Slaka á “Senda” takkanum

Ok, það þarf bara að ýta einu sinni á “SENDA” þegar þið skráið inn ummæli. Það tekur smá stund fyrir síðun að hlaðast uppá nýtt.

Ég er ekki alveg í stuði til þess að eyða tímanum mínum í að eyða út 7 útgáfum af sama kommentinu. 🙂

Þannig, að ýtið EINU sinni á takkann. Ef ekkert gerist í 20 sekúndur, þá getiði ýtt aftur. En ekki fyrr. Ég er enn að vinna í lausninni, sem eyddi sjálfkrafa út tvöföldum kommentum á gamla servernum. En þangað til bið ég fólkum að passa sig.

Ef það kemur upp “500” villa þegar þið sendið inn kommentið, þá hefur kommentið líklega komist inn (þrátt fyrir villuskilaboðin). Þetta eru enn smá byrjunarörðugleikar við nýjan server.

10 Comments

  1. Rebuild í bakgrunni og málið er leyst, þ.e.a.s. ef það virkar hjá þér 🙂

    LaunchBackgroundTasks 1

  2. Tja, miðað við villurnar sem koma upp þegar ég sendi inn athugasemd þarf að laga meira en bara rebuild tímann 🙂

  3. Jæja, engin 500 villa í þetta skipti.

    Með LaunchBackgroundTasks styttir þú þann tíma sem líður frá því notandi sendir inn komment (ýtir á takkann) og þar síðan birtist aftur. MT smíðar semsagt stöku síðuna og birtir hana strax, en smíðar restina (forsíðuna, rss yfirlit og fleira) í öðrum process.

  4. Ok ekki beint jafn alvarlegt og skilaboðavillur, en það er ein stafsetningarvilla núna, undir Tenglar:

    Einar :: Veflieðari

Cisse og Dudek

Real Betís á morgun!