Whitbread til Millwall

Hinn bandaríski Zak Whitbread hefur verið [lánaður til Millwall](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150656051124-0932.htm) til 3.janúar (eða út tímabilið).

Þar sem Liverpool er dottið útúr deildarbikarnum, þá var ljóst að Whitbread myndi fá fá tækifæri með aðalliðinu, en það er þó athyglisvert að Rafa skuli láta hann fara með svona fáa til að covera miðvarðastöðurnar. Núna eru það einna helst Djimi Traore og Josemi, sem gætu gert það.

En allavegana, það er vonandi að Whitbread slái í gegn og komi til baka enn sterkari.

7 Comments

  1. Persónulega myndi ég velja Whitbread miklu frekar en Josemi, í þeim leikjum sem ég hef séð hann finnst mér hann vera fínn – hefur gert mistök eins og aðrir, en … jæja, ég segi bara eins og Einar: ég vona að hann komi sterkari til baka.

  2. Hinn bandaríski Zak Whitbread hefur verið lánaður til Millwall til 3.janúar (eða út tímabilið).

    HA? Tímabilið er nú langt í frá búið 3.janúar. Byrjar hann ekki í láninu 3.janúar.?.?
    Eða er ég eitthvað að miskilja eitthvað?

  3. Það sem ég hef séð af whitbread þá hefur hann verið arfaslakur og ekki í Liverpool klassa! Hann verður aldrei frambærilegur knattspyrnumaður… þannig er það bara!

  4. Andri, ef þú lest fréttina, sem ég vísa í þá stendur þar:

    >The initial deal, which begins with immediate effect, lasts until January 3rd and will then be extended until the end of the season.

    Og Whitbread er langt frá því að vera “arfaslakur”. Hann lék t.d. vel í deildarbikarnum í fyrra og í æfingaleikjum í ár. Hvort hann er svo nógu góður til að vera fastamaður í Liverpool er svo annað mál.

  5. Josemi er skaðsemi og við ættum að losa okkur við hann ASAP!! Fyrir mér er þetta staðfesting á að það sé von á einhverjum góðum í janúar.

  6. Whitbread nær vonandi leikreynslu og þroska á lánstímanum og kemur tvíefldur til baka. Hinsvegar er ég sammála því að þetta er þynning á backuppi í mivarðarstöðum liðsins og hlýtur því að merkja að einhver er fastur í hendi þegar glugginn opnast í janúar. Einnig vona ég að einhver komi á hægri kantinn svo ekki þurfi að setja eina manninn sem virðist geta gert mörk í þá stöðu.

  7. Persónulega finnst mér þetta ekki vera þynning á mannskapnum. Traore er fínn sem back up fyrir Hyppia og Carrager.

    Fyrir mér eru Potter og Whitbread langt frá því að vera nógu góðir. Langt frá því. Efast um að Whitbread eigi eftir að meika það í neðri deildum Englands.

    Höskuldur

16 liða úrslitin

Liverpool bjóða í Serba