Alonso … vill … Simao

sabrosa_top_target.jpg

Xabi Alonso segist búast við að nýjum leikmönnum í janúar. Hann er á því að við þörfnumst þess nauðsynlega að fá liðsstyrk, og það sem fyrst:

>”We are trying to use all the options we have at the moment, but I think you can see we still need a little more.

>All we can do is wait until the transfer window opens again in January. Until then we must start winning as soon as possible because we are not in a comfortable position.”

Hann er ekki einn um þá skoðun.

Skv. fréttum í dag þá hefur Rick Parry nánast viðurkennd að Simao Sabrosa, fyrirliði Benfica, verði efstur á óskalista Liverpool þegar leikmannaglugginn opnar að nýju á nýársdag. Þeir eru nokkrir innherjarnir og/eða fréttamennirnir í Bretlandi sem vilja meina að það sé þegar búið að ganga frá kaupum á Sabrosa, það sé bara verið að bíða með að tilkynna það þangað til í janúar … til að gefa aðdáendum Benfica séns á að venjast tilhugsuninni. Við munum öll hvað gerðist í lok ágúst, við vorum nánast búnir að ganga frá kaupum á honum þegar allt varð vitlaust meðal aðdáenda Benfica – og í kjölfarið þorðu þeir ekki að selja hann.

Ég sá Sabrosa spila með Benfica gegn Man U í Meistaradeildinni í síðustu viku, á Old Trafford. Þar var hann alveg frábær, sennilega besti leikmaður vallarins ásamt Manuel Fernandes og Luisao liðsfélögum sínum. Vinnslan í honum var rosaleg, hann tók menn á upp báða vængina, dældi fyrirgjöfum inn í teiginn og skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Virðist vera leiðtogi á velli, maður sem félagarnir geta leitað til þegar þá vantar þetta ‘extra’ og einnig vera akkúrat sá kantmaður sem við þurfum. Kaup’ann, verst að hann á ekki tvíburabróður…

Allavega, slúðrið fer að fara almennilega af stað aftur. Það styttist í áramótin og leikur Liverpool-liðsins ber það með sér að menn bara trúa ekki öðru en að einn miðvörður og allavega einn kantmaður verði verslaðir í janúar. Þannig að við eigum örugglega eftir að vera orðaðiðr við haug af leikmönnum næstu þrjá mánuðina. Sem er ágætt svo sem, ef það styttir þessi helvítis landsleikjahlé eitthvað.

16 Comments

 1. En hvað með Joaquin? Ég hef ekki getað fylgst nógu vel með því slúðri, en las eitthvað um umboðsmann hans á Anfield. Var það bara rugl?

  Annars frekar skrítið að Parry skuli opinbera svona hluti, hann hlýtur að finna fyrir verulegum pirringi frá aðdáendum.

  Það var náttúrulega fáránlegt að þetta Simao dæmi hafi ekki verið klárað í ágúst.

 2. Það var ekki slúður. Umboðsmaður Joaquín kom til Liverpool og horfði á okkur gera jafntefli við Chelsea í síðustu viku, og í kjölfarið bárust fréttir frá áreiðanlegum aðila að við værum búnir að bjóða 30m Evra í hann.

  Hins vegar hafa aðrir fjölmiðlar ekkert fjallað um það, þannig að ég bíð í raun frekari frétta af því áður en ég set inn frétt. En ef við erum að bjóða 30mE (u.þ.b. 20.75m punda) í Joaquín er ljóst að peningarnir eru til staðar fyrir janúar.

  Sjáum til. Ég býst við Simao en þori varla að vona að Joaquín komi líka, eða í stað Simao. Það yrði bara of gott til að vera satt.

 3. Einhvern vegin tel ég meiri líkur á að við förum eftir Joaquin en Simoa. Hann er spænskur og verður í janúar búinn að upplifa stemminguna á Anfield þegar við mætum þeim í CL.

  Kannski óskhyggja… en maður má dreyma… sérstaklega þegar maður heldur með Liverpool á þessum síðustu og verstu!

 4. ég held alveg örugglega að simao sé örvfættur leikmaður, þar sem ég vona og trúi að Kewell ná fyrri styrk þá ætti vinstri kanturinn að vera þéttur með zenden og riise sem ágætis varamenn. en væri þá ekki nær að kaupa réttfættan mann til að dekka hægri kantinn, ég hef svo sem heyrt að simoa geti leyst báðar kantstöðurnar en einhvern veginn er ég fastur í þeirri hugsun að á hægri kantinum eigi að vera réttfættur maður. ég vona svo sannarlega að Joaquin komi en annars er Simao góður kostur.

 5. Þó að við fáum Juaquin OG Simao, þyrftum við samt ekki að fá einhvern sem gæti spilað fyrir okkur í Meistaradeildinni? Ég er alltaf að vona að Gonzalez komi líka! :confused:

 6. Báðir eru þetta frábærir aðilar sem maður hefði viljað fá í ágúst. Ef þeir koma (eða bara annar þeirra) í janúar = fínt mál. En í huga minn poppa þá tvær spurningar: Af hverju gátu þeir ekki klárast í ágúst (þrátt fyrir brjálaða Benfica aðdáendur… hvað breytist hjá þeim í janúar)? og Viljum við spilara sem ekki gagnast okkur í meistaradeildinni?

  Að vísu virðist meistaradeildin ekki vera vandamál, en það væri gaman að fá menn sem má nota á báðum vígstöðvum. Sé upphæðin rétt í kjaftasögunum um Joaquin… þá er ég hræddur um að dagar ástsæls framherja okkar séu taldir …. – eða hvað?

 7. Árni:

  Simao hlýtur að vera réttfættur miðað við þessa aukaspyrnu gegn Man United! 🙂

 8. Já ætlaði einmitt að bæta því við Hannes – Simao er réttfættur en getur notað báða fæturna nokkuð vel. Svipað og t.d. Luis García.

 9. Árni, Simao er réttfætur og hans besta staða er hægri kantur.

  Maður tekur nú öllu slúðri um Joaquin með fyrirvara, en ef eitthvað er til í því þá hlýtur maður að spyrja sig hvar voru þessir peningar í sumar.

  Eru stjórnendur LFC að vakna upp við þann vonda draum að klúðrið á leikmannamarkaðnum í sumar sé að koma niður á liðinu.

  Það sér líka hver sem vill sjá að það vantar góða leikmenn í ákveðnar stöður hjá LFC. Meira að segja leikmenn liðsins (Alonso) vita það og eru byrjaðir að tala um nauðsyn þess að kaupa leikmenn í janúar.

  Því tek ég undir með öðrum hérna og spyr : Afhverju voru þessir leikmenn ekki keyptir í sumar fyrst við eigum/áttum peninga fyrir þeim????

  Er ekki annars rétt munað hjá mér að kaupinn á Simao gengu til baka vegna þess að þeir vildu fá 13 millj fyrir hann en við vorum bara til í að borga 10-10,5 millj. Ég hef nú enga trú á því að verðið á houm hafi lækkað á þessum 1 mánuði. Fyrir það fyrsta hefur hann sannað sig í meistaradeildinni sem klassa leikmaður og í öðrulagi þá er LFC orðið en meira desperate í að kaupa hægri kantamann.

  Keðja
  Krizzi

 10. Eru þessi Simao ummæli hjá Parry ekki bara þau sömu og í síðustu viku, þar sem hann sagði nú ekki merkilegri hluti en að “Simao væri einn mögulegur kostur í stöðunni”… Nenni ekki að finna þessi ummæli, en ég man ég hugsaði með mér að blaðamenn væru að teygja sig ansi langt þegar þeir notuðu þessi ummæli til að búa til fyrirsagnir um að Liverpool ætlaði að kaupa Simao í janúar.

 11. >”We still need a player like him and we appreciate his qualities.”

  Fyrir mér eru þetta skýr skilaboð: við ætlum að bjóða aftur í hann í janúar.

 12. Segi það og skrifa – Parry er vonlaus framkvæmdastjóri. Svo nenni ég ekki annarri þriggja mánaða lotu þar sem hinir og þessir leikmenn séu á leiðinni. Vonbrigði síðasta sumars voru gríðarleg. Nú þarf liðið einfaldlega að girða sig í brók svo tímabilið verði ekki búið um áramótin.

  Það væri samt meiriháttar að fá annann leikmann til liðsins sem getur notað báðar lappirnar. Riise er líklega sá eini sem er algerlega jafnfættur í liðinu í dag.

  Og leikmann sem getur skorað úr aukaspyrnum. Þá væri líka frábært að fá mann sem getur gefið inn í. Ég skil ekki þetta rugl að láta Gerrard vera að taka öll horn og aukaspyrnur. Hann er einfaldlega slakur í því og um leið okkar langlíklegasti maður til að skora eftir horn sbr. um helgina. :rolleyes:

  Þá vona ég líka að keyptur verði haffsent sem getur einnig skorað mörk. Í dag sé ég ekki tilganginn í því að fara með Hyppia og Carrager fram. Garcia er líklegri en þeir til að skora með skalla.

 13. Kristján – Jú, það má sjálfsagt túlka þetta þannig. En fyrir mér er þetta bara Parry að segja það augljósa: Það vita allir að okkur vantar toppkantara og það vita allir að við reyndum að kaupa Simao. Þannig að þegar Parry er spurður út í Simao getur hann lítið sagt annað en að okkur vanti – og langi í – mann eins og hann.

  En í raun er þetta aukaatriði – það sem skiptir máli er að við hreinlega verðum (og hljótum) að gera eitthvað drastískt í leikmannakaupum í janúar… 🙂

 14. Sælir, þá er Warnock kominn í landsliðið aftur, gott mál fyrir hann og Liverpool. Vonandi gefur þetta honum aukið sjálfstraust.

  Annars rak ég augun í þetta í sömu frétt: “Við eigum ýmsa möguleika til að leysa Cole af í bakvarðastöðunni. Jamie Carragher getur spilað þar, líka Warnock, Kieran Richardson” Eriksson er að hugsa um Carra í vinstri bakvörð, enda skiljanlegt þar sem hann er lang traustastur af þeim þremur.

  Kveðja
  Krizzi

Hyypia var veikur

Framherjavandinn