16 liða úrslitin

Einsog staðan er í dag þá líta 16 liða úrslitin svona út fyrir síðustu umferðina. (skáletruð lið eru örugg áfram)

Lið í 1. sæti
*Bayern Munchen*
*Arsenal*
*Barcelona*
Villareal
AC Milan
*Lyon*
**Liverpool**
Inter

Lið í 2. sæti
*Juventus*
*Ajax*
Udinese
Lille
Schalke
*Real Madrid*
*Chelsea*
Rangers.

Er svo mikill munur á þessum hópum? Annars vegar eru þarna AC Milan og Barcelona og hins vegar eru Juventus og Real Madrid. Í 2. sæta hópnum eru reyndar fleiri “veikari” lið, með Lille, Udinese, Schalke og Rangers þannig að ég býst fyllilega við að Rafa reyni að ná fyrsta sætinu í riðlinum með því að ná jafntefli á “Brúnni”.

Jose Mourinho finnst leikurinn við Liverpool hins vegar [ekki skipta miklu máli](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4465144.stm) og segist sáttur við 2. sætið ef það er raunin. yeeeeeah right!

5 Comments

  1. Já sammhvæmt þessu þá yrði það nú betri kostur að lenda í toppsætinu, en mikið getur breyst í síðustu umferð. T.d minnir mig að AC Milan riðillin sé gríðarlega jafn. En það væri ekki síður gott fyrir sjálfstraustið að enda í fyrsta sæti. Þetta verður skrítin leikur á móti Chelsea ég allavega vil ekki spá byrjunarliðinu sem Rafa stillir upp. Fróðlegt að sjá hvernig það verður, hvort hann gefi einhverjum tækifæri. Mig persónulega er nú farið að langa til að sjá Pongolle þarna inni.

  2. Skv. þessu skiptir öllu máli að lenda í fyrsta sæti.

    Mun léttari leikir ef þetta verður niðurstaðan.

  3. Maurinn er hræddur um að ná ekki efsta sætinu í riðlinum og lætur því sem það skipti engu máli. Það sem á eftir að koma á óvart í þeim leik er að þá mun Pétur baunaspíra, sem ég hefi nú ekki verið mjög hrifinn af til þessa. setj tvö og leggja upp eitt fyrir Nando og við vinnum leikinn 1 – 3. Munið þennan spádóm þegar að leiknum kemur 🙂 :tongue: :laugh:

L’pool 0 – Betis 0 (uppfært x2)

Whitbread til Millwall