Allir tjá sig um Crouch og meira til…

Það virðast allir á Englandi hafa áhuga á því að tjá sig um Crouch núna, segja hvað hann sé góður, að hann muni skora mörk o.s.frv. Æi ég veit ekki hvað ég á að segja… ég vona hálfpartinn að Cisse og Morientes spili frammi gegn Blackburn og Crouch fái bara frí og verði ekki einu sinni í hóp.
[Hamann um Crouch!](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150263051014-1251.htm)
[Sven Göran um Crouch.](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150258051014-1007.htm)
[Rick Parry um Crouch](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150251051014-0905.htm) og fleira til í sínum pistli.
[Rafa um Crouch.](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150264051014-1418.htm)
… og síðast en ekki síst [Chris Bascombe um Crouch.](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16249157%26method=full%26siteid=50061%26headline=lay%2doff%2dcrouch-name_page.html)
Njótið að lesa um CROUCH!

Zenden [segir að hann eigi ennþá eftir að sýna sitt rétt andlit í Liverpool treyjunni](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150259051014-1019.htm) og að hann vonist til að fá að spila gegn Blackburn um helgina (ég vona það líka).

Rafa [segir að það sé allt í himnalagi milli hans og Cisse.](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150265051014-1430.htm) Ég trúi því samt rétt tæplega…

“I have been talking with him about the press rumours and told him he just has to concentrate on the next game and prepare well for it. I said that if he scores goals then it’s good for me and it’s good for him.”

… en hvernig væri þá að nota leikmanninn eitthvað og leyfa honum t.d. fá 2 leiki í röð í deildinni og hann starti einnig.

Le Tallec [er byrjaður að tuða hjá Sunderland.](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=315212&CPID=8&clid=&lid=11&title=Le+Tallec’s+uneasy+feeling) Hann sé ósáttur að Sunderland spilar bara með einn senter og hann þurfi að verjast mest allan leikinn og fái lítið af marktækifærum. Ég held að þessi drengur eigi enga framtíð hjá LFC eftir tímabilið, bæði það að hann virðist ekki vera neitt sérstakur leikmaður ásamt því er hann greinilega ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni.
Mick McCarthy (bestir vinur Roy Keane) [svaraði stráksa](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=316173&CPID=8&clid=&lid=2&title=Mick:+Le+Tallec+will+learn) og mér fannst hann gera það bara nokkuð vel.

“I know he is frustrated, but it doesn’t mean I’m going to pick the team any differently because of it.
“Part of the reason Liverpool wanted him to come here was to perhaps learn that side of the game.
“He has a lot of talent and ability, what he is learning at the moment is that he needs to put a shift in as well.”

… í lokinn þá hefur Gerrard verið [tilnefndur sem leikmaður ársins hjá FIFA](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=315837&CPID=8&clid=&lid=2&title=Fifa+name+World+Player+list) ásamt 30 öðrum. Ég tel akkúrat engar líkur á því að fyrirliðinn okkar verði fyrir valinu.

3 Comments

 1. Ég ætlaði reyndar að tippa á það að Gerrard yrði fyrir valinu, einfaldlega vegna þess að hann var besti leikmaður Evrópumeistaranna. Ég er allavegana nokkuð viss um að hann verði meðal þriggja efstu.

 2. Einar, ef þú heldur að Gerrard verði valinn ertu í einhverju draumalandi. Mín spá um þrjá efstu er þessi:

  Ronaldinho
  Kaká
  Frank Lampard

  Og trúið mér … Frank Lampard á eftir að verða fyrir valinu. Það yrði bara eitthvað svo týpískt. En ég er eiginlega viss um það.

 3. Le Tallec er samt alltaf að standa sig með undir 21 árs liði Frakka, skoraði seinna mark þeirra á móti Kýpur í 2-0 sigri fransmanna, og gott ef að hann lagði ekki upp fyrra markið.
  En ég er sammála því að hann hefur ekkert verið að virka vel með LFC.

Gerrard á bekkinn (skv. pressunni í London)

Blackburn á morgun!