Real Betís á morgun!

Jæja, á morgun taka okkar menn á móti Real Betís frá Spáni á Anfield, í næst-síðustu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild. Eins lengi og við töpum ekki á morgun erum við öruggir áfram í 16-liða úrslitin, en ef við náum betri úrslitum en Chelsea á morgun (t.d. sigur en þeir jafntefli, eða jafntefli og þeir tap) þá erum við búnir að tryggja okkur sigur í riðlinum. Þannig að við vonumst bara eftir Liverpool-sigri og allavega jafntefli hjá Chelsea í Belgíu. 🙂

Við unnum þetta Betís-lið á Spáni í fyrstu umferðinni, og kom það kannski einhverjum á óvart. Ekki mér þó, við erum jú Evrópumeistarar og Betís-liðið var á þeim tíma að spila fyrsta leik sinn í sögu Meistaradeildarinnar, þannig að eðlilega voru þeir stressaðir og náðu ekki sínum besta leik á meðan Evrópumeistararnir fóru á kostum.

Nú, rúmlega tveimur mánuðum síðar, eru þeir í tómu rugli í spænsku deildinni – gengur ekkert að skora þar og eru í neðri hlutanum – en eftir góðan og mjög óvæntan sigur á Chelsea í síðustu umferð Meistaradeildarinnar eygja þeir von um að komast áfram í 16-liða úrslitin, en til þess þurfa úrslit annarra leikja að vera þeim í hag í síðustu umferðunum, og þeir verða að vinna sigur á Anfield annað kvöld. Þannig að við getum átt von á grimmu Betís-liði á morgun.

Hvað okkar menn varðar sé ég lítið því til fyrirstöðu að Rafa stilli upp svipuðu liði og hann hefur verið að gera undanfarið, en þó gætum við séð allavega tvær breytingar. Ég yrði ekki hissa ef að Morientes – sem hefur skorað 2 mörk í síðustu 3 leikjum – kæmi inn í byrjunarliðið í stað Peter Crouch, og svo gæti ég trúað því að Xabi Alonso eða Momo Sissoko komi inn á miðjuna og Gerrard fari út til hægri í stað Luis García, sem verður sennilega á bekknum til að byrja með – og hugsanlega Alonso líka – eftir að þeir meiddust báðir lítillega um helgina. Efast um að Rafa taki óþarfa áhættu með þessa tvo lykilmenn, en vill eflaust eiga þá á bekknum ef þörf reynist fyrir krafta þeirra. Svo er spurning hvort að Riise komi ekki á ný inn í byrjunarliðið, eftir að hafa misst úr um helgina vegna höfuðmeiðsla.

Þannig að ég tel líklegt byrjunarlið á morgun vera þetta:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Gerrard – Hamann – Xabi/Momo – Zenden

Cissé – Morientes

BEKKUR: Dudek, Josemi, Warnock, Kewell, Alonso/Sissoko, García, Crouch.

Gæti trúað að þetta yrði eitthvað þessu líkt … en eins og alltaf, þá eru vegir Rafa órannsakanlegir. Hann mun pottþétt koma okkur eitthvað á óvart á morgun, eins og venjulega. 😉

MÍN SPÁ: Það er einhver rythmi í varnar- og miðjuleik liðsins þessa dagana sem veldur því að við erum varla að gefa nokkurn séns á að fá á okkur mark/mörk. Því held ég að við komum til með að halda hreinu aftur á morgun, en vinnum samt nauman 1-0 sigur í hörkuleik.

Á morgun fögnum við tryggðu sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, og þar með stórauknum möguleika á sigri í henni í París í vor! Við erum nefnilega Evrópumeistarar Liverpool … og við óttumst ekkert lið! 😀

Áfram Liverpool!!!

10 Comments

 1. Ég veit ekki hvað það er en þessi leikur leggst ekki alveg nógu vel í mig. Spái 1-1, CARRAGHER með markið fyrir okkur :biggrin:

 2. þessi leikur legst mjög vel i mig væri gaman að sja p.Crouch setja eitt og held samt að J.Carragher verði maður leiksins með því að brjóta allar sóknir þeirra upp.

 3. Spái að hann spili 4-5-1 með Gerrard – Hamann – Xabi – Momo – Kewell á miðunni og Morientes einan frammi…

 4. Sko, ef við töpum en vinnum Chelsea í lokaumferðinni á meðan Betis vinnur grínlið Anderlecht þá kemst Chelsea ekki áfram 🙂

  Ætla samt að spá 2-0 og Gerrard og Cisse skora

 5. Við vinnum sannfærandi sigur 3-0. Höldum hreinu líkt og vanalega. Cisse skorar úr þrumuskoti, Morientes skorar úr poti og Garcia lokar þessu með skallamarki (líkt og vanalega).

 6. Menn bara bjartsýnir. Mig langar að vera svartsýnn, svo ég verði ekki fyrir vonbrigðum í kvöld, en ég spái samt sigri Liverpool 2-0. Crouch með tvö :biggrin2:

 7. Ég spái að við vinnum 2-1, Peter Crouch með mörkin. Og ég held að Josemi verði í byrjunarliðinu vegna þess að hann var þar líka þegar við spiluðum síðast á móti Real Betis og ég held að Benitez láti hann aftur byrja inná á móti spænsku liði.

 8. Sælir allir nær og fjær.

  Þetta verður hörku leikur ekki spurning það. Tel afar hæpið að Betis geti stólað á hagstæð úrslit í þeim leikjum sem eftir eru og því verða þeir að vinna báða sína leiki til að komast áfram. Fyrir vikið verða þeir að sækja gegn okkur í kvöld og það á að henta okkur fínt. Því spái ég okkur sigri og það nokkuð öruggum 4-0 sigri.

  Liðið eins og ég spái því: Reina, Finnan, Carra, Sámur, Riise, Garcia (hægri), Gerrard, Sissoko, Zenden, Cisse og Morientes. Morientes setur 2, Zenden og Riise með hin mörkin.

  Áram LIVERPOOL!!!!!

 9. Ég var að lesa það á Sky að Alonso er fit og Betis vantar heila 8 leikmenn vegna meiðsla og leikbanna.

 10. Ég hef sterkann grun um að Peter muni skora mikilvægt mark í kvöld.

  Ættli Owen hafi einhver tíman spila 15 leiki án þss að skora? Svona í alvöru?

Slaka á “Senda” takkanum

Núna ætti þetta að vera komið