér færi, þannig vinna þeir leiki. Best að byrja með þá og hafa Cisse á bekknum vegna þess að hann gæti slysast til að skora eins og alltaf, og það viljum við jú ekki!!! Framherjar eru víst ekki lengur dæmdir á mörkunum eins og hefur alltaf verið…

    Ég hef reyndar trú á Crouch en mun minni á Moro og Cisse á að spila alla leiki.

    Hugsa að við sjáum garcia og jafnvel Kewell inná.

    Einhver nefni hérna að ofan að þetta væri byrjað að snúast of mikið um það hvort crouch skori.

  10. Þessi umræða um hvort og hvenær Crouch skorar eða ekki skiptir okkur Liverpool menn ekki nokkru andskotans máli. Hann er að spila frábærlega fyrir liðið, og á útivelli er hann enn nauðsynlegri. Í baráttuleik eins og þessum er frábært að hafa mann eins og Crouch sem getur fengið boltann á þeirra helmingi og haldið honum, meðan við fáum fleiri menn í sóknina.

    Cissé verður bókað inná, þarsem hraði hans nýtist mjög vel. þessi leikur fer 0-1. Annaðhvort leggur Crouch upp fyrir Cissé, eða Crouch setur hann sjálfur, jafnvel úr föstu leikatriði.

  11. Jæja þá er Zenden orðinn meiddur. Frá í 3-4 vikur. Hnémeiðsli.

    Meiddist í síðasta leik.

    [TeamTalk]

Fimmti Bítillinn

Crouchy og Cisse byrja