Meira um Djibril

Í framhaldi af góðum pistli Kristjáns í gær, þá eru flestir fjölmiðlar búnir að éta upp ummæli Djibril Cisse um stöðu sína hjá liðinu. Þar á meðal [BBC](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4311034.stm). Eftir honum er haft:

> “I accept Rafa Benitez’s decisions and I’m patient. But I’m not going to stay on the bench all season.

>”At the moment it is only the start of the season but if the situation does not change, my thinking will be different in December.”

Semsagt, ef þetta lagast ekki þá vill hann (hugsanlega) fara í Desember. Er það furða?

6 Comments

 1. Fjölmiðlar vilja náttúrulega oft á tíðum blása hlutina upp og búa til mat úr engu. Hins vegar finnst mér Cisse bara vera að segja hið augljósa, hann hefur metnað til að spila, telur sig nægilega góðan og annað hvort verður það hjá LFC eða annars staðar.

  Hins vegar segist hann þolinmóður og tilbúinn að sjá hvað gerist fram að jólum.

 2. Fjölmiðlar munu blása þetta meira upp á næstu dögum. Hann er í viðtölum í Frakklandi og er hætt við því að þetta verði eitthvað mistúlkað.

  Annars er ekkert skrítið að hann segi þetta. Hann er glettilega rólegur þrátt fyrir allt. Hann virðist akkúrat ekki vera rólega týpan og taka hlutunum með ró.

  Vonum að hann haldi ró sinni og láti verkin tala á vellinum.

 3. ég sé ekkert að þessum ummælum hans, hann er bara metnaðargjarn maður sem þráir að fá sénsinn á að sanna sig. fjölmiðlar lifa á að snúa út úr og blása út ummæli eins og við vitum allir og rafa manna best, þannig að ég held að hann sjái ekkert að þessum ummælum.

  nú er bara að vona að rafa blási til sóknar gegn fulham og spili með 2 framherja, og þá cisse og einhvern annan.

  cisse verður bara að passa að ef hann fær sénsinn, að þá ætli hann ekki að sigra heiminn, hann er eflaust búinn að setja svaka pressu á sjálfan sig um að hann verði að skora strax og helst nokkur mörk. svoleiðis hugsun gæti komið í bakið á honum.

Framherjavandinn

Nýr pistill