Rafa hefur trú…

lfc joke.jpg
Rafa [segir strákunum okkar að halda áfram](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=313473&CPID=8&clid=&lid=2&title=Rafa+rallies+Reds) og hafa trú á því sem hann er að gera, það muni bera árangur… bráðlega! Það er klárt mál að ef allir eru samstíga og hafa einlæga trú á því sem þjálfarinn er að gera þá er líklegra að árangur náist en ella.

Rafa [tjáir sig einnig um Kewell](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150199051006-0848.htm) og ljóst er á þessu að hann hefur trúa á kappanum.

“When he’s back with us it’ll be like signing a new player because he has a lot of quality…”

Ég er sammála Rafa, ég hef ekki gefist uppá Kewell og vona svo innilega að hann komi til með að spila á eðlilegri getu hið fyrsta.

Við höfum margir undrað okkur af hverju Rafa noti Cisse svona lítið og ég rakst á ágæta [grein um þetta málefni](http://www.squarefootball.net/article/article.asp?aid=2363).

Speed to burn, an eye for a goal, the ability to drift out wide and provide goals for others? It?s going too far to compare Cisse to Thierry Henry, but France manager Raimond Domenech obviously feels that the 24 year-old is an adequate replacement.

Ég vil sjá Cisse fá meiri séns og líkt í kemur fram í greininni þá grunar manni eins og eitthvað persónulegt sé á milli Benitez og Cisse en samt hefur ekkert komið fram um það. Mér er bara algjörlega óskiljanlegt af hverju hann fær ekki séns þá til að sýna okkur að hann sé lélegri en Crouch.
Hvað finnst þér?

4 Comments

  1. Ég er sammála Agga og Benna, LFC þarf nauðsynlega á Kewell “í formi” að halda eins og liðið er að spila þessa dagana.

    Jú eins og Benitez kemur inná þá hefur Kewell ákveðinn hæfileika, hann felst í því að geta tekið menn á, hæfileika sem sárvantar hjá kantmönnum LFC í dag(fyrir utan Garcia).

    Annars man ég ekki eftir kantmanni hjá LFC sem gat/getur sólað menn upp úr skónum og lagt síðan upp mörk eða skorað sjálfur, síðan John Barnes var á vinstri kantinum. Reyndar átti Macca eina og eina rispu en ekkert í líkingu við það sem Barnes gat gert. Aftur á móti hafa man u og c$$$$$$$ svona leikmenn í dag, Giggs, Ronaldo, Robben, Duff. Vonandi náum við að bæta úr því fyrr en seinna.

    Að lokum stutt bæn: “Guð gefðu það að Kewell komist í topp form þannig að hann geti lagt upp fullt af mörkum og að hann klári tímabilið án þess að meiðast”, amen.

    Krizzi

  2. Þessu verður maður að vera sammála hjá Krissa. Úffff ef við ættum einn eins og John Barnes.
    Ætla ekki að bera Kewell og Barnes saman hér en Kewell (í formi) er heimsklassa leikmaður. Kewell (í formi) er nákvæmlega það sem okkur vantar núna! Hann er þannig leikmaður að hann getur unnið leiki fyrir liðið.
    Ætla að vera bjarsýnn og segja að Kewell mæti sterkur til leiks og koma hans komi liðinu á sigurbraut.

    Vonum að Krissi og allir þeir sem munu fara með þessa hugljúfu bæn næstu vikur og mánuði verði bænheyrðir.

    Geiri

  3. Já og annað, Hössi benti á eitt um daginn sem ég tek undir. Afhverju er Gerrard að taka hornin? Hann á að vera inn í boxinu eða þá þessi graði leikmaður sem tekur og hamrar dauðu boltana eftir hornin í netið!!!!! Vantar gredduna í þessum föstu leikatriðum hjá liðinu.
    Langar að sjá Alonso eða Garcia taka hornin og þá er ég sannfærður um að við fáum fleiri mörk…..

    Geiri

  4. ég er ekki alveg nægilega sannfærður með Kewell. Finnst hann ekki hafa sýnt neitt frá því hann kom til Liverpool til þess að geta sagt að hann sé heimsklassa leikmaður.

    Mér er alltaf minnistætt þegar LFC spilaði á móti man utd og Kewell tók þessi svaðalegugstu skæri sem ég vildi að ég hefði aldrei séð (eins og hann hafi náð að gera þau í slow motion), á meðan Ronaldo lék sér allan leikinn með tuðruna, skæri eftir skæri. Það var alveg við það að maður skammaðist sín fyrir hvursu kjánalegur Kewell var.

    En kannski er það bara ég sem er ekki að sjá hæfileika hans, alveg eins og ég er ekki að sjá meinta hæfileika Alonso, sem allir lofa bak og fyrir.

Nýr pistill

Rafa hefur EKKI áhuga á Joaquin