Cissé á bekknum …

Ókei, þetta er farið að fara verulega í taugarnar á mér …

Reina

Finnan – Carra – Hyypiä – Riise

Gerrard – Sissoko – Hamann – Zenden

Crouch – Morientes

Sko … með fullri virðingu fyrir Morientes og Crouch, þá eru þeir tveir til samans búnir að skora rétt um einn þriðja af þeim mörkum sem Djibril Cissé hefur skorað í vetur! Og Cissé hefði skorað meira ef hann hefði fengið að taka vítið sem hann átti með réttu að fá að taka, sem vítaskytta liðsins, á laugardaginn.

Ég bara þoli þetta ekki! Menn eiga að fá að vera í liðinu SAMKVÆMT SPILAMENNSKU, og samkvæmt henni eiga Morientes og Cissé að vera í liðinu í kvöld! Morientes hefur skorað 2 mörk í 3 síðustu leikjum, og Cissé hefur raðað jafnt og þétt í allan vetur. En NEINEI … Crouch er tekinn fram fyrir hann.

Þetta er alveg jafn óþolandi og það var á sínum tíma þegar Emile Heskey var alltaf valinn fram yfir Milan Baros og Jari Litmanen, alveg sama þótt þeir skoruðu meira og/eða spiluðu betur. Ef Cissé sér ekki að hann geti unnið sér inn sæti í liðinu með því að spila betur en hinir framherjarnir, og skora meira en þeir allir til samans, hvað á hann þá að halda?

Og hvað eiga hinir framherjarnir að halda líka? Ef Crouch og Nando sjá að þeir þurfa ekki einu sinni að spila neitt sérstaklega vel til að eiga sæti í liðinu … ???

Kjaftæði! Oh hvað ég er pirraður. Rafa er að velja mennina sem hann er enn að vona að hrökkvi í gang fram yfir leikmann sem er í banastuði. Hvernig í fjandanum gagnast það liðinu?!?

Ég panta hér með að taka leikskýrslu, Einar og Aggi, og svo það sé skjalfest hér á síðunni þá er eins gott að við (a) vinnum þennan leik og (b) Crouch og Morientes skori báðir … annars verður þessi leikskýrsla mín ekki fögur lesning!

ÁFRAM LIVERPOOL! Og Áfram Crouch & Nando! Ég styð alla leikmenn Liverpool til dáða á meðan á leik stendur … en að leikslokum verður sko alveg örugglega farið yfir leikinn með raunsæisaugum.

5 Comments

  1. Ég held að þetta sé örvæntingarfull tilraun hjá Benitez til að reyna að fá þá í gang.

  2. Alls ekki sammála þér þarna Kristján. Ef eitthvað er að marka fyrri hálfleikinn, þá er Crouch einmitt í banastuði (veit þó að þú ert að meina að skora). Hann er að spila frábærlega það sem af er leiknum og búinn að spila ágætlega til þessa með okkur. Og þetta er staðreynd. Liðið er líka að spila vel þessi misserin, skorum nóg af mörkum og það skiptir ekki hvaðan mörkin koma, er það nokkuð?

    Kveðja og YNWA

Djibril ó só happí

L’pool 0 – Betis 0 (uppfært x2)