Speedy: spurning um Hvenær ekki Hvort

speedy_gonzalez_2.jpgJæja, góðar fréttir af leikmannakaupum. Svo virðist sem við getum hætt að hafa áhyggjur af því hvort Mark “Speedy” Gonzalez verður keyptur, þetta virðist frekar vera spurning um hvenær.

Paco Herrera vill meina að Speedy gæti jafnvel farið beint inn í aðalliðið hjá okkur, þegar hann verður keyptur. Flott mál! 😀

Mæli einnig með góðri grein um Paco Herrera: Hann skipuleggur bjarta framtíð Liverpool!

Nú er bara að vona að Gonzalez komi í janúar, ekki veitir af. Við vitum að hann kemur pottþétt næsta sumar, en þá fær hann spænskan ríkisborgararétt, þannig að þetta er bara spurning hvort hægt sé að fiffa eitthvað til og fá hann fyrr. En hann er pottþétt að koma, að því er virðist.

Íbba, íbba, andere …

7 Comments

 1. Þetta er bara spurning um tíma sem eru frábærar fréttir, ef ekki í janúar þá næsta sumar þegar hann fær Evrópskt vegabréf 🙂

 2. Ekkert nema tær snilld að maðurinn skuli fá evrópskt vegabréf þar sem að hann verður ekki “útlendingur” lengur :biggrin:(munum allir helv…. vesenið sem við lentum í þegar við ætluðum að landa honum sl. sumar……).

 3. ATH! Vinsamlegast ekki setja tengil á frétt beint inn í fyrstu línu ummæla! [innskot, Kristján Atli]

  Sjá frétt á LiverpoolFC.tv hér.

  Athyglisvert það sem haft er eftir RAFA í síðastu málsgreininni.

  “People have suggested we need to get more crosses into the area for him [Crouch] and I agree with that. We’re working hard in training at finding ways to cross for Crouch and also Morientes.” (Greinilegt að Cisse er ekki inn í myndinni ……) 😡

 4. Crouch og Morientes líka, eru mennirnir sem þurfa helst á þessu að halda til að skora.

  Þetta er eimmit ástæða þess að maður spyr sig hvers vegna Cisse er ekki meira notaður frammi.

Gerrard aðeins frá í 11 daga og styttist í Kewell og Mellor.

Sepp Blatter talar af viti!