Liverpool bjóða í Serba

Samkvæmt Liverpool Echo þá hafa Liverpool [boðið 4,5 milljónir í serbneska varnarmanninn Nemanja Vidic](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16413547%26method=full%26siteid=50061%26headline=reds%2din%2d%2d4%2d5m%2dswoop%2dfor%2dserb-name_page.html), sem leikur með Spartak Moskvu.

Samkvæmt Echo þá á Vidic að hafa brillerað í undankeppni HM, en Serbía og Svartfjallaland unnu riðilinn, sem Spánverjar voru í og fara því á HM. Vidic er 24 ára gamall miðvörður, en utan þess veit ég ekki nokkurn skapaðan hlut um manninn.

Echo minnast tvisvar á það í greininni að Rafa muni hætta við ef hann sér að Vidic sé ekki 100% ákveðinn í að koma til Liverpool. Samkvæmt greininni ættu 4,5 milljónir að vera nægur peningur fyrir Spartak Moskvu til að láta hann fara frá félaginu.

2 Comments

  1. Já, það er greinilega einhver hreyfing á þessu. Ég veit ekkert um þennan gaur, hef samt lesið jákvæða hluti um hann undanfarið í kjölfar slúðursins, en ef Rafa er reiðubúinn að bjóða 4,5 í hann hlýtur hann að geta eitthvað.

    Hlakka til að sjá hvað úr verður.

  2. Já Ég hafði ekkert heyrt um þennan gaur. En spurði félaga minn út í hann sem er frá Serbíu og hann sagði að hann væri mjög mjög góður. Hann er búinn að vera að fylgjast vel með honum og hann sagði að Juventus og Milan væru líka á eftir honum.

Whitbread til Millwall

Fimmti Bítillinn