Hyypia var veikur

Jæja, er [þetta](http://www.football365.com/news/story_164666.shtml) ekki ágætis dæmi um það að breiddin í varnarleiknum er ekki nógu góð:

>Hyypia had spent 24 hours in his sickbed and had not eaten all weekend before having to step out against Drogba and his unbeaten Chelsea team-mates at Anfield yesterday.

>”When I came off the pitch I went straight to the toilet to throw up, I had been unwell for a couple of days. My whole family had been sick.

Magnað! Af hverju er maðurinn látinn spila þegar ástandið er svona?

6 Comments

 1. Klár mistök hjá Rafa að láta hann spila. Traore hentar betur í miðverðinum heldur en í bakverðinum, að mínum dómi, og hefði hann getað leyst þessa stöðu.
  En það er alltaf hægt að vera vitur eftir á 🙂

 2. Það bara hlaut eitthvað að vera. Ég tók eftir því að um leið og Sami fékk boltann þá ruku alltaf 2 til 3 chelsea menn í að pressa hann, spurning hvort fregnir af veikindum Samis hafi borist til Mourinho. Hann var mjög ólíkur sér í þessum leik.

 3. En það er gallinn við Traoré að hann er alltf klaufskur.
  Ég hefði samt sjálfur viljað sjá einhvern annan en hyypia spila þennan leik þar sem hann var greinilega ekki í standi til þess og við verðum að treysta einhverjum öðrum í stöðuna. Hvort sem það er traoré(kannski þarf hann bara tíma í stöðunni) eða whitbread, josemi eða annar.

 4. fyrir það fyrsta… Velkominn tilbaka Einar!

  Já þetta segir nú allt um breiddina hjá okkur…

  SKANDALL

 5. Nauj … kominn heim, býst ég við?

  En já, þetta er algjör helvítis skandall. Ég veit að þetta var Chelsea sem við vorum að spila við, en kommon … var ekki betra að setja Traoré eða Josemi – já eða jafnvel Whitbread – í miðvörðinn en að hafa Hyypiä sárlasinn þar gegn Drogba???

  Skyndilega sé ég meira eftir því að hafa ekki keypt Gabriel Milito í sumar en nokkurn kantmann… þetta eru augljóslega tvær stöður sem við verðum að leysa strax 1. janúar!

Hvað á að gera?

Alonso … vill … Simao