Rafa hefur EKKI áhuga á Joaquin

spa_joaquin_290.jpg

Ja hérna. Liverpool hafa slegið því uppá forsíðu heimasíðu sinnar að þeir [hafi EKKI áhuga á að fá Joaquin til liðsins](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150203051006-1016.htm). Rafa segir:

>”These stories are false. I keep reading in the Spanish press that we are trying to take Joaquin to England. The agent did not come to the Chelsea game and we have never made any offer or suggested other players as part of a transfer deal.

>”Our position is clear. We are **not interested** in bringing the player to Anfield and I can only assume that people in Spain are trying to move the player out of Betis.”

Ja hérna. Það er skrítið að heyra svona afdráttarlausa neitun á áhuga á einum leikmanni. Það virðist af þessu vera svo sem að Simao sé kostur númer 1 fyrir hægri kantinn í janúar.

Það bara svona. Ekki einu sinni áhugi á að fá Joaquin. Ekki neitt um að hann sé of dýr, bara “not interested”.

5 Comments

  1. Þetta er plott… ég er 100% á því. Auðvitað höfum við áhuga á leikmanni eins og Joaquin þ.e. ef hann er falur.

    “…I can only assume that people in Spain are trying to move the player out of Betis.?

    bara þessi setning segir mér að eitthvað býr undir þessari yfirlýsingu.

  2. Eigum við ekki að vona að hann sé að reyna að tryggja að það verði ekki önnur eins vitleysa og með simao? Svo gæti líka verið að han hafi engan áhuga á Joaquin, þá væri Rafa reyndar geðveikur og við vonum að hann sé það ekki.

  3. Skrítin ummæli. Undarlegt að lýsa því svo afdráttarlaust yfir að vilja ekki leikmann sem er akkúrat sú tegund af leikmanni sem við þurfum.

  4. Maður veit nú ekki hvernig maður á að lesa í þetta. Er Rafa svona hreinskilinn? Eða er hann að halda verðinu niðri opinberlega og þar með að láta sem menn hafi lítinn áhuga og draga þar með ekki of mörg lið inn í þetta? Eða eru þetta bara skýr skilaboð þess efnis að Simao sé einn á listanum og að hann komi pottþétt í janúar?

Rafa hefur trú…

Cisse hundöskufúll