Marseille blankir + tyrkneskt undrabarn

Mikið ofboðslega eru forráðamenn Marseille í takt við raunveruleikann. Það vita allir að Cissé langar einhvern tímann á ferlinum að spila fyrir þá – uppáhalds liðið sitt – og það hefur ekki farið framhjá neinum að hann er ósáttur við stöðu sína hjá Liverpool þessa dagana. Hins vegar ættu Marseille-menn að vita það nú þegar að það kemur ekki til greina, undir neinum kringumstæðum, að lána Djibril Cissé til annars liðs. Eini kosturinn sem kemur til greina væri að borga a.mk.k. 9-10m punda fyrir hann, sem við gætum þá notað til að kaupa staðgengil.

Ég meina, við neituðum 8m punda tilboði frá Tottenham í ágúst, þannig að það kemur ekki til greina að selja hann væntanlega nema við fáum hærra tilboð en 8m. Þannig að ég legg til að einhver í Marseille-borg taki að sér að slá þessa gæja utan undir og hrista duglega upp í þeim. Þeir eru í engum tengslum við raunveruleikann ef þeir halda að við lánum þeim Djib í janúar.

Æjá, og Nuri Sahin, sautján ára tyrkneskt “undrabarn” hjá Borussia Dortmund var í dag orðaður við Liverpool, Arsenal og Chelsea. Sem þýðir að Chelsea kaupa hann á 20m punda næsta sumar. Hann á víst samt að vera súper góður, þannig að menn geta látið sig dreyma.

Landsleikjahlé rokka!!!

Hvað gerir Rafa núna?