Benitez um Harry Kewell

Það hefur sýnt sig að þrátt fyrir að Rafa hafi oft verið pirraður útí Harry Kewell, þá er hann greinilega aðdáandi hans sem knattspyrnumanns. Það sást kannski einna best þegar hann byrjaði inná gegn AC Milan í Meistaradeildinni.

Ég held að ég geti fullyrt að langflestir Liverpool aðdáendur bíði spenntir eftir því að sjá Kewell spila aftur. Ef að gamli góði Kewell snýr aftur, þá gæti það verið gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir liðið.

Rafa tjáir sig aðeins um endurkomu [Kewell í Echo](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16262245%26method=full%26siteid=50061%26headline=benitez%2d%2dkewell%2dcan%2dbe%2dkey%2dto%2dcrouch%2dsuccess-name_page.html) og segir að hann muni að öllum líkindum spila eitthvað gegn Anderlecht á morgun, en ef ekki þá á laugardag gegn Fullham.

>”I see Harry as a key player to help Peter Crouch develop as our centre forward. We have different players with different qualities and abilities, but Harry is the main one who can get to the dead-ball line and put over the kind of crosses that Crouch likes.

>”I know Harry can do this. When I arrived at Liverpool, I brought with me the memory of once seeing Harry play against Manchester United for Leeds at Old Trafford and he was fantastic.

>”Leeds lost the game, but he gave Jaap Stam a lot of problems, and that is the Harry Kewell I want to see playing for Liverpool.”

>”Harry will need some time to get back to his best, but this is an important season for him.

>”He is disappointed with how it has gone for him during his time here, but he is a professional who knows what he is capable of and he wants to play. He has more confidence in his fitness now. Maybe in the past he didn’t have that kind of confidence, but he does now.”

Gott mál.

Einnig þá staðfestir Rafa að Sami Hyypia muni vera í hópnum.

14 Comments

 1. Gott mál. Hlakka til að sjá hann spila. Fyrir mér er Kewell á slökum degi betri en Riise á góðum. Vona bara að hann sé búinn að ná sér vel af meiðslunum. Hrikalegt að spila þegar eitthvað er að angra mann.

  Svo heyrði ég Anar Björns segja í morgun í fréttum á Bylgjunni að Helguera (Real M.) væri að koma til Liver. Frábært ef satt reynist.

 2. Gott mál. Hlakka til að sjá hann spila. Fyrir mér er Kewell á slökum degi betri en Riise á góðum. Vona bara að hann sé búinn að ná sér vel af meiðslunum. Hrikalegt að spila þegar eitthvað er að angra mann.

  Svo heyrði ég Arnar Björns segja í morgun í fréttum á Bylgjunni að Helguera (Real M.) væri að koma til Liver. Frábært ef satt reynist.

 3. Hvernig ég fór að því að pósta tvisvar veit ég ekki. :confused:

  Sá sem finnur villuna í fyrri póstinum fær eitt stig og fær að fara á Anfield á eigin kostnað en með blessun minni. 🙂

 4. Já, bresku blöðin eru að halda því fram að Helguera hafi komist að munnlegu samkomulagi við Rafa að hann komi á frjálsri sölu næsta sumar.

 5. Einmitt það sem Liverpool vantar, annan varnarsinnaðan miðjutengilið er það ekki ?

 6. Mér hefur nú sýnst Helguera spila oftast sem miðvörður hjá Real Madrid. Hann spilaði sem varnarsinnaður miðjumaður áður en Makalele kom þangað, en hefur síðan þá spilað sem miðvörður bæði hjá Real og landsliðinu og staðið sig vel sem slíkur.

 7. Góðar fréttir ef Kewell verður í hópnum á móti Anderlecht en þó vill ég hafa sama byrjunarlið og á móti Blackburn nema ég vill að Hyppia komi inn fyrir Warnock og Traore fari í vinstri bakvörðinn og Garcia komi inn fyrir Josemi, Finnan fer þá í hægri bakvörðinn og Garcia á hægri kant og Zenden heldur þá stöðunni vinstra megin. Hössi, villan er að í fyrri póstinum vantar r-ið í Arnar 🙂

 8. Ef Kewell heldur sér heilum út tímabilið og kemst í gott form þá er hann ennþá já ég fullyrði það ennþá toppleikmaður.

  Hvað varðar Helguera þá fagna ég því ef satt reynist að hann sé á leið til LFC. Verður klárlega notaður sem miðvörður þótt hann geti vel spilað sem varnarsinnaður miðjumaður.

 9. Gleði gleði gleði!!! Kewell er klassa leikmaður og eins og Hössi benti á þá er slakur Kewell betri en BESTI Riise.

  Rafa segir að Kewell geti verið lykillinn að markareikningi Crouch og Morientes. Það væri frábært ef svo yrði. En ég skil þó ekki eitt, afhverju talar hann ekkert um Cisse í sambandi við endurkomu Kewell? Sé ekki annað en að Kewell gæti skapað aragrúu af mörkum fyrir Cisse, þar sem Kewell er með baneitraðar sendingar hvar sem hann er á vellinum, útsjónasamur með eindæmum og sneggri en flestir í liðinu í dag. Gott fyrir Cisse!

  Nú förum við vonandi að sjá hraðaupphlaup sem ná inn í teig andstæðinganna og þar held ég að Kewell og Cisse/Morientes séu meira ógnandi en Kewell og Crouch.

  Helguera væri frábær viðbót þar sem hann er að mínu mati klassa leikmaður!

 10. Ég er sammála Geira og Hössa, Kewell er mörgum klössum betri en Riise.

  Manni er spurn eins og Geira, hvar er Cisse í öllu þessu umtali Benitez um Kewell? Ég veit ekki betur heldur en að Kewell hafi lagt upp ófá mörkinn fyrir Baros í fyrra. Hví ætti hann þá ekki að geta leikið sama leik með Cisse í sókninni.

  Það er líka skrítið að lesa í viðtölum við Benitez að Cisse verði að skora í hverjum leik til að halda sér í liðinu(óbeint). Er þetta ekki óþarfa pressa, hvað með Crouch þarf hann bara að skora í 10 hverjum leik til að skila sínu fyrir liðið. Vonandi gleymir Benni því ekki að það er eðlileg að krefjast marka frá öllum sóknarmönnum LFC.

  “I see Harry as a key player to help Peter Crouch develop as OUR CENTER FORWARD. Það er ljóst að Benitez er búinn að ákveða sig hver sé sóknarmaður nr. 1 hjá LFC.

  Krizzi

 11. Málið með að Rafa minnist ekki á CIssé í þessu samhengi er sú að Cissé er ekki eins háður fyrirgjöfum og Nando og Crouch, en að sjálfsögðu mun Cissé græða á því að Kewell snúi aftur, eða rétt eins og allt liðið.

 12. Jamm, Krizzi ég tók einmitt eftir þessum ummælum líka hjá Benitez, það er þetta “our centre forward”. En ég held að við eigum ekkert að lesa útúr þessu. Held að Benitez hafi bara meint þetta almennt séð, en ekki verið að ákveða að Crouch skyldi vera maður númer 1.

 13. Liverbird hefur unnið sér inn ferð á Anfield. Góða ferð.:wink:

  Svo er ég mikið farinn að hlakka til næstu leikja. Hef góða tilfinningu fyrir þeim. Eitthvað jákvætt finnst mér í gangi á Anfield þessa dagana.

  Fáir meiddir og menn virka á mig eins og það verði hart barist um stöður í liðinu. Morientes, Zenden, Sissoko og Warnock sýndu að mínu mati allir í síðasta leik að þeir eiga skilið sæti í liðinu.

  Þá kom Traore vel út í miðverðinum.

 14. Hössi, þú færð ferð á Anfield í verðlaun fyrir jákvæðasta kommentið á þessari síðu frá Chelsea leiknum. Þetta hefur verið allt frekar neikvætt, en ég er sannfærður um að með Kewell og svo á laugardag Gerrard innanborðs, sem og heilan Morientes (sem klikkar varla aftur á þrem færum einsog á laugardaginn) að þá fari þetta að smella.

  Ég er líka nokkuð bjartsýnn. 🙂

Dollan

Anderlecht á morgun!