Næsta stjarna Liverpool?

sissoko.jpg
Mohamed Sissoko [er í góðu viðtali í dag í The Independent Online](http://sport.independent.co.uk/football/liverpool/article316415.ece) þar sem hann ræðir um uppvaxtar ár sín (á 15 systkini), hvers vegna hann spilar með Malí en ekki Frakklandi, af hverju hann valdi Liverpool frekar en Everton og upplifunina að spila á Anfield. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þessi leikmaður er einungis 20 ára gamall og hefur hann komið mér skemmtilega á óvart hversu góður knattspyrnumaður hann er.

Keep up the good work, lad!

“…Liverpool was my first choice, given that Rafa Benitez was the coach and he had given me my opportunity to play in the Primera Liga. I had worked with him before and so in the end I didn’t have to think twice and I went for Liverpool.”

“Every time I play for Liverpool, I am impressed again by the supporters. I have played in some big stadiums like the Nou Camp, the Bernabeu, the San Siro, but I have to say that Anfield has the best atmosphere I have ever experienced.”

4 Comments

 1. Ég var einmitt að lesa þetta áðan..Þessi gaur er allavega strax farinn að vera í miklu uppáhaldi hjá mér! 🙂

  Var það ekki eins með Djimi Traore? Gat hann ekki valið milli þess að spila með landsliði Frakka eða Malí? Eitt er allavega víst – að landslið Malí er með tvo ÞVÍLÍKA TÆKLARA innanborðs! :biggrin:

 2. Þetta viðtal er frábært … 15 systkini?!? 😯 Nokkuð ljóst í hvað launin hjá Sissoko fara.

  Þessi gæji hefur komið verulega á óvart það sem af er tímabili og hefur að mínu mati verið okkar besti maður hingað til. Nú hefur hann hins vegar misst úr 2-3 leiki vegna meiðsla og því verður spennandi að sjá hvort hann kemur jafn sterkur inn eftir þau, eða hvort við sjáum formið hjá honum slakna aðeins. Gæti vel gerst, en þá munum við bara að vera þolinmóð gagnvart honum … þessi strákur er bara 20 ára og ljóst að með hann, Gerrard og Alonso á miðsvæðinu er framtíðin björt.

  Vona að hann byrji inná á morgun, okkur vantar einhvern sem tekur Lampard og hakkar hann. Alonso ræður við Essien, Gerrard reynir sitt besta gegn Makelele og Sissoko kálar Lampard. Sé þetta svo fyrir mér 🙂

 3. Well döhh ! auðvitað vildi hann ekki fara til Everton og er hann oruglega býsna feigin að fara ekki til þeirra, enda eru þeir dotnir úr öllum evrópukeppnum og í neðsta sæti í deildinni :laugh: plebba lið.

 4. Snilldar leikmaður og í miklu uppáhaldi hjá mér! Ótrúlega pirrandi að menn séu að meiðast svona snemma móts, vona að hann komi sterkur til baka.

  Liverpool 3 chelskí 1

Sálfræði 103.

Chelsea á morgun (aftur) …