Kewell byrjar!!!

Nauj! Harry Kewell er í byrjunarliðinu í dag gegn Fulham!

Liðið er svona:

Reina

Josemi – Carra – Hyypiä – Traoré

Kewell – Sissoko – Alonso – Riise

Cissé – Morientes

BEKKUR: Carson, Hamann, Warnock, García, Crouch.

Sem sagt, Stevie Gerrard er ennþá meiddur og Harry Kewell kemur í liðið. Crouch er enn á bekknum, Cissé heldur áfram í byrjunarliðinu og Nando Morientes fær séns í dag.

Mig grunar að Rafa muni byrja varfærnislega, kannski með Cissé úti hægra megin og Kewell inná miðjunni, í ‘holunni’ svokölluðu fyrir aftan Morientes sem verður sennilega einn uppi til að byrja með. En þetta er engu að síður mjög sókndjörf uppstilling, af fjórum miðjumönnum og tveim framherjum er í raun bara Alonso ekkert sérstaklega sókndjarfur, þannig að við ættum að geta pressað þetta Fulham-lið í dag.

Núna hlakkar mig sko til að horfa á leikinn á eftir. 🙂

4 Comments

  1. Þetta líst mér vel á, var hræddur um það yrði total 4-5-1 en þetta er flott :biggrin:

Fulham á morgun!

Fulham 2 – Liverpool 0